Takmarkanir nauðsynlegar næstu mánuði eða ár Snorri Másson skrifar 2. nóvember 2021 21:00 Þórólfur Guðnason og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Sóttvarnalæknir vill að stjórnvöld komi sér saman um milliveg í sóttvarnamálum til frambúðar, en telur síðra að ætla sér að slaka á og herða til skiptis. Reynslan sýni hvað tilslakanir hafi í för með sér - í því efni eigi menn að forðast að láta óskhyggju bera sig ofurliði. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að samkomutakmarkanir þurfi að vera við lýði næstu mánuði eða ár. Hann vill hæfilegan milliveg til lengri tíma í stað þess að vera sífellt að herða og slaka á klónni. Þórólfur Guðnason telur að með um það bil 80-90 smitum á dag taki það enn nokkur ár að ná fram náttúrulegu hjarðónæmi á Íslandi, nema ef betri vörn fæst með nýjum bóluefnum. Því þurfi stjórnmálamenn að ræða það alvarlega hvernig hátta skuli málum hér á komandi tímum. „Ég held að á meðan við erum í þessum sporum og með þennan árangur í bólusetningum sem við erum með núna og faraldurinn í gangi erlendis, þá þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir ef við ætlum ekki að yfirkeyra kerfið okkar hér innanlands,“ segir sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir skýrði málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Mjög langt í náttúrulegt hjarðónæmi Þar sem engin merki eru að sögn Þórólfs um að Covid sé á förum, er tillaga hans að feta milliveg í takmörkunum; ekki of mikið en ekki of lítið heldur, svo að bylgja geti tekið sig upp og yfirkeyrt sjúkrahúsin. „Síðan geta menn náttúrulega farið í þann leik að herða og slaka en ég held að menn þurfi að ræða það alvarlega hvernig þeir vilja hafa þetta næstu mánuði eða jafnvel ár, þar til nægilegt ónæmi hefur skapast,“ segir Þórólfur. Við náum sem sagt ekki tökum á veirunni fyrr en við náum ónæmi í samfélaginu og á þessari stundu erum við langt frá langþráðu hjarðónæmi. Hér innanlands hafa 13.739 greinst með veiruna, þ.e. 3,8% þjóðarinnar. Hjarðónæmi miðast við 60-70% og því verður ekki náð með þeim bóluefnum sem nú eru til, þar sem þau veita ekki nema 50% vörn fyrir smiti af veirunni. Náttúrulegt ónæmi eftir sýkingu er mun sterkara og til þess að ná því upp í hjarðónæmisviðmið þyrftum við tæp níu ár af stöðugum 70 smitum á dag. En í millitíðinni gæti auðvitað margt breyst. En er að þínu mati ekki raunhæft að styrkja Landspítalann svo mikið að við getum bara í raun og veru látið allt flakka? „Nei, ég held að það muni einhvern tíma, að bæta spítalakerfið þannig að við getum bara látið veiruna ganga lausri hér um samfélagið og fá 2% af öllum smituðum hér inn á spítalann,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Þórólfur Guðnason telur að með um það bil 80-90 smitum á dag taki það enn nokkur ár að ná fram náttúrulegu hjarðónæmi á Íslandi, nema ef betri vörn fæst með nýjum bóluefnum. Því þurfi stjórnmálamenn að ræða það alvarlega hvernig hátta skuli málum hér á komandi tímum. „Ég held að á meðan við erum í þessum sporum og með þennan árangur í bólusetningum sem við erum með núna og faraldurinn í gangi erlendis, þá þurfum við að hafa einhverjar takmarkanir ef við ætlum ekki að yfirkeyra kerfið okkar hér innanlands,“ segir sóttvarnalæknir. Sóttvarnalæknir skýrði málið í kvöldfréttum Stöðvar 2: Mjög langt í náttúrulegt hjarðónæmi Þar sem engin merki eru að sögn Þórólfs um að Covid sé á förum, er tillaga hans að feta milliveg í takmörkunum; ekki of mikið en ekki of lítið heldur, svo að bylgja geti tekið sig upp og yfirkeyrt sjúkrahúsin. „Síðan geta menn náttúrulega farið í þann leik að herða og slaka en ég held að menn þurfi að ræða það alvarlega hvernig þeir vilja hafa þetta næstu mánuði eða jafnvel ár, þar til nægilegt ónæmi hefur skapast,“ segir Þórólfur. Við náum sem sagt ekki tökum á veirunni fyrr en við náum ónæmi í samfélaginu og á þessari stundu erum við langt frá langþráðu hjarðónæmi. Hér innanlands hafa 13.739 greinst með veiruna, þ.e. 3,8% þjóðarinnar. Hjarðónæmi miðast við 60-70% og því verður ekki náð með þeim bóluefnum sem nú eru til, þar sem þau veita ekki nema 50% vörn fyrir smiti af veirunni. Náttúrulegt ónæmi eftir sýkingu er mun sterkara og til þess að ná því upp í hjarðónæmisviðmið þyrftum við tæp níu ár af stöðugum 70 smitum á dag. En í millitíðinni gæti auðvitað margt breyst. En er að þínu mati ekki raunhæft að styrkja Landspítalann svo mikið að við getum bara í raun og veru látið allt flakka? „Nei, ég held að það muni einhvern tíma, að bæta spítalakerfið þannig að við getum bara látið veiruna ganga lausri hér um samfélagið og fá 2% af öllum smituðum hér inn á spítalann,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Tengdar fréttir Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23 Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01 „Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Samanburður Svanhildar ósanngjarn og ekki góður Þórólfur Guðnason segir fólk tjá sig um getu Landspítalans án þess að kynna sér málið nægilega vel. Það er ekki sanngjarnt að sögn sóttvarnalæknis að bera Covid-19 saman við svínaflensuna, eins og framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs gerði í viðtali í gær. 1. nóvember 2021 12:23
Segir ráðherra vera að skjóta sendiboðann Meðlimir stjórnarandstöðu segja að líta verði til stöðunnar á Landspítala þegar kemur að afléttingum samkomutakmarkana. Ljóst er að tilslakanir eru í kortunum en þingmenn eru ósammála um hvaða vægi tillögur sóttvarnalæknis eigi að hafa. 16. október 2021 19:01
„Við erum með ströngustu takmarkanir meðal nágrannaþjóða“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarmyndunarviðræður gangi ágætlega. Hann vill fella niður samkomutakmarkanir fyrr en síðar. 15. október 2021 12:21