Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2021 10:42 Kyle Rittenhouse í dómsal í dag. AP/Sean Krajacic Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. Flestir sem teknir voru til greina um að sitja í kviðdómi réttarhaldanna sögðust þegar hafa gert upp hug sinn varðandi Rittenhouse. Verkið tókst þó eftir langan dag og fundust tuttugu kviðdómendur. Þar af níu menn og ellefu konur, samkvæmt frétt Washington Post. Þetta fólk var valið úr 150 manna hópi og tók valið á níu klukkustundir. Saksóknarar og verjendur munu flytja upphafsræður sínar í dag en búist er við því að verjendur Rittenhouse muni segja hann hafa skotið tvo til bana og sært þann þriðja í sjálfsvörn. Þá er talið að réttarhöldin muni taka um tvær vikur. Var í hópi vopnaðra manna Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Eins og var bersýnilegt í vali kviðdómenda er Rittenhouse mjög svo umdeildur. Margir hafa hyllt hann sem hetju og aðrir segja hann morðingja. Burtséð frá allir pólitík og pólitískum deilum í Bandaríkjunum er líklegast að réttarhöldin muni snúast um það hvort kviðdómendur trúi því að um sjálfsvörn hafi verið að ræða eða ekki. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Mega ekki kalla mennina sem hann skaut „fórnarlömb“ Áður en réttarhöldin hófust komst dómari málsins að þeirri niðurstöðu að saksóknarar mættu ekki kalla þá sem Rittenhouse skaut „fórnarlömb“. Dómarinn leyfir þó verjendum Rittenhouse að kalla mennina „óeirðaseggi“, „brennivarga“ eða „ræningja“. „Orðið „fórnarlamb“ er gildishlaðið, gildishlaðið orð og ég held að „meint fórnarlamb“ sé frændi þess,“ sagði Bruce Schroeder, dómari, í úrskurði sínum í síðustu viku. Kviðdómendur hræddir Við val kviðdómenda í gær sagði Schroeder þeim að þau þyrftu að vera hlutlaus og taka eingöngu til greina það sem fram komi í réttarhöldunum við ákvarðanatöku þeirra að þeim loknum. Washington Post segir marga hafa sagt það ómögulegt. Ein kona varð reið og sagði lífið snúast um ákvarðanir og afleiðingar. Beindi hún orðum sínum að Rittenhouse og spurði af hverju hann hefði ekki bara verið heima hjá sér. Þá lýstu kviðdómendur yfir áhyggjum af öryggi þeirra vegna málsins. Nokkrir sögðu sama hver niðurstaða þeirra yrði, þá yrðu einhverjir reiðir út þau. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Flestir sem teknir voru til greina um að sitja í kviðdómi réttarhaldanna sögðust þegar hafa gert upp hug sinn varðandi Rittenhouse. Verkið tókst þó eftir langan dag og fundust tuttugu kviðdómendur. Þar af níu menn og ellefu konur, samkvæmt frétt Washington Post. Þetta fólk var valið úr 150 manna hópi og tók valið á níu klukkustundir. Saksóknarar og verjendur munu flytja upphafsræður sínar í dag en búist er við því að verjendur Rittenhouse muni segja hann hafa skotið tvo til bana og sært þann þriðja í sjálfsvörn. Þá er talið að réttarhöldin muni taka um tvær vikur. Var í hópi vopnaðra manna Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli, og gekk þar til liðs við hóp vopnaðra manna sem settu sér það markmið að verja fyrirtæki í borginni gegn mótmælendum og óeirðarseggjum. Á Facebook og Reddit höfðu hægri sinnaðir aðilar kallað eftir því að vopnaðir menn streymdu til Kenosha og tækju jafnvel lögin í sínar hendur. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Eins og var bersýnilegt í vali kviðdómenda er Rittenhouse mjög svo umdeildur. Margir hafa hyllt hann sem hetju og aðrir segja hann morðingja. Burtséð frá allir pólitík og pólitískum deilum í Bandaríkjunum er líklegast að réttarhöldin muni snúast um það hvort kviðdómendur trúi því að um sjálfsvörn hafi verið að ræða eða ekki. Hér má sjá ítarlega frétt New York Times þar sem rætt er við vitni, þann sem Rittenhouse særði og fógeta Kenosha. Einnig er farið yfir fjölda myndbanda af vettvangi. Mega ekki kalla mennina sem hann skaut „fórnarlömb“ Áður en réttarhöldin hófust komst dómari málsins að þeirri niðurstöðu að saksóknarar mættu ekki kalla þá sem Rittenhouse skaut „fórnarlömb“. Dómarinn leyfir þó verjendum Rittenhouse að kalla mennina „óeirðaseggi“, „brennivarga“ eða „ræningja“. „Orðið „fórnarlamb“ er gildishlaðið, gildishlaðið orð og ég held að „meint fórnarlamb“ sé frændi þess,“ sagði Bruce Schroeder, dómari, í úrskurði sínum í síðustu viku. Kviðdómendur hræddir Við val kviðdómenda í gær sagði Schroeder þeim að þau þyrftu að vera hlutlaus og taka eingöngu til greina það sem fram komi í réttarhöldunum við ákvarðanatöku þeirra að þeim loknum. Washington Post segir marga hafa sagt það ómögulegt. Ein kona varð reið og sagði lífið snúast um ákvarðanir og afleiðingar. Beindi hún orðum sínum að Rittenhouse og spurði af hverju hann hefði ekki bara verið heima hjá sér. Þá lýstu kviðdómendur yfir áhyggjum af öryggi þeirra vegna málsins. Nokkrir sögðu sama hver niðurstaða þeirra yrði, þá yrðu einhverjir reiðir út þau.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Vilja handtaka Rittenhouse aftur Saksóknarar í Bandaríkjunum leitast nú eftir því að handtaka Kyle Rittenhouse á nýjan leik en hann hefur gengið laus gegn tryggingu eftir að hann var ákærður fyrir að hafa skotið tvo til bana á mótmælum í fyrra. 4. febrúar 2021 08:55
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Útskýringar lögreglu í Kenosha þykja þunnur þrettándi Eftir þriggja daga þögn lögregluyfirvalda og gríðarleg mótmæli í Kenosha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna hefur lögreglan loks gefið út sína hlið á því hvernig það atvikaðist að Jacob Blake var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni. 27. ágúst 2020 19:40