Alls hafa 34 látist hér á landi í tengslum við Covid-19 frá upphafi faraldursins.
13 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, allir fullorðnir. Sex eru óbólusettir. Tveir eru á gjörgæslu, báðir í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi er 56 ár.
946 sjúklingar, þar af 238 börn, í COVID göngudeild spítalans. Nýskráðir þar í gær voru 53 fullorðnir og 22 börn.
Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hefur verið 151 innlögn vegna COVID-19 á Landspítala.
Fimm sjúklingar og tveir starfsmenn greindust með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp á hjartadeild Landspítalans í síðustu viku.