Á von á því að Sólveig Anna segi af sér sem varaforseti ASÍ Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 10:53 Drífa Snædal og Sólveig Anna Jónsdóttir þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur árið 2019. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, reiknar með að Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, segi af sér sem annar varaforseti ASÍ í dag. Drífa segir að afsögn Sólveigar Önnu sem formaður Eflingar hafi komið sér á óvart. Þá reiknar hún með að varaformaður félagsins taki við sem formaður. Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook á sunnudagskvöldið. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Afsögnin kom Drífu á óvart Sólveig gegnir embætti annars varaforseta ASÍ og afsögn hennar úr því embætti er ekki komin inn á borð ASÍ. „Við erum ekki búin að fá afsögn hennar sem varaforseti ASÍ en ég á frekar von á henni í dag,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Drífa segist jafnframt ekki hafa átt von á afsögn Sólveigar Önnu. „Ég get sagt það að þetta kom mér á óvart.“ Hafði þér borist til eyrna að þarna væri einhver vandi á ferðum? „Nei, ekki af þessum skala nei en vissulega gengur ýmislegt á í verkalýðshreyfingunni, alltaf. Það er ekki skoðanalaust fólk sem vinnur hérna eða velst til starfa. Það er með miklar hugsjónir þannig að það hefur tilhneigingu til að hvessa í hreyfingunni,“ segir Drífa. Sólveig Anna og Viðar þurfi að svara fyrir sig sjálf Aðspurð að því hvort að hún hafi rætt við Sólveigu Önnu og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, sem hefur sagst ætla að fylgja Sólveigu út, segist Drífa hafa rætt við fjölda manns án þess þó að vilja fara nánar út í hvað hafi falist í viðrænum. Sagði hún Sólveigu og Viðar þurfa að svara sjálf fyrir sig. Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafa ekki gefið kost á viðtali vegna málsins.Vísir/Vilhelm Tekið skal fram að fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Sólveigu Önnu og Viðari vegna málsins, án árangurs hingað til. Reiknar með að varaformaðurinn taki við hjá Eflingu Aðspurð um stöðu mála hjá Eflingu segist Drífa reikna með að varaformaður félagsins, Agnieszka Ewa Ziólkowska, taki við sem formaður. „Það er starfandi stjórn í Eflingu, þegar formaður segir af sér þá tekur varaformaður við. Þannig eru reglurnar þannig að það er ekki eins og það sé óstarfhæf stjórn. Alþýðusamband Íslands stígur ekkert inn í nema það sé fullreynt með aðrar leiðir,“ segir Drífa. Segist hún hafa rætt við Agniezku. „Ég geri ráð fyrir því að varaformaðurinn ætli að taka við. Ég hef ekki heyrt að hún ætli að segja af sér,“ segir Drífa. Hlutverk ASÍ á þessari stundi gagnvart Eflingu sé að aðstoða félagið við að sinna skyldum sínum gagnvart félagsmönnum félagsins. „Það sem skiptir öllu máli núna er að það sé hægt að þjónusta félagsmenn Eflingar áfram. Að það fólk treysti sér til að leita til síns félags. Það er það sem öllu máli skiptir núna.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47 Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20 Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44 Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sólveig Anna tilkynnti um afsögn sína á Facebook á sunnudagskvöldið. Sakaði hún starfsfólk á skrifstofu Eflingar um að hrekja sig úr embætti vegna þess að það dró ekki til baka gagnrýni á stjórnarhætti hennar frá því í sumar. Afsögnin kom Drífu á óvart Sólveig gegnir embætti annars varaforseta ASÍ og afsögn hennar úr því embætti er ekki komin inn á borð ASÍ. „Við erum ekki búin að fá afsögn hennar sem varaforseti ASÍ en ég á frekar von á henni í dag,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. Drífa segist jafnframt ekki hafa átt von á afsögn Sólveigar Önnu. „Ég get sagt það að þetta kom mér á óvart.“ Hafði þér borist til eyrna að þarna væri einhver vandi á ferðum? „Nei, ekki af þessum skala nei en vissulega gengur ýmislegt á í verkalýðshreyfingunni, alltaf. Það er ekki skoðanalaust fólk sem vinnur hérna eða velst til starfa. Það er með miklar hugsjónir þannig að það hefur tilhneigingu til að hvessa í hreyfingunni,“ segir Drífa. Sólveig Anna og Viðar þurfi að svara fyrir sig sjálf Aðspurð að því hvort að hún hafi rætt við Sólveigu Önnu og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóra Eflingar, sem hefur sagst ætla að fylgja Sólveigu út, segist Drífa hafa rætt við fjölda manns án þess þó að vilja fara nánar út í hvað hafi falist í viðrænum. Sagði hún Sólveigu og Viðar þurfa að svara sjálf fyrir sig. Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson hafa ekki gefið kost á viðtali vegna málsins.Vísir/Vilhelm Tekið skal fram að fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Sólveigu Önnu og Viðari vegna málsins, án árangurs hingað til. Reiknar með að varaformaðurinn taki við hjá Eflingu Aðspurð um stöðu mála hjá Eflingu segist Drífa reikna með að varaformaður félagsins, Agnieszka Ewa Ziólkowska, taki við sem formaður. „Það er starfandi stjórn í Eflingu, þegar formaður segir af sér þá tekur varaformaður við. Þannig eru reglurnar þannig að það er ekki eins og það sé óstarfhæf stjórn. Alþýðusamband Íslands stígur ekkert inn í nema það sé fullreynt með aðrar leiðir,“ segir Drífa. Segist hún hafa rætt við Agniezku. „Ég geri ráð fyrir því að varaformaðurinn ætli að taka við. Ég hef ekki heyrt að hún ætli að segja af sér,“ segir Drífa. Hlutverk ASÍ á þessari stundi gagnvart Eflingu sé að aðstoða félagið við að sinna skyldum sínum gagnvart félagsmönnum félagsins. „Það sem skiptir öllu máli núna er að það sé hægt að þjónusta félagsmenn Eflingar áfram. Að það fólk treysti sér til að leita til síns félags. Það er það sem öllu máli skiptir núna.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01 Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47 Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20 Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44 Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sólin að setjast á stormasama, tíðindamikla, róttæka og herskáa formannstíð Sólveigar Önnu Óhætt er að segja að formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar í fyrradag, hafi verið viðburðarrík þótt hún hafi aðeins setið sem formaður í þrjú ár. Sólveig Anna boðaði herskáa og róttæka stéttabaráttu frá upphafi formannstíðar hennar, sem var bæði stormasöm og tíðindamikil. 2. nóvember 2021 06:01
Segir starfsmann Eflingar hafa rætt um að beita sig ofbeldi Ónefndur karlmaður á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar ræddi um að skaða Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins. Þetta fullyrðir hún í færslu á samfélagsmiðli þar sem hún gagnrýnir enn fyrrverandi samstarfsfólk sitt. 1. nóvember 2021 21:47
Sakar Sólveigu Önnu og félaga um útlendingaandúð Maxim Baru, fyrrverandi sviðsstjóri félagssviðs Eflingar ber Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Viðar Þorsteinsson þungum sökum í fréttatilkynningu sem hann sendi Vísi. Hann segir nornaveiðar Sólveigar Önnu innan Eflingar hafa endað með brottrekstri nánast allra erlendra starfsmanna félagsins. 1. nóvember 2021 21:20
Hvetja Guðmund til að segja sig úr stjórninni Meirihluti stjórnar stéttarfélagsins Eflingar hvetur Guðmund Baldursson til þess að segja sig úr stjórninni. Hann sakaði Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fráfarandi formann félagsins, um leynimakk og að halda upplýsingum vanlíðan starfsfólks Eflingar frá stjórninni í dag. 1. nóvember 2021 19:44
Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. 1. nóvember 2021 19:10