„Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru viðbrögðin eftir bardaga karla og kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 09:31 Konurnar áttu aldrei möguleika í bardaganum og það er alltaf mikil slysahætta þegar styrktarmunurinn er svona mikill. Skjámynd Bardagar á milli karls og konu enduðu báðir með að konurnar töpuðu illa og það hefur kallað á heitar umræður um uppátækið. Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF. MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF.
MMA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira