„Við verðum bara að treysta fólki“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. október 2021 12:20 Þórólfur segist vona að ekki þurfi að grípa til hertra aðgerða. Vísir/Vilhelm Heldur færri greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær heldur en dagana þar áður en áfram er þó að greinast nokkur fjöldi smitaðra. Sóttvarnalæknir segir ekki von á minnisblaði í dag og hvetur þess í stað fólk til að fara varlega um helgina. Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Alls greindust 78 smitaðir innanlands í gær. Flestir voru í sóttkví við greiningu og áfram er meirihluti smita að greinast hjá bólusettum einstaklingum. Þrettán eru nú inniliggjandi á spítala, fjórir á gjörgæslu og þar af einn í öndunarvél. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir faraldurinn á nokkuð svipuðu róli og hann hefur verið undanfarna daga. „Þetta er alla vega ekki að fara upp á við og við þurfum bara að sjá hvernig þróunin verður næstu daga, hvort þetta verði eitthvað svipað, eða hvort þetta fer eitthvað að fara niður, sem væri náttúrulega best, eða eitthvað upp á við,“ segir Þórólfur. Hann bendir þó á að þróunin hafi verið sú í haust að faraldurinn sé í uppsveiflu og það sé varhugavert að leggja mat á tölur degi til dags. Fleiri hafi nú greinst og þurft að leggjast inn heldur en í sumar þegar gripið var til aðgerða. „Við erum á verri stað núna hvað það varðar,“ segir Þórólfur. Í ljósi þessa gæti þurft að herða takmarkanir en Þórólfur segist þó ekki gera ráð fyrir því að skila minnisblaði til ráðherra í dag. „Það stendur nú ekki til en við erum alltaf í stöðugu samræðum um stöðuna og þróunina. Við höfum náttúrulega verið að hvetja fólk til þess að fara varlega og gæta að þessum einstaklingsbundnum sóttvörnum og vera ekki að hópast saman,“ segir Þórólfur. „Við erum að benda á þetta til þess að forðast það að beita einhverjum harðari aðgerðum, best væri ef við getum með því móti náð þessu niður. Við verðum bara að treysta fólki eins og við höfum alltaf gert í þessum faraldri,“ segir Þórólfur. Ertu eitthvað áhyggjufullur yfir helginni og hvernig tölurnar verða eftir það? „Þetta er alltaf bara spurningin um hvernig fólk hegðar sér og auðvitað verður það bara að koma í ljós eins og alltaf.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06 Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Þeir sem ætla að halda stóra viðburði um helgina íhugi málið alvarlega Sóttvarnalæknir segir þjóðina nú þurfa að líta í eigin barm og reyna að takmarka eins og hún getur sína hegðun til að ná þessari bylgju niður. Þau fyrirtæki og aðilar sem stefna að því að halda stóra viðburði um komandi helgi ættu að íhuga málið alvarlega að mati sóttvarnalæknis. 28. október 2021 11:06
Þórólfur svartsýnn og segir ekki lengur samstöðu um aðgerðir Sóttvarnalæknir er afar svartsýnn vegna fjölda smitaðra síðustu daga. Hann óttast álag á spítalann og róðurinn sé þungur núna þegar sóttvarnaaðgerðir njóti minni stuðnings í samfélaginu, þar á meðal lítils stuðnings meðal ráðherra. 27. október 2021 12:02
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52