Segir rangt að hann hafi verið dæmdur fyrir nauðgun Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2021 00:09 Jóhann Rúnar Skúlason. Mynd/Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, sem var rekinn úr landsliðinu í hestaíþróttum vegna dóms sem hann hlaut fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi, segir það rangt að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun. Hann hafi verið dæmdur sekur fyrir að hafa samræði við barn yngri en fimmtán ára. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu á sunnudag í kjölfar frétta Mannlífs um að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku þar sem hann er búsettur og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára gamalli stúlku árið 1993. Í yfirlýsingu sem Jóhann Rúnar birti á vefsíðunni Eiðfaxa á þriðjudag hafnar hann því að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Þvert á móti hafi hann verið sýknaður af ákæru um nauðgun. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvæði hegingarlaga sem Jóhann Rúnar vísar í fjallar um samræði eða önnur kynferðismök við börn undir fimmtán ára aldri. Hvað heimilisofbeldisdóminn í Danmörku frá 2016 varði segir Jóhann Rúnar það rangt að hann hafi þurft að ganga með ökklaband, þvert á fullyrðingar Mannlífs. Hann hafi verið dæmdur í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hafi þurft að sinna samfélagsþjónustu í sextíu klukkustundir til að uppfylla skilorðið og það hafi hann gert. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns Rúnars. Kynferðisofbeldi Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu á sunnudag í kjölfar frétta Mannlífs um að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi í Danmörku þar sem hann er búsettur og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára gamalli stúlku árið 1993. Í yfirlýsingu sem Jóhann Rúnar birti á vefsíðunni Eiðfaxa á þriðjudag hafnar hann því að hann hafi verið sakfelldur fyrir nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands vestra. Þvert á móti hafi hann verið sýknaður af ákæru um nauðgun. „Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir,“ segir í yfirlýsingunni. Ákvæði hegingarlaga sem Jóhann Rúnar vísar í fjallar um samræði eða önnur kynferðismök við börn undir fimmtán ára aldri. Hvað heimilisofbeldisdóminn í Danmörku frá 2016 varði segir Jóhann Rúnar það rangt að hann hafi þurft að ganga með ökklaband, þvert á fullyrðingar Mannlífs. Hann hafi verið dæmdur í fjörutíu daga skilorðsbundið fangelsi. Hann hafi þurft að sinna samfélagsþjónustu í sextíu klukkustundir til að uppfylla skilorðið og það hafi hann gert. „Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar,“ segir í yfirlýsingu Jóhanns Rúnars.
Kynferðisofbeldi Hestar Hestaíþróttir Tengdar fréttir Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. 31. október 2021 23:46