Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Ester Ósk Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2021 19:30 Íslandsmeistararnir í KA/Þór eru á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. Leikurinn fór fjörlega af stað, mikill hraði og augljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn. Ragnheiður Ragnarsdóttir leikmaður Hauka skoraði fyrsta mark leiksins en KA/Þór konur svöruðu í sinni fyrstu sókn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Martha Hermannsdóttir skoraði mark úr víti á 8. mínútu og kom heimakonum í 6-3. Það var forskot sem heimakonur létu ekki af hendi og héldu í tveggja til þriggja marka forystu framan af hálfleiknum og komust á tímabili í fimm marka forystu 15–10. Gestirnir gáfu þó ekkert eftir og héldu alltaf í við heimakonur. Hálfleikstölur 17-14 eftir hraðann og fjörlegan hálfleik þar sem mikið var skorað. Heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiksins, staðan orðinn ákjósanleg fyrir heimakonur 20-14. Sóknarleikur gestanna var verulega stirður og eftir 13 mínútur í seinni hálfleik höfðu þær aðeins skorað eitt mark á meðan heimakonur héldu áfram að bæta við mörkum og voru allt í einu komnar tíu mörkum yfir 25-15. Þar með var björninn unnin fyrir heimakonur sem gátu farið að rúlla vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu tækifæri inn á vellinum í kvöld. Gestirnir löguðu aðeins stöðuna fyrir leikslok, lokatölur 34-26 KA/Þór fer þar með upp fyrir Haukakonur í deildinni í þriðja sæti deildarinnar. Haukakonur búnar að tapa síðustu tveimur leikjum eftir mjög góða byrjun á mótinu. Af hverju vann KA/Þór? Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem Haukar héldu vel í við KA/Þór þá keyrðu heimakonur yfir þær í seinni hálfleik. Gestirnir aðeins með eitt mark á 13. mínútuna kafla í byrjun seinni hálfleiks. KA/Þór konur náðu góðu hraðaupphlaups mörkum sem kom þeim í vænlega stöðu sem þær gáfu aldrei eftir. Hverjar stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn KA/Þórs sem gerðu vel í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir var frábær fyrir KA/Þór með átta mörk. Þar á eftir kom Ásdís Guðmundsdóttir með sjö mörk. Reynsluboltanir Rut Jónsdóttir og Martha Hermannsdóttir voru með fjögur mörk hvor og tvær löglegar stoppanir. Matea Lonac var með 14 bolta varða í markinu. Bertha Rut var atkvæðamest í liði gestanna með sex mörk þá var Margrét Einarsdóttir með 11 varða bolta í markinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur gestanna var afleiddur í byrjun seinni hálfleiks og í raun hafði af þeim leikinn. Eftir góðan fyrri hálfleik varð algjört hrun í sóknarleiknum hjá gestunum í seinni hálfleik sem skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 13 mínútunum. Það var ekki fyrr en Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs fór að hrista upp í sínu liði að mörkin fóru að koma hjá gestunum. Hvað gerist næst? KA/Þór spilar sinn þriðja heimaleik í röð á laugardaginn þegar liðið fær Aftureldingu í heimsókn. Haukar fá á sama degi að kljást við ÍBV á heimavelli. Gunnar Gunnarsson: Vantar ekki rosalega mikið upp á að við getum keppt við þær Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Fyrri hálfleikurinn var fínn en við byrjum seinni hálfleikinn mjög illa, við skorum eitt mark á fyrstu 13 mínútunum og þá voru KA/Þór stelpurnar fljótar að refsa. Í fyrri hálfleik vorum þær að skora rosalega mikið á okkur úr hraðri miðju, hraðaupphlaupum og stimplunum. Þær voru líka að opna línuna mjög vel, þær eru mjög