Heimila bólusetningu ungra barna í Bandaríkjunum Árni Sæberg skrifar 29. október 2021 23:48 Bóluefni Pfizer er mest notaða bóluefnið hér á landi. Getty/Artur Widak Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur veitt lyfjafyrirtækinu Pfizer blessun sína til að hefja bólusetningu barna eldri en fimm ára gegn Covid-19 í neyðartilvikum. Allt að 28 milljónir barna gætu fengið bóluefni strax í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur þó ekki enn ákveðið hvaða börn megi fá bóluefni en ákvörðunar er að vænta á þriðjudaginn. Frá upphafi heimsfaraldurs Covid-19 hafa ríflega 8.300 börn á aldrinum fimm til ellefu ára þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Þar af hefur þriðjungur þurft á bráðalækningum að halda og 146 látist. Í frétt AP um málið segir að sjötíu prósent barna sem þurft hafa á læknisaðstoð að halda glími við undirliggjandi heilsufarsvanda á borð við asthma og offitu. „Hugsunarhátturinn hér er að vernda börnin svo þau geti lifað eðlilegu lífi á ný. Gríðarleg áhrif faraldursins hafa ekki bara verið líkamleg veikindi heldur líka andleg og á félagslegan þroska barna,“ segir Peter Marks, yfirmaður bóluefnamála hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Börn fái vægari aukaverkanir og minni skammt Vísindamenn eftirlitsins telja að ávinningur af notkun bóluefnisins vegi þyngra en hugsanlegar aukaverkanir hjá börnum. Þá segir að nýjar eða óvæntar aukaverkanir hafi ekki komið upp, sem gæfu tilefni til að hafa áhyggjur af bólusetningunni. Algengustu aukaverkanirnar hafi verið eymsli í handleggjum, hiti eða beinverkir. Í rannsóknum Pfizer var börnum veittur minni skammtur bóluefnis en þeim sem eldri eru. Börn munu einungis fá þriðjung þess skammts sem aðrir fá. Pfizer mun afhenda barnaskammtinn í öðruvísi umbúðum en þann venjulega til þess að koma í veg fyrir ruglning. Ákvörðunin verði fordæmisgefandi Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára aldri, þar á meðal Ísland. Hins vegar hafa heilbrigðisyfirvöld á Kúbu byrjað að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna og eldri. Talið er að ákvörðun Bandaríkjanna muni hafa áhrif á önnur lönd sem einnig notu bóluefni Pfizer.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira