„Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Anníe Mist Þórisdóttir átti frábæra helgi í Texas. Instagram/@crossfitgames Anníe Mist Þórisdóttir fékk að sjálfsögðu mikið hrós frá öllum sem fylgdust með frábærri frammistöðu hennar á Rogue Invitational stórmótinu í Texas um helgina. Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn. CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Anníe Mist vann brons á heimsleikunum en þá var ekki heilt ár liðið síðan hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Nú var Freyja Mist með henni úti þar sem Anníe gerði enn betur en á heimsleikunum og vann silfurverðlaun eftir að hafa verið í mikilli baráttu um gullið fram í lokagrein. Það var líka vel talað um íslensku goðsögnina í netútsendingunni frá Rogue Invitational. Anníe gerði mistök í lokin og síðasta greinin á mótinu var hennar slakasta en fram að því hafði hún verið stórkostleg. „Þetta endaði ekki alveg eins og hún vildi en hún er að eiga ótrúlegt ár,“ sagði Sean Woodland sem lýsti keppninni ásamt Chinu Chow. „Ég get ekki sagt þetta of oft. Sú staðreynd að hún átti barn árið 2020, snýr aftur og fer á verðlaunapall á leikunum. Hér er hún aftur að keppa við þær bestu. Hér er Anníe komin aftur á verðlaunapallinn. Hún er ótrúleg manneskja og íþróttamaður,“ sagði Pat Sherwood sem var með í útsendingunni frá mótinu. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) „Hún er að skemmta sér og öðrum í öllu því sem hún gerir. Allt sem Anníe gerir smitar út frá sér,“ sagði China Chow. „Hún er þeim stað á ferlinum þegar maður er vanur að horfa á annað CrossFit fólk og segja: Þú ert búinn núna. Miðað við það sem hún hefur gert á þessu ári þá er þetta eins og önnur byrjun fyrir hana,“ sagði Woodland. „Hún er bara að verða betri og betri,“ skaut Chow inn í. „Á góðum degi þá á ég í erfiðleikum með að brosa. Anníe Þórisdóttir brosir þrátt fyrir að hún sé á sama tíma að þjást á keppnisgólfinu. Hvernig fer hún að þessu,“ spurði Sherwood. Í útsendingunni, sem má sjá alla hér fyrir neðan, mátti líka sjá það þegar Freyja Mist var hrókur alls fagnaðar í kringum hina keppendurna á mótinu. Útsendingin byrjar þegar Anníe stígur upp á verðlaunapallinn.
CrossFit Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Fleiri fréttir Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins