„Skæðasti náriðill Bretlands“ játaði tvö morð og níð á líkum tuga kvenna og stúlkna Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2021 09:56 David Fuller er 67 ára gamall. Hann játaði í gær að hafa myrt tvær konur á árum áður og hafa svívirt lík tuga kvenna og stúlkna. Breskur maður játaði í gær að hafa myrt tvær konur árið 1987 og að hafa níðst á tugum líka á undanförnum árum. Hinn 67 ára gamli David Fuller er talinn vera skæðasti náriðillinn í sögu Bretlands. Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fuller var handtekinn í desember í fyrra vegna gruns um að hafa myrt Wendy Knell (25) og Caroline Pierce (20) í tveimur mismunandi árásum árið 1987. Knell fannst látin í íbúð sinni í Tunbridge Wells skammt suður af Lundúnum í júní 1987 en Pierce hvarf nokkrum mánuðum síðar. Nágrannar hennar höfðu heyrt öskur úr íbúð hennar en lík hennar fannst í skurði nokkrum dögum síðar. Erfðaefni fundust í báðum tilfellum. Fuller var handtekinn á heimili hans í Heathfield, sem er bær skammt frá Tunbridge Wells. Hér má sjá myndband frá lögreglunni frá því í desember í fyrra þegar Fuller var handtekinn. Í gær játaði Fuller að hafa myrt konurnar en hann játaði einnig að hafa svívirt lík þeirra og tuga annarra kvenna og stúlkna á tveimur líkhúsum og að hafa tekið myndbönd af því. Paul Fotheringham, sem leiddi rannsókn lögreglunnar, segir í tilkynningu að rannsóknin hafi verið einstaklega flókin og erfið. Hafði mök við minnst hundrað lík Fuller starfaði sem rafvirki á tveimur sjúkrahúsum í Kent og lögreglan telur hann hafa níðst á minnst hundrað líkum á þeim sjúkrahúsum. Búið er að staðfesta 81 brot sem Fuller er sagður hafa framið. Brotin framdi hann frá 2008 til 2020, samkvæmt frétt Guardian. Í frétt miðilsins segir að Fuller sé talinn skæðasti náriðill í sögu Bretlands. Lögreglan fann harða diska á heimili hans sem Fuller hafði falið en þar fannst myndefni af honum níðast á líkum. Hér má sjá myndband frá lögreglunni sem tekið var þegar hörðu diskarnir fundust á heimili Fuller. Fimm terabæt af myndefni fundust á þessum hörðu diskum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira