Barátta Sólveigar Gunnar Karl Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni. Hún kom með ferskan blæ inn í umræðuna og skerpti á umræðunni fyrstu árin. Mikilvægasti punkturinn frá henni finnst mér að við eigum að hætta að láta láglaunafólk mæta afgangi. Mikið hefur gengið á innan Eflingar, SGS og ASÍ síðan Sólveig tók við. Hún hefur í raun náð gríðarlegum árangri í að ná langflestum á móti sér þar sem að það kemur ekkert til greina annað en henni finnst, samvinnuviljinn er enginn. Ekki innan hreyfingarinnar né við ríkið og aðila vinnumarkaðarins, það er bylting í gangi hjá Sólveigu og hún ætlar alls ekki ekki að hlusta á neinn. Það að samskipti við þessa aðila eru ekki komin í algert frostmark má þakka helst formanni ASÍ, Drífu Snædal. Ef ekki væri fyrir hana er ég viss um að við værum mikið verr stödd en við erum í dag. Sólveig setur starfsfólki sínu afarkosti á starfsmannafundi föstudaginn síðastliðin. „Þið skuluð taka þetta til baka opinberlega eða ég hætti“. Maður veltir fyrir sér hvort að hún hafi engar áhyggjur af þessari bókun trúnaðarmanna, áhyggjur af þessari upplifun starfsfólksins, sem starfsfólkið stendur við eftir þennan farsa hjá Sólveigu. Þetta er líka nánast allt starfsfólk sem að hún hefur ráðið. Af 58 starfsmönnum þá eru einungis 6 eftir af starfsfólkinu sem unnu hjá Eflingu þegar hún tók við. Hvers vegna neitar hún að horfa í eigin barm? Hvers vegna tekur hún ekki yfirlýsingar starfsmanna Eflingar alvarlega, hlustar á þær og reynir að bæta úr. Ef að allir eru orðnir hálfvitar í kringum þig ert þú þá kannski ekki hálfvitinn? Yfirlýsing hennar er ömurleg kveðja til starfsfólks Eflingar og sýnir algert áhugaleysi á samvinnu, og stuðningsyfirlýsing stjórnar og varaformanns er putti í andlitið á starfsfólki. Starfsfólki sem langaði að laga þessa þætti innanhúss en það var ekki í boði. Vanþakklætið algert og ýjað að því að þetta hafi verið planað af utanaðkomandi öflum. Ef að þetta væri annað félag utan hreyfingarinnar væru öll helstu andlit hreyfingarinnar búin að fordæma svona vinnubrögð hátt og snjallt. Það má því segja að barátta Sólveigar endaði með sjálfsmarki. Það birtir vonandi til hjá Eflingu á komandi mánuðum, með nýjan formann sem leitar leiða til að samstilla Eflingu í þeirri baráttu sem er fram undan. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólga innan Eflingar Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar Sólveig Anna Jónsdóttir var kjörinn formaður Eflingar í mars 2018 þá urðu ákveðin kaflaskil í verkalýðshreyfingunni. Áður en ég byrjaði að starfa innan hreyfingarinnar þá var ég með ofnæmi fyrir gagnrýni á hana, aðallega vegna þess að það var talað niður til hennar á ómálefnalegan hátt “Kelling sem er klikkuð“ og er ég enn með ofnæmi fyrir slíkri gagnrýni. Hún kom með ferskan blæ inn í umræðuna og skerpti á umræðunni fyrstu árin. Mikilvægasti punkturinn frá henni finnst mér að við eigum að hætta að láta láglaunafólk mæta afgangi. Mikið hefur gengið á innan Eflingar, SGS og ASÍ síðan Sólveig tók við. Hún hefur í raun náð gríðarlegum árangri í að ná langflestum á móti sér þar sem að það kemur ekkert til greina annað en henni finnst, samvinnuviljinn er enginn. Ekki innan hreyfingarinnar né við ríkið og aðila vinnumarkaðarins, það er bylting í gangi hjá Sólveigu og hún ætlar alls ekki ekki að hlusta á neinn. Það að samskipti við þessa aðila eru ekki komin í algert frostmark má þakka helst formanni ASÍ, Drífu Snædal. Ef ekki væri fyrir hana er ég viss um að við værum mikið verr stödd en við erum í dag. Sólveig setur starfsfólki sínu afarkosti á starfsmannafundi föstudaginn síðastliðin. „Þið skuluð taka þetta til baka opinberlega eða ég hætti“. Maður veltir fyrir sér hvort að hún hafi engar áhyggjur af þessari bókun trúnaðarmanna, áhyggjur af þessari upplifun starfsfólksins, sem starfsfólkið stendur við eftir þennan farsa hjá Sólveigu. Þetta er líka nánast allt starfsfólk sem að hún hefur ráðið. Af 58 starfsmönnum þá eru einungis 6 eftir af starfsfólkinu sem unnu hjá Eflingu þegar hún tók við. Hvers vegna neitar hún að horfa í eigin barm? Hvers vegna tekur hún ekki yfirlýsingar starfsmanna Eflingar alvarlega, hlustar á þær og reynir að bæta úr. Ef að allir eru orðnir hálfvitar í kringum þig ert þú þá kannski ekki hálfvitinn? Yfirlýsing hennar er ömurleg kveðja til starfsfólks Eflingar og sýnir algert áhugaleysi á samvinnu, og stuðningsyfirlýsing stjórnar og varaformanns er putti í andlitið á starfsfólki. Starfsfólki sem langaði að laga þessa þætti innanhúss en það var ekki í boði. Vanþakklætið algert og ýjað að því að þetta hafi verið planað af utanaðkomandi öflum. Ef að þetta væri annað félag utan hreyfingarinnar væru öll helstu andlit hreyfingarinnar búin að fordæma svona vinnubrögð hátt og snjallt. Það má því segja að barátta Sólveigar endaði með sjálfsmarki. Það birtir vonandi til hjá Eflingu á komandi mánuðum, með nýjan formann sem leitar leiða til að samstilla Eflingu í þeirri baráttu sem er fram undan. Höfundur starfar innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun