Tvö mörk dæmd af og rautt spjald á loft er Liverpool tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2021 22:00 Luis Suárez mætir á Anfield í kvöld. EPA-EFE/Ballesteros Spánarmeistarar Atlético Madríd sóttu ekki gull í greipar Liverpool á Anfield í kvöld. Tvö mörk snemma í fyrri hálfleik gerðu út um leikinn og ekki hjálpaði að gestirnir misstu mann af velli ekki löngu síðar. Búist var við flugeldasýningu er Spánarmeistararnir mættu á Anfield í kvöld en Atlético sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á þar síðasta tímabili eftir 3-2 útisigur á Anfield. Lærisveinar Jürgen Klopp voru ekki á þeim buxunum að láta það endurtaka sig. Eftir aðeins þrettán mínútna leik átti Trent Alexander-Arnold fyrirgjöf frá hægri sem Diogo Jota stangaði í netið. Staðan orðin 1-0 og aðeins átta mínútum síðari átti Trent aðra fyrirgjöf frá hægri, að þessu sinni var það Sadio Mané sem kom knettinum í netið og staðan orðin 2-0. Það bætti svo ekki úr skák þegar Felipe fékk beint rautt spjald í liði gestanna á 36. mínútu þrátt fyrir mikil mótmæli leikmanna Atlético. Spjaldið var vægast sagt umdeild en Felipe „felldi“ Sadio Mané sem var á leið í sókn. Bara andstæðingur Liverpool hefði fengið þetta rauðaspjald.— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 3, 2021 Gestirnir nældu sér í kjölfarið í tvö gul spjöld en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan enn 2-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Jota hélt hann hefði gulltryggt sigurinn í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Tæplega tíu mínútum síðar hélt Luis Suárez að hann hefði skorað gegn sínu gamla félagi en það mark var einnig dæmt af myndbandsdómara leiksins. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lauk leiknum með öruggum 2-0 sigri Liverpool sem er nú búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Liverpool trónir á toppi B-riðils með 12 stig, Porto er í 2. sæti með 5 stig, Atl. Madríd er í 3. sæti með 4 stig og AC Milan situr sem fastast á botninum með aðeins 1 stig. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Spánarmeistarar Atlético Madríd sóttu ekki gull í greipar Liverpool á Anfield í kvöld. Tvö mörk snemma í fyrri hálfleik gerðu út um leikinn og ekki hjálpaði að gestirnir misstu mann af velli ekki löngu síðar. Búist var við flugeldasýningu er Spánarmeistararnir mættu á Anfield í kvöld en Atlético sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á þar síðasta tímabili eftir 3-2 útisigur á Anfield. Lærisveinar Jürgen Klopp voru ekki á þeim buxunum að láta það endurtaka sig. Eftir aðeins þrettán mínútna leik átti Trent Alexander-Arnold fyrirgjöf frá hægri sem Diogo Jota stangaði í netið. Staðan orðin 1-0 og aðeins átta mínútum síðari átti Trent aðra fyrirgjöf frá hægri, að þessu sinni var það Sadio Mané sem kom knettinum í netið og staðan orðin 2-0. Það bætti svo ekki úr skák þegar Felipe fékk beint rautt spjald í liði gestanna á 36. mínútu þrátt fyrir mikil mótmæli leikmanna Atlético. Spjaldið var vægast sagt umdeild en Felipe „felldi“ Sadio Mané sem var á leið í sókn. Bara andstæðingur Liverpool hefði fengið þetta rauðaspjald.— Máni Pétursson (@Manipeturs) November 3, 2021 Gestirnir nældu sér í kjölfarið í tvö gul spjöld en fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan enn 2-0 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Jota hélt hann hefði gulltryggt sigurinn í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Tæplega tíu mínútum síðar hélt Luis Suárez að hann hefði skorað gegn sínu gamla félagi en það mark var einnig dæmt af myndbandsdómara leiksins. Hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir það og lauk leiknum með öruggum 2-0 sigri Liverpool sem er nú búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Liverpool trónir á toppi B-riðils með 12 stig, Porto er í 2. sæti með 5 stig, Atl. Madríd er í 3. sæti með 4 stig og AC Milan situr sem fastast á botninum með aðeins 1 stig. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti