Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 16:12 Allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu eru meðal annars sagðar hafa myrt fjölda almennra borgara. AP Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06