Atvinnulíf

UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Stjórn UAK, fv.: Guðrún Valdís Jónsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Kristjana Björk Barðdal, Kristín Sverrisdóttir, Inga María Hjartardóttir, Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Grímsdóttir, Árný Lára Sigurðardóttir og Bjarklind Björk Gunnarsdóttir.
Stjórn UAK, fv.: Guðrún Valdís Jónsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Kristjana Björk Barðdal, Kristín Sverrisdóttir, Inga María Hjartardóttir, Andrea Gunnarsdóttir, Berglind Grímsdóttir, Árný Lára Sigurðardóttir og Bjarklind Björk Gunnarsdóttir. Vísir/Kaja Sigvalda

Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins.

Í tilkynningu frá UAK segir að markmið mótsins sé að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og auka aðgengi stúlkna og kvenna að íþróttaiðkun. 

Mótið verður haldið samhliða Heimsþingi kvenleiðtoga sem fram fer í Hörpu í næstu viku.

Mótið er þó óhefðbundið fótboltamót þar sem leikreglur og stigagjöf hafa verið endurskilgreind með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti að leiðarljósi.

Eliza Reid, forsetafrú, setur dagskrá mótsins en hún hefst formlega í Origo höllinni klukkan 11 á mánudag. 

Í kjölfarið fer fram heiðursleikur þar sem fulltrúar frá Heimsþingi kvenleiðtoga munu keppa við lið kvenna úr ólíkum íslenskum stjórnmálaflokkum. Þetta val íslenska liðsins er sagt eiga að endurspegla þá þverpólitísku samstöðu sem ríkir um kynjajafnrétti í íslenskum stjórnmálum.

Fótboltamótið er opið almenningi og mun standa yfir í Origo höll mánudag og þriðjudag frá klukkan 11 - 14. 

Á mótinu mun fjölbreyttur hópur íslenskra og erlendra kvenna á öllum aldri etja kappi.

Meðal annars fyrrum landsliðskonur í knattspyrnu, þjóðþekktar listakonur og fyrrum heimsmeitari í Crossfit.

Hvert lið velur sér heimsmarkmið og hafa öll lið nú þegar valið sér markmið til að spila fyrir. Til dæmis hafa liðin tvö sem keppa í heiðursleiknum valið sér heimsmarkmið sem er númer 17 og ber yfirskriftina „Samvinna um markmiðin.“

Í tilkynningu UAK segir að þetta heimsmarkmið hafi verið valið vegna þess að markmið GGWCUP sé að koma koma mismunandi aðilum saman til að vinna sameiginlega að heimsmarkmiðum og kynjajafnrétti.

Klukkan sex síðdegis á mánudag stendur UAK einnig fyrir viðburðinum „What is football like in our countries?“  Viðburðurinn fer fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur en þar verða sýndar stuttmyndir og síðan eru pallborðsumræður í kjölfarið. Þessi viðburður er einnig opinn öllum.

Atvinnulífið á Vísir verður með ýmsa umfjöllun í næstu viku í tilefni Heimsþingsins og samstarfs UAK við Global Goals World Cup. 


Tengdar fréttir

„Eigum samt enn langt í land“

Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnarformaður Heimsþings kvenleiðtoga segist afar stolt af þeim árangri sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Staðan sé þó enn ekki nógu góð og hindranir meðal annars þær að enn hvíla heimilisstörf og barnauppeldi mun þyngra á konum en körlum.

Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna

Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum.

Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni

Bjarney Harðardóttir, einn eigenda 66°Norður segir reynslu fyrirtækisins vera að ungt fólk sækist í störf hjá fyrirtækjum sem vinna að því að vera fyrirmyndir í jafnréttis- og sjálfbærnimálum. Bjarney segist þeirrar skoðunar að fyrirtæki sem ekki huga að þessum málum muni tilheyra fortíðinni.

„Ég sæki kraft, hugmyndir og gleði“

Gestir Heimsþings kvenleiðtoga segja þingið afar mikilvægt fyrir stjórnendur í atvinnulífinu og alla umræðu um jafnréttismálin. Þangað sækja stjórnendur sér fræðslu, þekkingu, dæmisögur, niðurstöður rannsókna auk innblásturs, kraft og gleði.

Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn

Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×