Segir framgöngu trúnaðarmanna óverjandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 12:03 Viðar telur að starfsfólk Eflingar hafi svipt Sóveigu Önnu ærunni opinberlega. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Eflingar, sem sagði upp í kjölfar afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, er sammála henni um það að starfsmenn félagsins hafi svipt hana ærunni opinberlega. Hann fer einnig hörðum orðum um trúnaðarmenn starfsmannahópsins. Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika." Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Trúnaðarmennirnir sendu ályktun sína til formanns og framkvæmdastjóra Eflingar í byrjun júní í ár. Í henni var óskað eftir vinnustaðafundi og áhyggjum margra starfsmanna Eflingar, sem höfðu leitað til trúnaðarmannanna lýst. Þeir hafi upplifað óöryggi á vinnustað og haft sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Þar tala einhverjir um ótta við að lenda í óvinahóp stjórnendanna eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmenn kvitti undir mannorðsdrepandi ásakanir Viðar Þorsteinsson, sem hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri Eflingar, telur þetta óeðlileg vinnubrögð trúnaðarmanna: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum. Og fullyrðingar um kjarasamningsbrot sem enga skoðun standast og kvitta undir það með nafninu sínu og dagsetningu," segir Viðar. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur má þó finna eftirfarandi texta um hlutverk trúnaðarmanna: „Trúnaðarmönnum stéttarfélags ber að gefa félagi því, sem hefur valið þá, skýrslu um umkvartanir verkamanna strax og við verður komið." Starfsmenn hafi svipt Sólveigu ærunni Sólveig Anna hefur ekki viljað tala við fjölmiðla frá því að hún tilkynnti um afsögn sína sem formaður félagsins á Facebook seint á laugardagskvöldi. Í yfirlýsingu sinni þar gagnrýndi hún einnig trúnaðarmennina og starfsmenn Eflingar í heild sinni og taldi þá hafa svipt sig ærunni. Töldu nokkrir starfsmenn hana þar hafa gefið opið skotleyfi á sig. En er Viðar sammála Sólveigu þarna? Hafa starfsmenn eflingar svipt hana ærunni? „Já, þau hafa fyrst og fremst svipt Sólveigu og aðra þá sem hafa verið í forystu félagsins í að gagnrýna kjarasamningsbrot og aðbúnað fólks á vinnustöðum Eflingarfélaga, þau hafa svipt hana og þá forystu trúverðugleika."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32 Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ekki vilji starfsmanna að Sólveig Anna segði af sér Trúnaðarmenn hjá Eflingu segja í yfirlýsingu fyrir hönd starfsmanna stéttarfélagsins að ekki hafi verið vilji eða meining starfsmannafundar síðastliðinn föstudag að Sólveig Anna segði af sér formennsku. 2. nóvember 2021 12:32
Segir „ofbeldismenningu“ ríkja á skrifstofu Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir hálfgerða ofbeldismenningu ríkja á skrifstofu stéttarfélagsins þar sem starfsfólk telji sig geta farið fram með grófar og ósannar ásakanir. Hann telur ekki að neikvæð upplifun starfsfólks á vinnustaðnum hafi verið raunveruleg. 2. nóvember 2021 20:22