Tennisstjarna sakar einn æðsta embættismann Kína um nauðgun Samúel Karl Ólason og skrifa 3. nóvember 2021 11:33 Peng Shuai á blaðamannafundi árið 2014. Getty/K.Y. Cheng Tenniskonan Peng Shuai hefur sakað fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Kína og fyrrverandi meðlim í forsætisnefnd Kommúnistaflokks Kína (Politburo) um að hafa brotið á sér kynferðislega. Maðurinn heitir Zhang Gaoli og var í Politburo frá 2012 til 2017 en ásökunin var fljótt fjarlægð af netinu. Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik. Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Ásakanir sem þessar gegn hæst settu meðlimum Kommúnistaflokks Kína eru svo gott sem óþekktar, samkvæmt frétt Washington Post. Peng, sem er 35 ára, varpaði ásökuninni fram á Weibo, sem er kínverskur samfélagsmiðill sem líkist Twitter. Hún segir Zhang, sem er 75 ára, hafa brotið á sér fyrst fyrir um þremur árum. Hann og eiginkona hans hafi boðið henni í mat og hann hafi nauðgað henni. „Ég veitti aldrei samþykki þetta kvöld, grátandi allan tímann,“ skrifaði Peng. Peng segist hafa átt í sambandi við Zhang á milli 2007 og 2012. Hún segist hafa látið undan þrýstingi frá Zhang og hitt hann oftar og hann hafi aftur brotið á henni. Peng viðurkenndi í færslunni að hún gæti ekki sannað ásakanir sínar. Í frétt New York Times segir að færslan hafi fljótt verið fjarlægð af internetinu í Kína og nú sé ekki hægt að leita að nafni hennar eða orðinu tennis í Kína. Skjáskot hafi hins vegar verið í dreifingu manna á milli vegna frægðar hennar og Zhang. MeToo-hreyfingin hefur átt undir högg að sækja í Kína og hafa aðgerðasinnar verið handteknir. Í september var málið sem hóf hreyfinguna í Kína fellt niður og öll umræða um þá ákvörðun var fjarlægð af samfélagsmiðlum og internetinu í Kína. Zhou Xiaouxuan, sem sakaði frægan sjónvarpsmann um að brjóta á sér, birti skilaboð þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Peng og sagðist vona að hún væri ekki í hættu. Peng var ein skærasta tennisstjarna Kína. Með Hsieh Su-wei vann hún tvíliðaleik á Wimbledon árið 2013 og franska opna meistarmótinu árið 2014. Það ár komst hún einnig í undanúrslit í bandaríska opna meistaramótinu. Árið 2014 var hún í efsta sætinu á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins í tvíliðaleik og því fjórtánda í einliðaleik.
Kína MeToo Kynferðisofbeldi Tennis Tengdar fréttir Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Málið sem hóf MeToo í Kína fellt niður og umræða þögguð Dómari í Kína felldi í gærkvöldi niður lögsókn Zhou Xiaoxuan gegn vel þekktum sjónvarpsmanni fyrir meint kynferðisbrot. Máli Zhou er sagt hafa leitt til MeToo-hreyfingar í Kína en strax í kjölfar úrskurðarins hófu ritskoðendur internetsins í Kína að fjarlægja færslur þar sem ákvörðunin var gagnrýnd af samfélagsmiðlum. 15. september 2021 14:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent