Viðskipti innlent

Tekur við starfi fram­kvæmda­stjóra Alor

Atli Ísleifsson skrifar
Linda Fanney Valgeirsdóttir.
Linda Fanney Valgeirsdóttir. Alor

Linda Fanney Valgeirsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf.

Í tilkynningu segir að Linda Fanney sé lögfræðingur og hafi síðast starfað sem staðgengill skrifstofustjóra á skrifstofu matvælaöryggis- og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 

Rakel Eva Sævarsdóttir.Alor

Auk þess að starfa í Stjórnarráðinu sé Linda Fanney með lögmannsréttindi og stundaði lögmennsku um árabil, á lögfræðisviði Arion banka og á hjálpar- og mannúðarsviði Rauða krossins á Íslandi.

Í tilkynningunni segir að Rakel Eva Sævarsdóttir muni einnig taka sæti í stjórn félagsins, en hún tók nýverið við stöðu forstöðumanns sjálfbærni og samfélagsábyrgðar hjá PLAY en þar áður gegndi hún stöðu sérfræðings hjá Marel á sviði sjálfbærni innan fiskiðnaðar.

Alor er hátæknifyrirtæki sem var stofnað á síðasta ári og vinnur að því að þróa og síðar framleiða umhverfisvænar álrafhlöður sem munu nýtast í það brýna verkefni að hraða orkuskiptum, meðal annars í samgöngum, sjávarútvegi, landbúnaði og annarri framleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×