Lífið

„Þetta er hluti af mér og ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brynjar og Sólhrafn eru í BDSM-sambandi.
Brynjar og Sólhrafn eru í BDSM-sambandi.

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í síðasta þætti kynnti Ingileif sér BDSM-samfélagið á Íslandi.

„Undirstaðan að þessu eru valdaskipti og samskipti á þann hátt,“ segir Sólhrafn Elí Gunnarsson í þættinum á Stöð 2 í gær. Hann vissi í nokkur ár að hann væri BDSM-hneigður en bældi kynhneigðina niður og var í svokölluðu vanillu sambandi þar sem BDSM var ekki stór hluti af hans lífi. Sólhrafn er í dag í sambandi með Brynjari H. Benediktssyni sem er einnig BDSM-hneigður.

„Ég var í vanillusambandi í fimm ár þangað til ég uppgötvaði hversu djúpt þetta var í rauninni. Ég myndi ekki geta farið í slíkt aftur án þess að brotna andlega,“ segir Sólhrafn.

„Þetta litar allt lífið,“ segir Brynjar.

„Þetta er hluti af mér og ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það,“ segir Sólhrafn en hér að neðan má sjá brot úr þættinum.

Klippa: Þetta er hluti af mér og ég ætla ekkert að skammast mín fyrir það





Fleiri fréttir

Sjá meira


×