góðar í því. Við vorum ekki með svör við því,“ sagði Gunnar Gunnarsson eftir tap á Akureyri í dag á móti KA/Þór „Við gerðum vel í fyrri hálfleik skorum þessi 14 mörk og förum svo sem í gang þegar líður á seinni hálfleikinn eftir þessa markaþurrð. Síðustu tuttugu mínúturnar eru alveg ásættanlegar. Það vantar upp á breiddina hjá okkur, Karen Helga og Rakel Sig ekki með í dag sem eru okkar reynslumestu leikmennirnir en mér fannst allir leikmenn sem tóku þátt í leiknum lögðu sig 100% fram í þetta. Þetta er leikur númer tvö á tveimur dögum og svo er aftur leikur á laugardaginn.“ Gunnar var ekki tilbúinn að skrifa upphafið á seinni hálfleik á þreytu hjá sínu liði. „Hvernig seinni hálfleikurinn var hjá okkur er samt ekki hægt að skrifa á þreytu. Það var bara ekki nægjanleg hreyfing í sókninni og gerum of mikið af tæknifeilum sem við höfðum ekki gert mikið af í fyrri hálfleik, upp úr því fá KA/Þór mikið af hraðaupphlaupum. Þær voru auðvitað þreytar en það er ekki það sem fer með leikinn.“ Haukar byrjuðu tímabilið á tveimur sigrum og jafntefli en hafa tapað síðustu tveimur á móti Val og svo KA/Þór í kvöld. „Við erum berjast við lið eins og Val og KA/Þór sem var spáð öðrum stað en okkur í deildinni en við finnum það að það vantar ekkert rosalega mikið upp á að við getum keppt við þau líka. Við eigum mjög erfiðan leik á móti ÍBV heima næsta laugardag sem við ætlum að vinna.“ Gunnar vonast eftir að Karen Helga verði klár fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn en segir það tvísýnt. „Rakel Sig kemur auðvitað ekki aftur fyrr en eftir áramót þar sem hún er handabrotinn en við erum að vonast til að Karen Helga geti spilað en það er tvísýnt.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Tengdar fréttir Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. 3. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. Leikurinn fór fjörlega af stað, mikill hraði og augljóst að bæði lið ætluðu sér sigurinn. Ragnheiður Ragnarsdóttir leikmaður Hauka skoraði fyrsta mark leiksins en KA/Þór konur svöruðu í sinni fyrstu sókn. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en Martha Hermannsdóttir skoraði mark úr víti á 8. mínútu og kom heimakonum í 6-3. Það var forskot sem heimakonur létu ekki af hendi og héldu í tveggja til þriggja marka forystu framan af hálfleiknum og komust á tímabili í fimm marka forystu 15–10. Gestirnir gáfu þó ekkert eftir og héldu alltaf í við heimakonur. Hálfleikstölur 17-14 eftir hraðann og fjörlegan hálfleik þar sem mikið var skorað. Heimakonur byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk seinni hálfleiksins, staðan orðinn ákjósanleg fyrir heimakonur 20-14. Sóknarleikur gestanna var verulega stirður og eftir 13 mínútur í seinni hálfleik höfðu þær aðeins skorað eitt mark á meðan heimakonur héldu áfram að bæta við mörkum og voru allt í einu komnar tíu mörkum yfir 25-15. Þar með var björninn unnin fyrir heimakonur sem gátu farið að rúlla vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu tækifæri inn á vellinum í kvöld. Gestirnir löguðu aðeins stöðuna fyrir leikslok, lokatölur 34-26 KA/Þór fer þar með upp fyrir Haukakonur í deildinni í þriðja sæti deildarinnar. Haukakonur búnar að tapa síðustu tveimur leikjum eftir mjög góða byrjun á mótinu. Af hverju vann KA/Þór? Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem Haukar héldu vel í við KA/Þór þá keyrðu heimakonur yfir þær í seinni hálfleik. Gestirnir aðeins með eitt mark á 13. mínútuna kafla í byrjun seinni hálfleiks. KA/Þór konur náðu góðu hraðaupphlaups mörkum sem kom þeim í vænlega stöðu sem þær gáfu aldrei eftir. Hverjar stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn KA/Þórs sem gerðu vel í dag. Rakel Sara Elvarsdóttir var frábær fyrir KA/Þór með átta mörk. Þar á eftir kom Ásdís Guðmundsdóttir með sjö mörk. Reynsluboltanir Rut Jónsdóttir og Martha Hermannsdóttir voru með fjögur mörk hvor og tvær löglegar stoppanir. Matea Lonac var með 14 bolta varða í markinu. Bertha Rut var atkvæðamest í liði gestanna með sex mörk þá var Margrét Einarsdóttir með 11 varða bolta í markinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur gestanna var afleiddur í byrjun seinni hálfleiks og í raun hafði af þeim leikinn. Eftir góðan fyrri hálfleik varð algjört hrun í sóknarleiknum hjá gestunum í seinni hálfleik sem skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu 13 mínútunum. Það var ekki fyrr en Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þórs fór að hrista upp í sínu liði að mörkin fóru að koma hjá gestunum. Hvað gerist næst? KA/Þór spilar sinn þriðja heimaleik í röð á laugardaginn þegar liðið fær Aftureldingu í heimsókn. Haukar fá á sama degi að kljást við ÍBV á heimavelli. Gunnar Gunnarsson: Vantar ekki rosalega mikið upp á að við getum keppt við þær Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét „Fyrri hálfleikurinn var fínn en við byrjum seinni hálfleikinn mjög illa, við skorum eitt mark á fyrstu 13 mínútunum og þá voru KA/Þór stelpurnar fljótar að refsa. Í fyrri hálfleik vorum þær að skora rosalega mikið á okkur úr hraðri miðju, hraðaupphlaupum og stimplunum. Þær voru líka að opna línuna mjög vel, þær eru mjög góðar í því. Við vorum ekki með svör við því,“ sagði Gunnar Gunnarsson eftir tap á Akureyri í dag á móti KA/Þór „Við gerðum vel í fyrri hálfleik skorum þessi 14 mörk og förum svo sem í gang þegar líður á seinni hálfleikinn eftir þessa markaþurrð. Síðustu tuttugu mínúturnar eru alveg ásættanlegar. Það vantar upp á breiddina hjá okkur, Karen Helga og Rakel Sig ekki með í dag sem eru okkar reynslumestu leikmennirnir en mér fannst allir leikmenn sem tóku þátt í leiknum lögðu sig 100% fram í þetta. Þetta er leikur númer tvö á tveimur dögum og svo er aftur leikur á laugardaginn.“ Gunnar var ekki tilbúinn að skrifa upphafið á seinni hálfleik á þreytu hjá sínu liði. „Hvernig seinni hálfleikurinn var hjá okkur er samt ekki hægt að skrifa á þreytu. Það var bara ekki nægjanleg hreyfing í sókninni og gerum of mikið af tæknifeilum sem við höfðum ekki gert mikið af í fyrri hálfleik, upp úr því fá KA/Þór mikið af hraðaupphlaupum. Þær voru auðvitað þreytar en það er ekki það sem fer með leikinn.“ Haukar byrjuðu tímabilið á tveimur sigrum og jafntefli en hafa tapað síðustu tveimur á móti Val og svo KA/Þór í kvöld. „Við erum berjast við lið eins og Val og KA/Þór sem var spáð öðrum stað en okkur í deildinni en við finnum það að það vantar ekkert rosalega mikið upp á að við getum keppt við þau líka. Við eigum mjög erfiðan leik á móti ÍBV heima næsta laugardag sem við ætlum að vinna.“ Gunnar vonast eftir að Karen Helga verði klár fyrir leikinn á móti ÍBV á laugardaginn en segir það tvísýnt. „Rakel Sig kemur auðvitað ekki aftur fyrr en eftir áramót þar sem hún er handabrotinn en við erum að vonast til að Karen Helga geti spilað en það er tvísýnt.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Haukar Tengdar fréttir Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. 3. nóvember 2021 20:01 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. 3. nóvember 2021 20:01