Borgin setur 25 til 30 milljarða í viðhald og viðgerðir á skólahúsnæði Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 13:22 Viðgerðir standa yfir á Fossvogsskóla vegna alvarlegs raka- og mygluvanda. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að stórauka fjárframlög til viðhalds og viðgerða á skólahúsnæði í borginni. Stendur til að verja 25 til 30 milljörðum til málaflokksins sem er áætluð fjárþörf átaksins á næstu fimm til sjö árum. Samhliða þessu voru kynnt drög að nýrri stefnu í húsnæðismálum fyrir skóla- og frístundastarf. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að húsnæði leikskóla, grunnskóla og frístundar í eigu borgarinnar telji 136 eignir á alls rúmlega 265 þúsund fermetrum. „Stýrihópur á vegum borgarinnar mun forgangsraða verkefnum þannig að öryggi notenda sé númer eitt, heilnæmt umhverfi númer tvö, þar með talið innivist, raki, mygla og hljóðvist. Bætt aðgengi komi þar næst, fyrirbyggjandi aðgerðir svo og hagkvæm nýting fjármuna. Við forgangsröðun skuli einnig tekið tillit til sjónarmiða stjórnenda, fulltrúa notenda og áhrifa á starfsemi á hverjum stað,“ segir í tilkynningu frá borginni. Átakið snúist um viðgerðir og viðhald en ekki nýbyggingar eða viðbyggingar sem verði fjármagnaðar með öðrum hætti. Áætlunin var kynnt á sérstökum fréttamannafundi borgarinnar í dag. Árleg endurskoðun á forgangsröðun, umfangi og fjárþörf Að sögn Reykjavíkurborgar var hafist handa við að vinna úttektir á öllum byggingunum á síðasta ári og verða úttektirnar notaðar sem grunnur við forgangsröðun verkefna. Um var að ræða sjónskoðun en byggingarhlutar voru ekki opnaðir við úttektina. Þar sem ástæða þótti til þess að opna byggingahluta var það skráð sérstaklega. Alls voru 136 eignir teknar til ástandsúttekta innan- og utanhúss ásamt því að framkvæmdar voru rakamælingar innanhúss, loftgæðaskoðun og hljóðvistarskoðun. Allar skráningar úr úttektunum voru skráðar í rafrænan gagnagrunn til frekari úrvinnslu. Eftirfarandi atriði voru tekin til skoðunar: Öryggismál Rakamál Ytra byrði, klæðning, þök og gluggar Loftræsing, uppfærsla/endurbætur Innivist, hljóðvist, ljósvist o.fl. Aðgengismál Ekki voru gerðar sérstaklega úttektir á eldvarnamálum, rafkerfum, lögnum og loftræsilögnum en þær úttektir fara fram með reglubundnu eftirliti samkvæmt þjónustusamningum. Þá voru ræstingar og öryggismál yfirfarin með notendum. Rafrænn gagnagrunnur með vinnugögn yfir þær skráningar sem gerðar voru í hverri fasteign er nú nýttur vegna viðhaldsvinnu og áætlanagerð, að því er fram kemur í tilkynningu. Skýrslur verða kynntar sérstaklega fyrir stjórnendum á hverjum stað fyrir sig. „Nú þegar hafa öll mál sem koma fram í ástandsskýrslunum og varða öryggismál verið tekin fyrir og löguð eða sett í farveg fyrir áframhaldandi vinnu. Skýrslurnar sem birtar verða í dag lýsa stöðunni við skoðun og hafa ekki verið uppfærðar miðað við núverandi stöðu bygginga.“ Smærri viðhaldsverkefni á borð við málun, dúkalagnir og fleira eru framkvæmd með reglubundnum hætti. Viðhald eldvarnarkerfa, pípulagna, rafkerfa og loftræsikerfa eru samkvæmt þjónustusamningum. Lögðu fram drög að nýrri stefnu Samhliða átaki í viðhaldi á húsnæði skóla- og frístundastarfsins voru í borgarráði lögð fram til kynningar drög að nýrri stefnu um byggingar á skólahúsnæði í anda menntastefnu borgarinnar Látum draumana rætast. Stefnan tekur jafnframt mið af Grænu plani Reykjavíkurborgar. Í henni eru sett fram viðmið fyrir nýbyggingar, viðbyggingar og breytingar á húsnæði fyrir leikskóla, frístundaheimili, grunnskóla, skólahljómsveitir og félagsmiðstöðvar. Í viðmiðunum er að finna nánari leiðsögn til hönnuða um kröfur sem settar eru fram um einstök rými, tengsl, stærð, efnisval, búnað og aðra slíka þætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Samhliða þessu voru kynnt drög að nýrri stefnu í húsnæðismálum fyrir skóla- og frístundastarf. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að húsnæði leikskóla, grunnskóla og frístundar í eigu borgarinnar telji 136 eignir á alls rúmlega 265 þúsund fermetrum. „Stýrihópur á vegum borgarinnar mun forgangsraða verkefnum þannig að öryggi notenda sé númer eitt, heilnæmt umhverfi númer tvö, þar með talið innivist, raki, mygla og hljóðvist. Bætt aðgengi komi þar næst, fyrirbyggjandi aðgerðir svo og hagkvæm nýting fjármuna. Við forgangsröðun skuli einnig tekið tillit til sjónarmiða stjórnenda, fulltrúa notenda og áhrifa á starfsemi á hverjum stað,“ segir í tilkynningu frá borginni. Átakið snúist um viðgerðir og viðhald en ekki nýbyggingar eða viðbyggingar sem verði fjármagnaðar með öðrum hætti. Áætlunin var kynnt á sérstökum fréttamannafundi borgarinnar í dag. Árleg endurskoðun á forgangsröðun, umfangi og fjárþörf Að sögn Reykjavíkurborgar var hafist handa við að vinna úttektir á öllum byggingunum á síðasta ári og verða úttektirnar notaðar sem grunnur við forgangsröðun verkefna. Um var að ræða sjónskoðun en byggingarhlutar voru ekki opnaðir við úttektina. Þar sem ástæða þótti til þess að opna byggingahluta var það skráð sérstaklega. Alls voru 136 eignir teknar til ástandsúttekta innan- og utanhúss ásamt því að framkvæmdar voru rakamælingar innanhúss, loftgæðaskoðun og hljóðvistarskoðun. Allar skráningar úr úttektunum voru skráðar í rafrænan gagnagrunn til frekari úrvinnslu. Eftirfarandi atriði voru tekin til skoðunar: Öryggismál Rakamál Ytra byrði, klæðning, þök og gluggar Loftræsing, uppfærsla/endurbætur Innivist, hljóðvist, ljósvist o.fl. Aðgengismál Ekki voru gerðar sérstaklega úttektir á eldvarnamálum, rafkerfum, lögnum og loftræsilögnum en þær úttektir fara fram með reglubundnu eftirliti samkvæmt þjónustusamningum. Þá voru ræstingar og öryggismál yfirfarin með notendum. Rafrænn gagnagrunnur með vinnugögn yfir þær skráningar sem gerðar voru í hverri fasteign er nú nýttur vegna viðhaldsvinnu og áætlanagerð, að því er fram kemur í tilkynningu. Skýrslur verða kynntar sérstaklega fyrir stjórnendum á hverjum stað fyrir sig. „Nú þegar hafa öll mál sem koma fram í ástandsskýrslunum og varða öryggismál verið tekin fyrir og löguð eða sett í farveg fyrir áframhaldandi vinnu. Skýrslurnar sem birtar verða í dag lýsa stöðunni við skoðun og hafa ekki verið uppfærðar miðað við núverandi stöðu bygginga.“ Smærri viðhaldsverkefni á borð við málun, dúkalagnir og fleira eru framkvæmd með reglubundnum hætti. Viðhald eldvarnarkerfa, pípulagna, rafkerfa og loftræsikerfa eru samkvæmt þjónustusamningum. Lögðu fram drög að nýrri stefnu Samhliða átaki í viðhaldi á húsnæði skóla- og frístundastarfsins voru í borgarráði lögð fram til kynningar drög að nýrri stefnu um byggingar á skólahúsnæði í anda menntastefnu borgarinnar Látum draumana rætast. Stefnan tekur jafnframt mið af Grænu plani Reykjavíkurborgar. Í henni eru sett fram viðmið fyrir nýbyggingar, viðbyggingar og breytingar á húsnæði fyrir leikskóla, frístundaheimili, grunnskóla, skólahljómsveitir og félagsmiðstöðvar. Í viðmiðunum er að finna nánari leiðsögn til hönnuða um kröfur sem settar eru fram um einstök rými, tengsl, stærð, efnisval, búnað og aðra slíka þætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mygla Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent