Frá þessu greinir Morgunblaðið.
Þar segir að tímasetning mögulegs verkfalls gæti tengst loðnuvertíðinni í vetur.
Deila sjómanna SSÍ og SFS er nú á borði ríkissáttasemjara en Valmundur segir síðustu fundi hafa verið stutta. Helstu kröfur snúist um lífeyrisréttindi og önnur mál sem aðrir launþegar hafi náð fram með lífskjarasamningunum.
Valmundur býður sig fram til endurkjörs á þinginu en hann hefur sinnt formannsembættinu frá 2014. Enn sem komið er er hann einn í framboði.