Sport

Dagskráin í dag: Golf, rafíþróttir, Subway-deildin og FA bikarinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík taka á móti Tindastól í Subway-deild karla í kvöld.
Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík taka á móti Tindastól í Subway-deild karla í kvöld. vísir/bára

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á eitthvað fyrir alla á þessum fína föstudegi, en alls eru níu beinar útsendingar á dagskrá í dag.

Dagurinn byrjar á Stöð 2 Sport 4 klukkan 10:00 á Aramco Saudi Ladies International, en það er hluti af LET-mótaröðinni. Golfið heldur svo áfram á Stöð 2 Golf klukkan 12:00 þegar Portugal Masters á Evrópumótaröðinni fer í gang.

World Wide Technology Championship at Mayakoba lokar síðan golfdeginum klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf.

Klukkan 15:30 heldur PGL Major Stockholm 2021 áfram á Stöð 2 eSport þar sem keppt er ó CS:GO, og klukkan 20:15 færum við okkur til Íslands þar sem Vodafonedeildin í sama leik heldur áfram á sömu rás.

Fótboltinn lætur sig ekki vanta í dag, en AFC Sudbury tekur á móti Colchester United í fyrstu umferð FA bikarsins klukkan 19:50 á Stöð 2 Sport 2.

Klukkan 20:00 er svo komið að viðureign Njarðvíkur og Tindastóls í Subway-deild karla á Stöð 2 Sport og að leik loknum fara sérfræðingarnir í Körfuboltakvöldi yfir allt það helsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×