Það tók Lyon rétt rúman klukkutíma að brjóta ísinn er liðið tók á móti Sparta Prague. Á 61. mínútu kom Islam Slimani heimamönnum í 1-0, og tveimur mínútum síðar var hann búinn að tvöfalda forystuna.
Það var svo varamaðurinn Karl Toko Ekambi sem tryggði heimamönnum öruggan 3-0 sigur með marki í uppbótartíma. Lyon er nú með 12 stig í efsta sæti A-riðils, átta stigum meira en næstu lið þegar tvær umferðir eru eftir, og eru því öruggir með sigur í riðlinum.
👌 𝐏𝐄𝐑𝐅𝐄𝐂𝐓!🦁
— Olympique Lyonnais 🇬🇧🇺🇸 (@OL_English) November 4, 2021
Great performance sees us maintain our perfect @EuropaLeague league start and confirm first place!#OLSPA 3-0 pic.twitter.com/70vnxoXipt
Mahir Emreli kom heimamönnum í Legia Varsjá í forystu strax á tíundu mínútu er liðið tók á móti Napoli í C-riðli, og staðan var 1-0 í hálfleik.
Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir gestina af vítapunktinum á 51. mínútu, áður en Dries Mertens kom Napoli í 2-1 á 75. mínútu. Hirving Lozano breytti stöðunni í 3-1 fjórum mínútum síðar, og Adam Ounas gulltryggði 4-1 sigur gestanna á lokamínútu leiksins.
Napoli lyftir sér í efsta sæti riðilsins með sigrinum. Liði hefur nú sjö stig, einu stigi meira en Legia frá Varsjá.
⏱ 90+5 | FULL TIME! 💪#LegiaNapoli 1-4#UEL
— Official SSC Napoli (@en_sscnapoli) November 4, 2021
💙 #ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/HgcOyVE7WB
Úrslit kvöldsins
A-riðill
Bröndby 1-1 Rangers
Lyon 3-0 Sparta Prague
B-riðill
Monaco 0-0 PSV Eindhoven
Real Sociedad 1-1 Sturm Graz
C-riðill
Legia Varsjá 1-4 Napoli
D-riðill
Olympiacos 1-2 Eintracht Frankfurt
E-riðill
Galatasaray 1-1 Lokomotiv Moscow
H-riðill
Genk 2-2 West Ham