Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. nóvember 2021 09:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar mál barns sem sagt er hafa verið svipt frelsi í skólanum. Vísir/Vilhelm Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. Greint var frá því á þriðjudagsmorgunn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Kennari og þrír starfsmenn grunnskólans hafi verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni en barnið hafi verið lokað eitt inni í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Málið er ekki einsdæmi. Fréttablaðið ræddi við foreldra barns, sem hafa kvartað til menntamálaráðuneytisins vegna svipaðs máls, um miðjan október og mbl.is greindi frá svipuðu máli í lok október. Í verklagsreglum sem notaðar eru í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu er minnst á svokallað gult herbergi en það er rými sem grípa á til sýni barn ógnandi hegðun eða ofbeldi. Þar dvelji börn á meðan þau leysi verkefni til að fá að fara aftur inn í bekkinn. Barnið missi á meðan af list- og verkgreinum og megi ekki borða með samnemendum sínum. Myndu aldrei loka börn ein inni Gula herbergið er aðferð sem rekja má til Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir börn sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Að sögn Bjarkar Jónsdóttur, skólastjóra Brúarskóla, er herbergið ekki álitið refsing fyrir börnin heldur aðstaða fyrir þau til að ná andanum, og jafna sig séu þau í uppnámi. „Það eru gul herbergi í mörgum skólum, sem eru notuð í margvíslegum tilgangi. Þetta eru pásuherbergi fyrir nemendur,“ segir Björk í samtali við fréttastofu. „Ef krökkum líður eitthvað illa og eru ekki tilbúin í það sem þau ætla að gera þá geta þau farið í gul herbergi. Þeim er boðið upp á að fara í herbergið,“ segir Björk. Aldrei komi til þess í Brúarskóla að börn séu skikkuð til að fara inn í gula herbergið eða þau dregin þangað inn. Foreldrum sé þá alltaf kynnt að þetta sé eitt af þeim úrræðum sem boðið sé upp á í skólanum. „Foreldrum er alltaf kynnt þegar þau koma í skólann að þetta sé bara hluti af okkar vinnu. Þau fá að sjá allt og það er ekki verið að fela neitt,“ segir Björk. Brúarskóli hefur kynnt sínar aðferðir í öðrum skólum en Björk segir vandann felast í að þau geti ekki túlkað fyrir aðra skólastjórnendur hvernig úrræðunum skuli beitt eða hvenær. Það kæmi aldrei til þess að börn séu lokuð inni í herberginu hjá ykkur? „Nei, við erum mjög hörð á því. Þú lokar ekki barn inni, við erum ekki fangelsi. Stundum þarf auðvitað að taka barn úr aðstæðum þegar það sýnir erfiða hegðun. Þau væru samt aldrei nokkurn tíma ein, fullt af starfsfólki og aldrei lokuð inni. Það er ekki inni í myndinni.“ Barðist við að komast út þar til hann örmagnaðist Vísir hefur rætt við foreldra tveggja barna, sem sóttu Varmárskóla í Mosfellsbæ og voru þar lokuð inn í gula herberginu svokallaða. Móðir annars barnsins lýsti því í samtali við fréttastofu að sonur hennar hafi átt við nokkurn hegðunarvanda að stríða en eitt sinn hafi hann komið heim, þegar hann var í fjórða bekk, og brotnað niður og sagt henni frá Gula herberginu. Hann hafi verið lokaður þar inni í talsverðan tíma, einn, og hann hafi í raun örmagnast við að reyna að brjótast út úr herberginu. