Hestakona fær skertar bætur vegna ölvunar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 14:56 Hestakonan var talin hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Vísir/Vilhelm Hestakona krafðist þess að henni yrðu greiddar fullar bætur vegna líkamstjóns sem hún hlaut eftir fall af hestbaki. Tryggingarfélagið féllst ekki á það og taldi nærri lagi að greiða henni 1/3 hluta tjónsins. Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar. Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Konan féll af hestbaki þegar hún var í reiðtúr með félögum sínum. Hún höfuðkúpubrotnaði við fallið, hlaut tognun á hálsi og mjóbaki auk maráverka á rófubeini. Lögreglumenn sem komu á vettvang sögðu hana hafa kastað upp og hafa verið illa áttuð eftir fallið. Tryggingarfélagið bar fyrir sig að konan hafi verið ölvuð í umrætt sinn og sýnt af sér stórkostlegt gáleysi. Henni eigi að hafa verið ljós hættan sem gæti hlotist af því að fara á hestbak í ölvunarástandi. Þannig hafi hún sýnt skeytingarleysi um eigið öryggi, enda ætti öllum að vera ljóst að varasamt geti verið að fara á hestbak í ölvunarástandi. Vínandi í blóði 2,38 prómill Héraðsdómari taldi að VÍS bæri að greiða konunni fullar bætur. VÍS undi ekki niðurstöðunni og fór með málið fyrir Landsrétt. Hestakonan vildi staðfestingu á hinum áfrýjaða dómi en VÍS krafðist þess að þurfa einungis að greiða 1/3 af bótunum. Landsréttur fór milliveginn í málinu og taldi hestakonuna eiga að bera helming tjóns síns sjálf. Í niðurstöðu dómsins var meðal annars vísað til ölvunar konunnar en vínandi í blóði mældist 2,38 prómill. Hins vegar væri rétt að horfa til þess að hesturinn hafi fælst enda hafi hrossið farið á harðahlaupum í burtu eftir slysið. Landsréttur taldi því að rekja mætti orsakir slyssins að hluta til utanaðkomandi áreitis, en ekki einungis til ölvunarástands hestakonunnar.
Dómsmál Tryggingar Hestar Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira