Dómarar gætu leyft stefnur vegna þungunarrofsbannsins í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2021 23:26 Konur mótmæla þungunarrofsbanninu í Texas fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna virtust hallast að því að leyfa heilsugæslustöðvum sem framkvæmda þungunarrof að höfða mál til að fá bann við þungunarrofi í Texas ógilt þegar mál þeirra var tekið fyrir í dag. Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu. Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Lög sem bönnuðu þungunarrof nærri því með öllu sem ríkisþing Texas setti og fengu að taka gildi í byrjun september voru sérstaklega hönnuð til þess að gera fulltrúum heilsugæslustöðva og alríkisstjórnarinnar erfitt fyrir að fella úr gildi fyrir dómstólum. Fjöldi íhaldssamra ríkja hefur reynt að setja sífellt strangari lög um þungunarrof en dómstólar hafa iðulega fellt þau úr gildi jafnóðum þar sem dómafordæmi Hæstaréttar Bandaríkjanna kveður á um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs áður en fóstur er talið lífvænlegt. Venjulega hafa heilsugæslustöðvar eða hagsmunasamtök stefnt embættismönnum í ríkjunum til þess að koma í veg fyrir að þeir framfylgi lögunum. Í Texaslögunum er hins vegar kveðið á um að embættismenn í Texas framfylgi ekki lögunum heldur þurfi almennir borgarar að stefna hverjum þeim sem aðstoðar konu við að komast í þungunarrof. Þungar sektir vofa yfir heilsugæslustöðvum verði þær fundnar sekar um að brjóta lögin. Á þennan hátt vonuðust repúblikana í Texas sem stóðu að lögunum að ekki væri hægt að stefna ríkinu eða embættismönnum þess til að fella þau úr gildi. Bannið við þungunarrofi tæki gildi og enginn gæti látið reyna á lögmæti þeirra nema almennur borgari virkjaði lögin og stefni einhverjum sem aðstoðaði konu með þungunarrof. Gætu ógilt lögin eða vísað aftur til lægri dómstiga Brellan virkaði því íhaldssamir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna töldu þessi lagatæknilegu álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi 1. september þrátt fyrir hávær mótmæli frjálslyndari dómara sem töldu bannið skýrt stjórnarskrárbrot. Þannig tók bannið gildi í Texas þrátt fyrir að það stangist klárlega á við stjórnarskrá eins og Hæstiréttur hefur túlkað hana til þessa. Síðan þá hafa stefnur vegna laganna velkst um á ýmsum neðri dómstigum. Hæstiréttur tók tvö mál fyrir í dag en þau snúast um hvort að heilsugæslustöðvar annars vegar og dómsmálaráðuneytið hins vegar geti höfðað mál til þess að fella lögin úr gildi. Reuters-fréttastofan segir að íhaldssömu dómararnir sem leyfðu lögunum að taka gildi hafi virst hallir undir að leyfa heilsugæslustöðvunum að reyna á lögmæti laganna við málflutninginn í dag. Þeir hafi ekki verið eins vissir um það hvort að dómsmálaráðuneytið ætti að mega það líka. Brett Kavanaugh, einn af íhaldssömu dómurunum þremur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti, skipaði, velti þannig upp hvort ekki þyrfti að loka smugu sem ríkisþingmen Texas notfærðu sér til þess að koma í veg fyrir að dómstólar gætu skorið úr um lögmæti laga. Velti hann fyrir sér hvað gerðist ef önnur ríki færu í sambærilegar lagalegar æfingar með önnur stjórnarskrárvarin réttindi eins og að banna sölu á skotvopnum. Hæstiréttur gæti nú ákveðið að fella lögin úr gildi eða leyfa lægri alríkisdómstigum að kveða upp úr um lögmæti þeirra. AP-fréttastofan segir þó óljóst hversu fljótt dómararnir komist að niðurstöðu.
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37 Mest lesið Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Leita manns sem skildi eftir sprengiefni á lestarstöð í Berlín Sækja hraðar fram í Dónetsk Trump lék ruslakarl í Wisconsin Halda áfram leit eftir eyðileggingu flóðanna Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Beðin um að tilkynna líkfundi Óttast að hermenn Kim öðlist reynslu af hernaði Sagði Trump heltekinn hefndarvilja Tala látinna á Spáni hækkar hratt Biden í bobba eftir ummæli um rusl Loftvarnir Íran verulega laskaðar eftir árásir helgarinnar „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah Sporvagn af sporinu í Osló og inn í verslun Ákvörðun Ísrael að banna UNRWA vekur reiði og ótta Sjá meira
Þungunarrofsbannið í Texas fær enn að standa Umdeilt þungunarrofsbann í Texas fær áfram að standa þrátt fyrir að það virðist stríða gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir að alríkisdómstóll hafnaði kröfu dómsmálaráðuneytisins um að fella það úr gildi tímabundið í gær. 15. október 2021 09:37