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að sögn móðurinnar að drengurinn hafi ítrekað verið lokaður inni í herberginu og það væri umtalað meðal nemenda að ekki væri gott að lenda í gula herberginu. Börnin voru bæði í yngri deild Varmárskóla þegar þau voru lokuð inni í Gula herberginu. Bæði fengu þau mikið áfall og glíma enn við erfiðleika vegna þessa.Vísir/Vilhelm Móðirin kvartaði til skólastjórnenda, sem vísuðu til þess að aðferðinni væri beitt í Brúarskóla. Eftir fjögurra ára stapp og deilur við skólastjórnendur segir móðirin drenginn loks búinn að vinna úr því áfalli sem því fylgdi að hafa ítrekað verið læstur inni í herberginu. Önnur móðir, sem fréttastofa ræddi við, lýsti því í miklu uppnámi að sonur hennar hafi verið læstur inni í herberginu þegar hann var í fyrsta bekk Varmárskóla. Það hafi verið honum mikið áfall, hann hafi verið hræddur og allt traust sem drengurinn hafi borið til kennara og annarra starfsmanna skólans hafi verið farið. Langan tíma hafi tekið að reyna að fá drenginn til að treysta skólastarfsmönnum að nýju en fjölskyldan hafi að lokum gefist upp og flutt úr Mosfellsbæ. Taka fyrir að börn séu ein sett inn í lokað rými Fram kemur í skriflegu svari forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar við fyrirspurn fréttastofu um málið að fullorðinn sé ávallt í fylgd með barni fari það afsíðis. „Í skólum getur komið upp sú staða að barn þurfi stuðning í erfiðum aðstæðum, öryggi barns er í húfi eða öryggi annarra barna. Ef vandi barns er mikill er teymi foreldra, skóla og eftir atvikum aðili frá skólaþjónustu búið að sammælast um viðbrögð,“ segir í svari Mosfellsbæjar. „Upp hafa komið óvænt tilfelli sem eðli málsins samkvæmt eru ekki í því ferli. Við slíkar aðstæður er vinnulagið að upplýsa foreldra um atvik eins fljótt og kostur er enda liggur þá fyrir formleg atvikaskráning í skólanum. Börn geta einnig sjálf óskað eftir því að fá að draga sig í hlé ef aðstæður eru þeim erfiðar eða krefjandi. Í þeim tilfellum sem stíga þarf inn í erfiðar aðstæður er barni boðið að koma afsíðis eða því fylgt í hvíldarherbergi, á skrifstofu stjórnenda eða námsver í skóla. Mikilvægt er að taka fram að fullorðinn einstaklingur er ávallt með barninu og mikilvægt að skapa barni tilfinningalegt öryggi,“ segir í svari Mosfellsbæjar. Telur ekki viðeigandi að ræða persónuleg mál barna Fréttastofa hafði samband við Jónu Benediktsdóttur, skólastjóra Varmárskóla, sem sagðist ekkert um málið vita. Hún hafi sjálf hafið störf við skólann í ágúst og gæti lítið um málið sagt. „Ég byrjaði að vinna hérna fyrsta ágúst þannig að ég get ekkert rætt um þetta. Það er bara þannig. Ég veit ekkert um hvað málið snýst en ég get alveg staðfest það að hér í þessum skóla er ekkert svona herbergi. Það er þannig núna,“ sagði Jóna. Hvað er gert þegar börn sem eiga í hegðunarvanda missa stjórn á skapi sínu? „Það er bara einstaklingsbundið eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni. Það er bara þannig. Það getur verið mjög erfitt. Mér finnst mjög fínt að það sé verið að fjalla um þennan vanda en það þarf að gera það af sanngirni og passa það á alla bóga. Þetta er auðvitað grafalvarlegur vandi oft.“ Jóna vildi ekki tjá sig frekar um málið. Um væri að ræða persónuleg málefni barna, sem auðvelt væri að rekja, þar sem örfá börn í hverjum skóla glímdu við hegðunarvandamál. Aðspurð hvort það væru persónuleg málefni þegar um væri að ræða frelsissviptingu barna með hegðunarvanda sagði hún það ekki gert. Hún myndi því ekki bregðast við spurningunni. „Börn eru aldrei skilin eftir ein í aðstæðum þar sem þeim líður illa.