Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 06:01 Sólveig Anna Jónsdóttir háði harða verkalýðsbaráttu á formannsferli hennar sem formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. Sólveig Anna tilkynnti stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins á sunnudaginn. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. Átök á skrifstofu Eflingar eru eitt af því sem einkennt hefur formannsferil Sólveigar Önnu, ásamt verkföllum og kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. Hér verður verður stiklað á stóru um helstu vörður á formannsferli Sólveigar Önnu. Hörð barátta um formannsstólinn „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ sagði Sólveig Anna í aðdraganda formannskosninganna í stéttarfélaginu Eflingar snemma árs 2018. Það sætti tíðindum þegar kosið var til formanns stéttarfélagsins það ár, þar sem Sigurður Bessason, þáverandi formaður Eflingar, hafði setið á formannsstóli í tvo áratugi. Uppstillinganefnd, með blessun trúnaðarráðs, hafði stillt upp Ingvari Vigur Halldórssyni sem formanni. Sagði Sigurður við Vísi á sínum að þar væri á ferðinni mjög gott formannsefni í félaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir var annar formaðurinn í sögu Eflingar, og fyrsta konan til að gegna embættinu.Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna var þó mótfallinn þessum áformum og vann hörðum höndum að því að setja saman mótframboð gegn formannsefni uppstillingarnefndarinnar, og var Sólveig Anna helst nefnd til sögunnar sem formannsefni. Var því spáð að framboð hennar myndi hrista upp í stéttarfélaginu. Fór það svo að Sólveig Anna bauð sig fram, ásamt öðrum frambjóðendum til stjórnar, og fengu þau listabókstafinn B í kosningunum. Ingvar Vigur og aðrir meðframbjóðendur sem uppstillinganefnd hafði stillt upp fengu listabókstafinn A. Var þetta í fyrsta sinn sem kosið var um nýja stjórn í sögu Eflingar. Átti ekki von á sigri Kosningabaráttan var hörð og gengu ásakanir á milli stuðningsmanna listanna í aðdraganda kosninganna. Þannig greindi Vísir frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, hafi reynt að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Rökin hafi meðal annars verið þau að það eina sem frambjóðendur B-listans vildu væri „verkfall, verkfall og aftur verkfall“. Þá greindi Vísir einnig frá því að B-listi Sólveigar Önnu hafi kvartað undan því að þáverandi stjórn stéttarfélagsins, undir stjórn Sigurðar Bessasonar þáverandi formans og skrifstofa hafi gert upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, líkt og það var orðað. Var meðal annars kvartað yfir því að stjórnin neitaði að veita símanúmer og tölvupóstföng félagsmanna, í aðdraganda kosninganna. Gengið var til kosninga í stéttarfélaginu í mars 2018 og fór það svo að B-listinn hafði stórsigur, fékk hann 2099 atkvæði gegn 519 atkvæðum A-listans. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ sagði Sólveig Anna um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu,“ sagði Sólveig Anna. Ísland í dag kíkti í morgunkaffi til Sólveigar Önnu árið 2019. Um þá gagnrýni sem hafði komið fram um að B-listinn myndi leysa allan vanda með endurteknum verkföllum sagði Sólveig Anna að þau orð hefðu aldrei komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ sagði Sólveig Anna við Vísi nóttina sem úrslitin voru ljós. „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ sagði Sólveig kát og glöð með sigurinn. Talandi um verkföll Um ári eftir að Sólveig Anna var kjörinn formaður hófst verkfall starfsfólks á hótelum og starfsfólki rútufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og í grennd við það. Öll verkföllin voru samþykkt með miklum meirihluta. Í rökstuðningi Eflingar fyrir verkfallsboðununum stóð eftirfarandi: Eigendur fyrirtækja í túristaiðnaði hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem keyrir rúturnar, þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð um réttindi, og njóta oft ekki virðingar yfirmanna sinna. Krafa Eflingar er sú að lágmarkslaun í landinu verði 425,000 ISK, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt. Þetta verður að breytast og munu verkfallsaðgerðir skapa þrýsting um að kröfum okkar um betri kjör verði mætt. Hóteleigendur voru vægast sagt ósáttir við verkfallsboðunina og setti Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótels og formaður fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu meðal annars út á það hversu glöð honum virtist Sólveig Anna hafa verið með boðuð verkföll. „Það er áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu. Ég hef ekki séð hana áður, þessa tilhlökkun hjá verkalýðsforystu að komast í slag,“ sagði Kristófer. Sólveig Anna gaf lítið fyrir þessa gagnrýni Kristófers. „Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf,“ sagði Sólveig Anna. Sagði hún menn í yfirmanns- og valdastöðum ekki þekkja það hvernig það væri að þurfa að lifa frá launaseðli til launaseðils um hver mánaðarmót, það væri því ekki við hæfi að þeir tjáðu sig um tilfinningar annarra sem væru í slíkri stöðu. „Ég er hér, ég er glöð, get used to it,“ sagði Sólveig Anna. Það vakti einnig mikla athygli þegar Sólveig Anna og Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, skiptust á skoðunum vegna atkvæðagreiðslunnar um boðun verkfallsins. Tókust þau á um hvort Eflingarfólki væri heimilt að koma á hótelið til að bjóða félagsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Verkfallið hófst þann 7. mars og máttu æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Þannig var sýnt frá því í kvöldfréttum Stöðvar þegar yfirmenn voru að búa um rúm og sinna öðrum störfum. Kjaraviðræður héldu áfram í skugga verkfallanna sem framkvæmd voru í lotum. Spennuþrungið andrúmsloft var í Karphúsinu þann 21. mars 2019. Á miðnætti 22. mars átti að skella á verkfall tvö þúsund félagsmanna VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Sólveig Anna lét til sín taka í kjaramálum.Vísir/Vilhelm Fundur hófst klukkan tíu um morguninn og voru fjölmiðlamenn í Karphúsinu beðnir um að víkja, þar sem fjölmiðlabann hafði skyndilega verið sett á deiluaðila. Viðræður héldu áfram í skugga gjaldþrots flugfélagsins WOW air í lok mars 2019. Fór svo að á endanum var samið um Lífskjarasamningana svokölluðu, og viðurkenndi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að fall WOW air hefði sett aukinn þrýsting á deiluaðila að ná samkomulagi. Í viðtali við Fréttablaðið lýsti Sólveig því að hún hefði margt út á að setja við aðdraganda þess að skrifað var undir samningana. Síðustu dagana gerðist margt sem mér fannst athyglisvert og ég hef margt út á að setja. Til dæmis þessa hröðunarstemningu sem fer í gang. Sem er keyrð mjög markvisst áfram. Ég hafna slíkri nálgun. Hún er fulltrúum vinnuafls ekki til góðs. Þennan síðasta dag þarna inni og við vorum að klára. Þá vorum við enn þá að semja um mjög mikilvæg mál en vorum, án þess að hafa raunverulega eitthvað um það að segja, undir mjög mikilli og aktífri pressu á að nú yrði bara að skrifa undir. Stærstu málin voru komin en enn voru mikilvæg mál óafgreidd. Mér var misboðið. Settu skólastarf úr skorðum en náðu samningum Um ári eftir að skrifað var undir Lífskjarasamningana hófst verkfall starfsmanna í grunnskólum í Reykjavíkurborg og nokkrum sveitarfélögum. Hafði það þau áhrif að skólar gátu til að mynda ekki tekið á móti öllum nemendum. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ sagði Örn Halldórsson skólastjóri Grandaskóla um áhrif verkfallsins. Sólveig Anna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, háðu marga baráttuna við samningaborðið.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna var ekki ánægð með vinnubrögð samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga, ekki síst eftir að samningar náðust við Reykjavíkurborg. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur,“ sagði Sólveig Anna. Sammningar náðust að lokum, í maí á síðasta ári. Líkt og með fall WOW air ári áður var skrifað undir samningana í skugga áhrifamikilla utanaðkomandi atburða, í þessu tilviki var það kórónuveirufaraldurinn. Í samningunum var meðal annars samið um samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð auk sérstakrar eingreiðslu. Undir stjórn Sólveigar Önnu beitti Efling verkfallsvopninu í kjaradeilum félagsins.Vísir/Vilhelm Verkfall Eflingar hjá sveitarfélögunum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en var aflýst þegar samningar náðust þann 11. maí. Átök á skrifstofu Eflingar Starfsandi á skrifstofu Eflingar var áberandi í umræðunni haustið 2018 þegar fjallað var um meint átök á skrifstofu félagsins. Skrifstofustjóra var sagt upp og þá fóru nokkrir starfsmenn í veikindaleyfi. Morgunblaðið greindi frá því um haustið að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafði hjá félaginu um áratuga skeið, hefði farið í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar. Morgunblaðið sagði frá því í frétt sinni að þau Sólveig Anna og Viðar hefðu gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Voru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Sólveig Anna á baráttufundi þar sem hún brýndi starfsmenn sem tóku þátt í verkfalli Eflingar á hótelum árið 2019 til dáða.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna og Viðar sögðust í yfirlýsingu ekki kannast við fullyrðingar Morgunblaðsins, þvert á móti væri starfsandinn á skrifstofu Eflingar góður. Skömmu síðar stigu Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri og Elín Kjartansdóttir bókari fram. Báðar sögðust þær hafa hröklast í veikindaleyfi vegna framkomu nýrrar forystu Eflingar í sinn garð. „Það voru fundnar ásakanir á okkar hendur, hjá Kristjönu var það trúnaðarbrot í upphafi, hjá mér var það líka, það var enginn fótur fyrir því. Síðan hefur þetta bara haldið áfram að rúlla,“ sagði Elín. Ári síðar var aftur fjallað um ólgu á skrifstofu Eflingar þegar fjallað var um mál fjögurra starfsmanna Eflingar sem töldu félagið hafa brotið á réttindum sínum. Þar á meðal var fyrrverandi skrifstofustjóri sem lét af störfum skömmu eftir að Sólveig tók við. Sagði lögmaður hans að honum hafi verið tilkynnt að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri á starfsmannafundi, án þess að það hafi sérstaklega verið rætt við hann áður. Sagði Sólveig Anna síðar að hún hefði margítrekað afsökunarbeiðni sína gagnvart umræddum skrifstofustjóra vegna orða sinna á starfsmannafundinum. Hún hafi hins vegar litið svo á að hún hafi verið í fullum rétti á því að vilja skipta um skrifstofustjóra, sem hafði þegar samþykkt starfslokasamning. „Ég spyr: Á ég að láta þvinga mig til að gera eitthvað sem er gegn minni betri samvisku, sem lætur mig taka ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum félagsins, þvingar mig til að samþykkja að afhenda fjárhæðir og endursemja um starfslok vegna þess að fólk fer fram með hótunum og árásum? Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með, vegna þess að hann leit svo á að hann einfaldlega ætti starf skrifstofustjóra Eflingar?“ skrifaði Sólveig Anna. Þetta var haustið 2019 en það var svo í gærkvöldi sem Sólveig Anna tilkynnti afsögn sína sem formaður, vegna vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. Bauð starfsmönnum tvo kosti Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint á sunnudagskvöld. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist í gærorgun ætla að fylgja henni frá félaginu. Hann hefur ekki gefið kost á viðtali en setti þó inn færslu á Facebook í gær þar sem kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga var honum ofarlega í huga í dag. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólveigu Önnu barst fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi vegna málsins og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn Eflingar og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Segist hún hafa yfirgefið starfsmannafundinn og gefið starfsfólki frest til hádegis til að taka ákvörðun. Niðurstaða fundar starfsmanna hafi verið ályktun sem send hafi verið til stjórnenda og önnur ályktun til Ríkisútvarpsins. „Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins,“ sagði Sólveig Anna. Tilkynnti hún síðar stjórninni um afsögn sína. Sólveig segist stolt og full af þakklæti Stormasamri en viðburðarríkri formannstíð Sólveigar Önnu virðist því vera lokið. Segist hún vera stolt af því sem hún hefur áorkað sem formaður næststærsta verkalýðsfélag landsins. „Ég er full af þakklæti yfir því að hafa verið treyst af félagsfólki Eflingar til að leiða okkar baráttu og er ótrúlega stolt af þeim magnaða árangri sem við höfum náð á þeim stutta tíma sem ég hef verið formaður félagsins. Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast. Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar.“ Kjaramál Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. 1. nóvember 2021 12:00 Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1. nóvember 2021 09:19 Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56 Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins á sunnudaginn. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. Átök á skrifstofu Eflingar eru eitt af því sem einkennt hefur formannsferil Sólveigar Önnu, ásamt verkföllum og kjarabótum fyrir félagsmenn Eflingar. Hér verður verður stiklað á stóru um helstu vörður á formannsferli Sólveigar Önnu. Hörð barátta um formannsstólinn „Við höfum öll upplifað það persónulega mjög sterkt að það væri kominn tími til að hrista upp í verkalýðsforystunni,“ sagði Sólveig Anna í aðdraganda formannskosninganna í stéttarfélaginu Eflingar snemma árs 2018. Það sætti tíðindum þegar kosið var til formanns stéttarfélagsins það ár, þar sem Sigurður Bessason, þáverandi formaður Eflingar, hafði setið á formannsstóli í tvo áratugi. Uppstillinganefnd, með blessun trúnaðarráðs, hafði stillt upp Ingvari Vigur Halldórssyni sem formanni. Sagði Sigurður við Vísi á sínum að þar væri á ferðinni mjög gott formannsefni í félaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir var annar formaðurinn í sögu Eflingar, og fyrsta konan til að gegna embættinu.Vísir/Vilhelm Hluti félagsmanna var þó mótfallinn þessum áformum og vann hörðum höndum að því að setja saman mótframboð gegn formannsefni uppstillingarnefndarinnar, og var Sólveig Anna helst nefnd til sögunnar sem formannsefni. Var því spáð að framboð hennar myndi hrista upp í stéttarfélaginu. Fór það svo að Sólveig Anna bauð sig fram, ásamt öðrum frambjóðendum til stjórnar, og fengu þau listabókstafinn B í kosningunum. Ingvar Vigur og aðrir meðframbjóðendur sem uppstillinganefnd hafði stillt upp fengu listabókstafinn A. Var þetta í fyrsta sinn sem kosið var um nýja stjórn í sögu Eflingar. Átti ekki von á sigri Kosningabaráttan var hörð og gengu ásakanir á milli stuðningsmanna listanna í aðdraganda kosninganna. Þannig greindi Vísir frá yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, hafi reynt að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Rökin hafi meðal annars verið þau að það eina sem frambjóðendur B-listans vildu væri „verkfall, verkfall og aftur verkfall“. Þá greindi Vísir einnig frá því að B-listi Sólveigar Önnu hafi kvartað undan því að þáverandi stjórn stéttarfélagsins, undir stjórn Sigurðar Bessasonar þáverandi formans og skrifstofa hafi gert upp á milli framboða með fremur grímulausum hætti, líkt og það var orðað. Var meðal annars kvartað yfir því að stjórnin neitaði að veita símanúmer og tölvupóstföng félagsmanna, í aðdraganda kosninganna. Gengið var til kosninga í stéttarfélaginu í mars 2018 og fór það svo að B-listinn hafði stórsigur, fékk hann 2099 atkvæði gegn 519 atkvæðum A-listans. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ sagði Sólveig Anna um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu,“ sagði Sólveig Anna. Ísland í dag kíkti í morgunkaffi til Sólveigar Önnu árið 2019. Um þá gagnrýni sem hafði komið fram um að B-listinn myndi leysa allan vanda með endurteknum verkföllum sagði Sólveig Anna að þau orð hefðu aldrei komið úr sínum munni. „Þegar við töluðum um verkföll sögðum við að þau væru eitt af beittustu vopnununum sem verkafólk hefði. Svo töluðum við um mikla sigra sem hefðu unnist með samstöðu og mikilfenglegri baráttu. Við höfnum stéttarsamvinnu af því hún hefur ekki gagnast verkafólki og láglaunafólki,“ sagði Sólveig Anna við Vísi nóttina sem úrslitin voru ljós. „Ég er að fara að vinna á leikskólanum í fyrramálið, geri kannski ekki mikið en verð á staðnum. Get í það minnsta gefið krökkunum hafragraut og lýsi,“ sagði Sólveig kát og glöð með sigurinn. Talandi um verkföll Um ári eftir að Sólveig Anna var kjörinn formaður hófst verkfall starfsfólks á hótelum og starfsfólki rútufyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og í grennd við það. Öll verkföllin voru samþykkt með miklum meirihluta. Í rökstuðningi Eflingar fyrir verkfallsboðununum stóð eftirfarandi: Eigendur fyrirtækja í túristaiðnaði hafa grætt á tá og fingri undanfarin ár, en starfsfólkið sem keyrir rúturnar, þrífur hótelin og sinnir gestum hefur ekki notið góðs af. Þau fá of lág laun, vinna undir mikilli pressu, eru snuðuð um réttindi, og njóta oft ekki virðingar yfirmanna sinna. Krafa Eflingar er sú að lágmarkslaun í landinu verði 425,000 ISK, en þessi krafa hefur ekki verið samþykkt. Þetta verður að breytast og munu verkfallsaðgerðir skapa þrýsting um að kröfum okkar um betri kjör verði mætt. Hóteleigendur voru vægast sagt ósáttir við verkfallsboðunina og setti Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Center hótels og formaður fyrirtækja í hótel-og gistiþjónustu meðal annars út á það hversu glöð honum virtist Sólveig Anna hafa verið með boðuð verkföll. „Það er áhyggjuefni þegar fólk er farið að leika sér svona að fjöregginu. Ég hef ekki séð hana áður, þessa tilhlökkun hjá verkalýðsforystu að komast í slag,“ sagði Kristófer. Sólveig Anna gaf lítið fyrir þessa gagnrýni Kristófers. „Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf,“ sagði Sólveig Anna. Sagði hún menn í yfirmanns- og valdastöðum ekki þekkja það hvernig það væri að þurfa að lifa frá launaseðli til launaseðils um hver mánaðarmót, það væri því ekki við hæfi að þeir tjáðu sig um tilfinningar annarra sem væru í slíkri stöðu. „Ég er hér, ég er glöð, get used to it,“ sagði Sólveig Anna. Það vakti einnig mikla athygli þegar Sólveig Anna og Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel, skiptust á skoðunum vegna atkvæðagreiðslunnar um boðun verkfallsins. Tókust þau á um hvort Eflingarfólki væri heimilt að koma á hótelið til að bjóða félagsmönnum að greiða atkvæði um verkfallsboðun. Verkfallið hófst þann 7. mars og máttu æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli. Þannig var sýnt frá því í kvöldfréttum Stöðvar þegar yfirmenn voru að búa um rúm og sinna öðrum störfum. Kjaraviðræður héldu áfram í skugga verkfallanna sem framkvæmd voru í lotum. Spennuþrungið andrúmsloft var í Karphúsinu þann 21. mars 2019. Á miðnætti 22. mars átti að skella á verkfall tvö þúsund félagsmanna VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðs Grindavíkur og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins. Sólveig Anna lét til sín taka í kjaramálum.Vísir/Vilhelm Fundur hófst klukkan tíu um morguninn og voru fjölmiðlamenn í Karphúsinu beðnir um að víkja, þar sem fjölmiðlabann hafði skyndilega verið sett á deiluaðila. Viðræður héldu áfram í skugga gjaldþrots flugfélagsins WOW air í lok mars 2019. Fór svo að á endanum var samið um Lífskjarasamningana svokölluðu, og viðurkenndi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, að fall WOW air hefði sett aukinn þrýsting á deiluaðila að ná samkomulagi. Í viðtali við Fréttablaðið lýsti Sólveig því að hún hefði margt út á að setja við aðdraganda þess að skrifað var undir samningana. Síðustu dagana gerðist margt sem mér fannst athyglisvert og ég hef margt út á að setja. Til dæmis þessa hröðunarstemningu sem fer í gang. Sem er keyrð mjög markvisst áfram. Ég hafna slíkri nálgun. Hún er fulltrúum vinnuafls ekki til góðs. Þennan síðasta dag þarna inni og við vorum að klára. Þá vorum við enn þá að semja um mjög mikilvæg mál en vorum, án þess að hafa raunverulega eitthvað um það að segja, undir mjög mikilli og aktífri pressu á að nú yrði bara að skrifa undir. Stærstu málin voru komin en enn voru mikilvæg mál óafgreidd. Mér var misboðið. Settu skólastarf úr skorðum en náðu samningum Um ári eftir að skrifað var undir Lífskjarasamningana hófst verkfall starfsmanna í grunnskólum í Reykjavíkurborg og nokkrum sveitarfélögum. Hafði það þau áhrif að skólar gátu til að mynda ekki tekið á móti öllum nemendum. „Það er ræstingin sem hefur áhrif hér hjá okkur. Við þurftum að loka þeim hluta skólans sem hefur ekki verið ræstur. Það reynir mest á salina og skólaborðin þar sem krakkarnir borða morgunnestið sitt. Borðin eru ekki boðleg,“ sagði Örn Halldórsson skólastjóri Grandaskóla um áhrif verkfallsins. Sólveig Anna og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, háðu marga baráttuna við samningaborðið.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna var ekki ánægð með vinnubrögð samninganefnda Sambands íslenskra sveitarfélaga, ekki síst eftir að samningar náðust við Reykjavíkurborg. „Viðlíka vinnubrögðum og þeim sem að samninganefnd sveitarfélaganna ástundar hef ég ekki kynnst. Ég er töluvert sjokkeruð eftir framferði þeirra á fundinum þar sem við lögðum fram vel útfært tilboð í samanburði við það sem við höfum þegar samið um bæði við Reykjavíkurborg og ríkið. Þessu tilboði var hafnað samstundis,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Ég bara horfi á þennan hóp fólks sem að þarna ræður ríkjum. Þá dregst upp mynd af hálaunafólki, ofurlaunafólki sem ber nákvæmlega enga virðingu fyrir vinnandi fólki í þessum landi. Það er auðvitað ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það en það er bara hinn sári og erfiði sannleikur,“ sagði Sólveig Anna. Sammningar náðust að lokum, í maí á síðasta ári. Líkt og með fall WOW air ári áður var skrifað undir samningana í skugga áhrifamikilla utanaðkomandi atburða, í þessu tilviki var það kórónuveirufaraldurinn. Í samningunum var meðal annars samið um samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð auk sérstakrar eingreiðslu. Undir stjórn Sólveigar Önnu beitti Efling verkfallsvopninu í kjaradeilum félagsins.Vísir/Vilhelm Verkfall Eflingar hjá sveitarfélögunum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en var aflýst þegar samningar náðust þann 11. maí. Átök á skrifstofu Eflingar Starfsandi á skrifstofu Eflingar var áberandi í umræðunni haustið 2018 þegar fjallað var um meint átök á skrifstofu félagsins. Skrifstofustjóra var sagt upp og þá fóru nokkrir starfsmenn í veikindaleyfi. Morgunblaðið greindi frá því um haustið að fjármálastjóri Eflingar, sem starfað hafði hjá félaginu um áratuga skeið, hefði farið í veikindaleyfi eftir átök við Sólveigu Önnu og Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar. Morgunblaðið sagði frá því í frétt sinni að þau Sólveig Anna og Viðar hefðu gjörbreytt vinnuandanum og vinnustaðnum til hins verra. Voru þau sögn stjórna með ofríki og hótunum í garð annars starfsfólks. Sólveig Anna á baráttufundi þar sem hún brýndi starfsmenn sem tóku þátt í verkfalli Eflingar á hótelum árið 2019 til dáða.Vísir/Vilhelm Sólveig Anna og Viðar sögðust í yfirlýsingu ekki kannast við fullyrðingar Morgunblaðsins, þvert á móti væri starfsandinn á skrifstofu Eflingar góður. Skömmu síðar stigu Kristjana Valgeirsdóttir fjármálastjóri og Elín Kjartansdóttir bókari fram. Báðar sögðust þær hafa hröklast í veikindaleyfi vegna framkomu nýrrar forystu Eflingar í sinn garð. „Það voru fundnar ásakanir á okkar hendur, hjá Kristjönu var það trúnaðarbrot í upphafi, hjá mér var það líka, það var enginn fótur fyrir því. Síðan hefur þetta bara haldið áfram að rúlla,“ sagði Elín. Ári síðar var aftur fjallað um ólgu á skrifstofu Eflingar þegar fjallað var um mál fjögurra starfsmanna Eflingar sem töldu félagið hafa brotið á réttindum sínum. Þar á meðal var fyrrverandi skrifstofustjóri sem lét af störfum skömmu eftir að Sólveig tók við. Sagði lögmaður hans að honum hafi verið tilkynnt að hann myndi ekki verða áfram skrifstofustjóri á starfsmannafundi, án þess að það hafi sérstaklega verið rætt við hann áður. Sagði Sólveig Anna síðar að hún hefði margítrekað afsökunarbeiðni sína gagnvart umræddum skrifstofustjóra vegna orða sinna á starfsmannafundinum. Hún hafi hins vegar litið svo á að hún hafi verið í fullum rétti á því að vilja skipta um skrifstofustjóra, sem hafði þegar samþykkt starfslokasamning. „Ég spyr: Á ég að láta þvinga mig til að gera eitthvað sem er gegn minni betri samvisku, sem lætur mig taka ákvarðanir sem ganga gegn hagsmunum félagsins, þvingar mig til að samþykkja að afhenda fjárhæðir og endursemja um starfslok vegna þess að fólk fer fram með hótunum og árásum? Átti ég að starfa með manni sem mig langaði ekkert að starfa með, vegna þess að hann leit svo á að hann einfaldlega ætti starf skrifstofustjóra Eflingar?“ skrifaði Sólveig Anna. Þetta var haustið 2019 en það var svo í gærkvöldi sem Sólveig Anna tilkynnti afsögn sína sem formaður, vegna vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. Bauð starfsmönnum tvo kosti Sólveig Anna tilkynnti að hún ætlaði að segja af sér formennsku í Eflingu í Facebook-færslu seint á sunnudagskvöld. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Í ályktun starfsfólksins sem trúnaðarmenn lögðu fram frá því í júní var því meðal annars haldið fram að Sólveig Anna hefði haldið „aftökulista“. Hún sagði Guðmund Baldursson, einn stjórnarmanna Eflingar, hafa reynt að fá ályktun starfsfólksins afhentan og farið með málið í fjölmiðla. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar og bandamaður Sólveigar Önnu, sagðist í gærorgun ætla að fylgja henni frá félaginu. Hann hefur ekki gefið kost á viðtali en setti þó inn færslu á Facebook í gær þar sem kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga var honum ofarlega í huga í dag. Guðmundur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði Sólveigu Önnu hafa haldið lykilupplýsingum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan skrifstofufólksins. Hann hélt því fram að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólveigu Önnu barst fyrirspurn frá RÚV fyrir helgi vegna málsins og í framhaldinu ávarpaði hún starfsmenn Eflingar og sagði að tveir kostir væru í stöðunni; annað hvort sendi þeir eitthvað frá sér til að bera ásakanirnar til baka eða hún segði upp störfum. Segist hún hafa yfirgefið starfsmannafundinn og gefið starfsfólki frest til hádegis til að taka ákvörðun. Niðurstaða fundar starfsmanna hafi verið ályktun sem send hafi verið til stjórnenda og önnur ályktun til Ríkisútvarpsins. „Í þessum ályktunum kemur fram afdráttarlaus staðfesting á þeim orðum sem var að finna í ályktun trúnaðarmanna frá í júní. Talað er á þeim nótum að alvarleg vandamál séu viðvarandi sem þurfi að leysa með fundahöldum og öðru. Krafist er aukins valds fyrir trúnaðarmenn vinnustaðarins og tíðari vinnustaðafunda, þar sem möguleg vanlíðan einstakra starfsmenna verði fundarefni. Í yfirlýsingu til RÚV er jafnframt engin tilraun gerð til að bera til baka ásakanir um ógnarstjórn. Ályktanirnar eru vantraustsyfirlýsing til mín og til allra þeirra sem bera ábyrgð á starfsmannamálum vinnustaðarins,“ sagði Sólveig Anna. Tilkynnti hún síðar stjórninni um afsögn sína. Sólveig segist stolt og full af þakklæti Stormasamri en viðburðarríkri formannstíð Sólveigar Önnu virðist því vera lokið. Segist hún vera stolt af því sem hún hefur áorkað sem formaður næststærsta verkalýðsfélag landsins. „Ég er full af þakklæti yfir því að hafa verið treyst af félagsfólki Eflingar til að leiða okkar baráttu og er ótrúlega stolt af þeim magnaða árangri sem við höfum náð á þeim stutta tíma sem ég hef verið formaður félagsins. Barátta Eflingarfélaga undanfarin ár hefur sýnt og sannað að með krafti og samstöðu vinnuaflsins þá náum við árangri. Með þau vopn í höndum getum við tekist á við allan mótbyr sama hversu óheiðarlegir og ómerkilegir andstæðingar okkar eru, hvar sem þeir leynast. Ég mun aldrei hætta í baráttu fyrir réttlæti fyrir okkur sem tilheyrum stétt verka- og láglaunafólks og þekkja lífið undir oki auðvaldskerfisins og láglaunastefnunnar.“
Kjaramál Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. 1. nóvember 2021 12:00 Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1. nóvember 2021 09:19 Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56 Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Allir nema einn í stjórninni standi þétt við bak Sólveigar Önnu Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt um afsögn sína sem formaður Eflingar. Viðar Þorsteinsson hyggst fylgja henni og ætlar að láta af störfum sem framkvæmdastjóri, en ástæðan er yfirlýsing starfsfólks sem stjórnin túlkar sem vantraust. Bæði þegja þau þunnu hljóði og svara ekki fyrirspurnum fjölmiðla um málið. 1. nóvember 2021 12:00
Viðar fylgir Sólveigu og segir upp í dag Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, hyggst segja upp störfum í dag. Fylgir hann þar með Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem formaður stéttarfélagsins. 1. nóvember 2021 09:19
Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54
Sólveig Anna segir af sér vegna vantraustsyfirlýsingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt stjórn Eflingar um afsögn sína sem formaður félagsins. Afsögnin kemur í kjölfar vantraustsyfirlýsingar sem starfsfólk Eflingar sendi Sólveigu Önnu, félaginu og fjölmiðlum á föstudag. 31. október 2021 23:56
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31