Eymd í Eþíópíu: Sameinuðu þjóðirnar saka allar stríðandi fylkingar um morð og nauðganir Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2021 16:12 Allar stríðandi fylkingar í Eþíópíu eru meðal annars sagðar hafa myrt fjölda almennra borgara. AP Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að átökin í Eþíópíu, sem hafi staðið yfir í ár, hafi einkennst af gífurlegri grimmd. Rannsókn hafi sýnt fram að allar fylkingar átakanna hafi framið ýmis ódæði sem gætu talist stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyninu. Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu. Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Rannsókn þessi var birt í dag en hún tíundar fjölda brota eins og morð, pyntingar, nauðganir og að þvinga fólk af heimilum sínum með valdi. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (OHCHR) vann rannsóknina í samvinnu við Mannréttindaráð Eþíópíu, sem er ríkisstofnun. Samkvæmt AP fréttaveitunni segja forsvarsmenn SÞ það hafa verið nauðsynlegt til að fá aðgang að Tigray-héraði, þar sem mest átökin hafa átt sér stað. Ríkisstjórn Eþíópíu hefur takmarkað flæði upplýsinga þaðan verulega og meinað blaðamönnum, hjálparsamtökum og eftirlitsaðilum aðgang. Átökin í Eþíópíu hófust fyrir ári síðan. Stjórnarher landsins réðst þá til atlögu gegn Frelsisfylkingunni í Tigray, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður þar til Abiy Ahmed tók við embætti forsætisráðherra landsins árið 2018. Ræddu við fórnarlömb og vitni Skýrsla sem gerð var um niðurstöður rannsóknarinnar byggir á viðtölum við fjölda fórnarlamba ódæða og vitni. Skýrslan nær yfir tímabilið frá 3. nóvember 2020 til 28. júní 2021 þegar ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi. Sjá einnig: Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Lýstu yfir neyðarástandi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar þess að sveitum Frelsisfylkingarinnar hefur vaxið ásmegin í norðurhluta landsins. Átökin hafa þá dreifst út fyrir Tigray-hérað og orðið harðari. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundi sem haldinn var í dag þar sem Bachelet og aðrir í OHCHR kynntu skýrsluna. Hermenn Eþíópíu, Eritreu og hermenn Frelsisfylkingarinnar svokölluðu eru sagðir hafa gert árásir á almenna borgara og byggingar eins og skóla, sjúkrahús og bænahús. Þeir eru einnig sagðir hafa myrt fjölda manna í hefndardrápum. Vísað er til ódæða sem framin voru í nóvember í fyrra. Þá eru sveitir frá Tigray sagðar hafa myrt rúmlega tvö hundruð íbúa í Mai Kadra. Aðrar fylkingar myrtu svo fjölmarga í Tigray, til að hefna fyrir morðin í Mai Kadra. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.AP/Marital Trezzini Einnig hafi fundist vísbendingar um að hermenn hafi markvisst myrt fólk sem tilheyrði ákveðnum ættbálkum og það teljist sem glæpur gegn mannkyninu. Almennir borgarar og fangar eru sagðir hafa verið pyntaðir í massavís auk þess sem hermenn fóru ránshendi um heimili þeirra. Þá segir í skýrslunni að vísbendingar hafi fundist um að allar fylkingar hafi framið kynferðisbrot eins og nauðganir. Rannsakendur hafi komist á snoðir um fjölmargar hópnauðganir. Rætt var við þrjátíu konur vegna rannsóknarinnar en tæpur helmingur þeirra sagðist hafa orðið fyrir hópnauðgun. Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt France24 um ástandið í Eþíópíu.
Eþíópía Sameinuðu þjóðirnar Hernaður Eritrea Tengdar fréttir Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41 Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20 Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22. júlí 2021 14:41
Uppreisnarmenn fagna á götum úti Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina. 29. júní 2021 18:20
Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins. 28. júní 2021 19:06