“ Sér eftir daglega að hafa ekkert sagt við innilokunum barnanna Fréttastofa ræddi við fyrrverandi starfsmann Varmárskóla sem sagðist sjálfur hafa orðið vitni að því að börn hafi verið læst inni í gula herberginu. Um sé að ræða lítið rými, í raun bara kompu, sem aðeins einn gluggi er á en filma yfir honum svo ekki sé hægt að sjá út. Hann hafi ítrekað orðið vitni að því að börn hafi verið dregin inn í herbergið, oft með miklum látum, þau sett þar inn og hurðinni lokað. Að hans sögn stóð alltaf starfsmaður fyrir utan hurðina og hélt henni lokaðri. Vissi hann sjálfur um mál beggja barnanna sem fjallað er um hér að ofan og vissi þá til þess að annað þeirra hafði orðið fyrir miklu einelti í skólanum en ekkert hafi verið í því gert. Foreldrar barnsins hafi aldrei verið látnir vita þegar það hafi verið beitt ofbeldi eða lagt í einelti en um leið og það brást við hafi barnið lent í vandræðum. Hann sagðist sjálfur aldrei hafa farið inn í herbergið, hann hafi í raun ekki viljað koma nálægt því og hafi ekkert viljað með það hafa að setja börn þar inn. Að hans sögn hafi leiðbeiningar um notkun herbergisins komið frá skólastjórnendum, sem hafi þó aldrei gefið neinar skýringar á því hvers vegna börn væru lokuð inni í herberginu. Aðspurður hvort hann sæi eftir því að hafa ekki mótmælt notkun herbergisins eða látið vita af því komst hann í mikið uppnám og sagðist sjá eftir því á hverjum einasta degi. Hann hafi brugðist börnunum og sæi mikið eftir því í dag. Skóla - og menntamál Grunnskólar Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Greint var frá því á þriðjudagsmorgunn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi til rannsóknar mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Kennari og þrír starfsmenn grunnskólans hafi verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar á barni en barnið hafi verið lokað eitt inni í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Málið er ekki einsdæmi. Fréttablaðið ræddi við foreldra barns, sem hafa kvartað til menntamálaráðuneytisins vegna svipaðs máls, um miðjan október og mbl.is greindi frá svipuðu máli í lok október. Í verklagsreglum sem notaðar eru í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu er minnst á svokallað gult herbergi en það er rými sem grípa á til sýni barn ógnandi hegðun eða ofbeldi. Þar dvelji börn á meðan þau leysi verkefni til að fá að fara aftur inn í bekkinn. Barnið missi á meðan af list- og verkgreinum og megi ekki borða með samnemendum sínum. Myndu aldrei loka börn ein inni Gula herbergið er aðferð sem rekja má til Brúarskóla, sem er sérskóli fyrir börn sem eiga við alvarlegan geðrænan og tilfinningalegan vanda að etja, eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum eða eru komnir í vanda vegna fíkniefnaneyslu eða afbrota. Að sögn Bjarkar Jónsdóttur, skólastjóra Brúarskóla, er herbergið ekki álitið refsing fyrir börnin heldur aðstaða fyrir þau til að ná andanum, og jafna sig séu þau í uppnámi. „Það eru gul herbergi í mörgum skólum, sem eru notuð í margvíslegum tilgangi. Þetta eru pásuherbergi fyrir nemendur,“ segir Björk í samtali við fréttastofu. „Ef krökkum líður eitthvað illa og eru ekki tilbúin í það sem þau ætla að gera þá geta þau farið í gul herbergi. Þeim er boðið upp á að fara í herbergið,“ segir Björk. Aldrei komi til þess í Brúarskóla að börn séu skikkuð til að fara inn í gula herbergið eða þau dregin þangað inn. Foreldrum sé þá alltaf kynnt að þetta sé eitt af þeim úrræðum sem boðið sé upp á í skólanum. „Foreldrum er alltaf kynnt þegar þau koma í skólann að þetta sé bara hluti af okkar vinnu. Þau fá að sjá allt og það er ekki verið að fela neitt,“ segir Björk. Brúarskóli hefur kynnt sínar aðferðir í öðrum skólum en Björk segir vandann felast í að þau geti ekki túlkað fyrir aðra skólastjórnendur hvernig úrræðunum skuli beitt eða hvenær. Það kæmi aldrei til þess að börn séu lokuð inni í herberginu hjá ykkur? „Nei, við erum mjög hörð á því. Þú lokar ekki barn inni, við erum ekki fangelsi. Stundum þarf auðvitað að taka barn úr aðstæðum þegar það sýnir erfiða hegðun. Þau væru samt aldrei nokkurn tíma ein, fullt af starfsfólki og aldrei lokuð inni. Það er ekki inni í myndinni.“ Barðist við að komast út þar til hann örmagnaðist Vísir hefur rætt við foreldra tveggja barna, sem sóttu Varmárskóla í Mosfellsbæ og voru þar lokuð inn í gula herberginu svokallaða. Móðir annars barnsins lýsti því í samtali við fréttastofu að sonur hennar hafi átt við nokkurn hegðunarvanda að stríða en eitt sinn hafi hann komið heim, þegar hann var í fjórða bekk, og brotnað niður og sagt henni frá Gula herberginu. Hann hafi verið lokaður þar inni í talsverðan tíma, einn, og hann hafi í raun örmagnast við að reyna að brjótast út úr herberginu. Við frekari eftirgrennslan kom í ljós að sögn móðurinnar að drengurinn hafi ítrekað verið lokaður inni í herberginu og það væri umtalað meðal nemenda að ekki væri gott að lenda í gula herberginu. Börnin voru bæði í yngri deild Varmárskóla þegar þau voru lokuð inni í Gula herberginu. Bæði fengu þau mikið áfall og glíma enn við erfiðleika vegna þessa.Vísir/Vilhelm Móðirin kvartaði til skólastjórnenda, sem vísuðu til þess að aðferðinni væri beitt í Brúarskóla. Eftir fjögurra ára stapp og deilur við skólastjórnendur segir móðirin drenginn loks búinn að vinna úr því áfalli sem því fylgdi að hafa ítrekað verið læstur inni í herberginu. Önnur móðir, sem fréttastofa ræddi við, lýsti því í miklu uppnámi að sonur hennar hafi verið læstur inni í herberginu þegar hann var í fyrsta bekk Varmárskóla. Það hafi verið honum mikið áfall, hann hafi verið hræddur og allt traust sem drengurinn hafi borið til kennara og annarra starfsmanna skólans hafi verið farið. Langan tíma hafi tekið að reyna að fá drenginn til að treysta skólastarfsmönnum að nýju en fjölskyldan hafi að lokum gefist upp og flutt úr Mosfellsbæ. Taka fyrir að börn séu ein sett inn í lokað rými Fram kemur í skriflegu svari forstöðumanns þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar við fyrirspurn fréttastofu um málið að fullorðinn sé ávallt í fylgd með barni fari það afsíðis. „Í skólum getur komið upp sú staða að barn þurfi stuðning í erfiðum aðstæðum, öryggi barns er í húfi eða öryggi annarra barna. Ef vandi barns er mikill er teymi foreldra, skóla og eftir atvikum aðili frá skólaþjónustu búið að sammælast um viðbrögð,“ segir í svari Mosfellsbæjar. „Upp hafa komið óvænt tilfelli sem eðli málsins samkvæmt eru ekki í því ferli. Við slíkar aðstæður er vinnulagið að upplýsa foreldra um atvik eins fljótt og kostur er enda liggur þá fyrir formleg atvikaskráning í skólanum. Börn geta einnig sjálf óskað eftir því að fá að draga sig í hlé ef aðstæður eru þeim erfiðar eða krefjandi. Í þeim tilfellum sem stíga þarf inn í erfiðar aðstæður er barni boðið að koma afsíðis eða því fylgt í hvíldarherbergi, á skrifstofu stjórnenda eða námsver í skóla. Mikilvægt er að taka fram að fullorðinn einstaklingur er ávallt með barninu og mikilvægt að skapa barni tilfinningalegt öryggi,“ segir í svari Mosfellsbæjar. Telur ekki viðeigandi að ræða persónuleg mál barna Fréttastofa hafði samband við Jónu Benediktsdóttur, skólastjóra Varmárskóla, sem sagðist ekkert um málið vita. Hún hafi sjálf hafið störf við skólann í ágúst og gæti lítið um málið sagt. „Ég byrjaði að vinna hérna fyrsta ágúst þannig að ég get ekkert rætt um þetta. Það er bara þannig. Ég veit ekkert um hvað málið snýst en ég get alveg staðfest það að hér í þessum skóla er ekkert svona herbergi. Það er þannig núna,“ sagði Jóna. Hvað er gert þegar börn sem eiga í hegðunarvanda missa stjórn á skapi sínu? „Það er bara einstaklingsbundið eftir því hvernig aðstæður eru hverju sinni. Það er bara þannig. Það getur verið mjög erfitt. Mér finnst mjög fínt að það sé verið að fjalla um þennan vanda en það þarf að gera það af sanngirni og passa það á alla bóga. Þetta er auðvitað grafalvarlegur vandi oft.“ Jóna vildi ekki tjá sig frekar um málið. Um væri að ræða persónuleg málefni barna, sem auðvelt væri að rekja, þar sem örfá börn í hverjum skóla glímdu við hegðunarvandamál. Aðspurð hvort það væru persónuleg málefni þegar um væri að ræða frelsissviptingu barna með hegðunarvanda sagði hún það ekki gert. Hún myndi því ekki bregðast við spurningunni. „Börn eru aldrei skilin eftir ein í aðstæðum þar sem þeim líður illa.“ Sér eftir daglega að hafa ekkert sagt við innilokunum barnanna Fréttastofa ræddi við fyrrverandi starfsmann Varmárskóla sem sagðist sjálfur hafa orðið vitni að því að börn hafi verið læst inni í gula herberginu. Um sé að ræða lítið rými, í raun bara kompu, sem aðeins einn gluggi er á en filma yfir honum svo ekki sé hægt að sjá út. Hann hafi ítrekað orðið vitni að því að börn hafi verið dregin inn í herbergið, oft með miklum látum, þau sett þar inn og hurðinni lokað. Að hans sögn stóð alltaf starfsmaður fyrir utan hurðina og hélt henni lokaðri. Vissi hann sjálfur um mál beggja barnanna sem fjallað er um hér að ofan og vissi þá til þess að annað þeirra hafði orðið fyrir miklu einelti í skólanum en ekkert hafi verið í því gert. Foreldrar barnsins hafi aldrei verið látnir vita þegar það hafi verið beitt ofbeldi eða lagt í einelti en um leið og það brást við hafi barnið lent í vandræðum. Hann sagðist sjálfur aldrei hafa farið inn í herbergið, hann hafi í raun ekki viljað koma nálægt því og hafi ekkert viljað með það hafa að setja börn þar inn. Að hans sögn hafi leiðbeiningar um notkun herbergisins komið frá skólastjórnendum, sem hafi þó aldrei gefið neinar skýringar á því hvers vegna börn væru lokuð inni í herberginu. Aðspurður hvort hann sæi eftir því að hafa ekki mótmælt notkun herbergisins eða látið vita af því komst hann í mikið uppnám og sagðist sjá eftir því á hverjum einasta degi. Hann hafi brugðist börnunum og sæi mikið eftir því í dag.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira