Innlent

Jóla­bjórsins beðið í skugga aukins fjölda smitaðra

Árni Sæberg skrifar
Í dag er góður dagur fyrir unnendur jólabjórs.
Í dag er góður dagur fyrir unnendur jólabjórs. Stöð 2

Í dag er J-dag, dagurinn sem unnendur jólabjórs bíða í ofvæni eftir á ári hverju. Jólabjórinn frá Tuborg er nefnilega ekki seldur fyrr en að kvöldi J-dags. Jólabjórþyrstir létu uppsveiflu kórónuveirufaraldursins ekki stöðva sig og krár bæjarins iða af lífi.

Þegar fréttastofa leit við á Dönsku kránni í miðbæ Reykjavíkur var þar sannkölluð hátíðarstemning og mikil eftirvænting var í loftinu. Fréttamaður okkar þurfti þó að láta sér venjulegan bjór lynda þar sem blátt bann er lagt við afgreiðslu jólabjórsins til klukkan 20:59 í kvöld.

Tveir unnendur jólabjórs segja í samtali við fréttastofu að þeir muni bíða eftir bjórnum í allt kvöld líkt og þeir hafi gert frá því á miðvikudag. Þeir óttast þó mögulegar skammir í hattinn frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. „Þórólfur segir sitt og við gerum annað,“ segja þeir.

 Svipmyndir frá Dönsku kránni má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×