Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2021 15:17 Halldór Kristmannsson hefur nú sett höll sína í Garðabæ á sölu. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór að flytja búferlum til Sviss. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu. DV greindi frá þessu en meðal annars sjá má húsið auglýst á fasteignavef Vísis. Um er að ræða 932 fermetra glæsihús, eitt hið stærsta landsins, sem á sínum tíma var hannað af dönsku arkítektastofunni Gassa. Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali hjá Remax segir að verðhugmyndir séu ekki fyrirliggjandi en uppgefið brunabótamat nemur 350.700.000 krónum. Ekkert er áhvílandi á eigninni. Húsið sem áður var eitt tákna fjármálahrunsins er nú orðin að einu glæsilegustu höll landsins. Má fastlega reikna með því að ef einhver getur mátað sig inn í höllina og veit ekki aura sinna tal, þá muni húsið fara á óheyrilegar fjárhæðir. En þar mun markaðurinn ráða.fasteignaljósmyndun Gunnar Sverrir segir húsið, sem steypt var 2008 en var svo fullklárað 2016, einstaklega vandað og á frábærum stað. Ekki verði birtar myndir af eigninni nema af húsinu utanverðu. En þeir sem sýna þessu húsi raunverulegan áhuga geta hitt Gunnar, fengið sér kaffi og skoðað möppu, myndir og teikningar af húsinu. Ef þeim líst vel á geta þeir fengið að skoða eignina. Þegar liggur fyrir mikill áhugi á eigninni, þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist. „Auðvitað vekur þetta athygli enda um einstaka eign að ræða.“ Húsið á sér sögu en eigandi þess, Halldór, lenti upp á kant við Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen en Vísir hefur greint ítarlega frá þeim væringum öllum. Frásagnir uppljóstrara sem seinna kom á daginn að var Halldór sjálfur, af ófremdarástandi innan Alvogen, olli verulegu uppnámi fyrr á árinu. Höllina umræddu keypti Halldór árið 2014 þá ókláraða. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Í frásögn DV kemur fram að það hafi í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gengið undir nafninu „2007 martröðin.“ Íris Björk Jónsdóttir athafnakona keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og lét rífa það. Íris seldi húsið auk teikninga á 70 milljónir. Sá kaupandi er ónefndur í umfjöllun DV en hann lýsti því seinna í Séð og heyrt að kaupin hafi reynst sér martröð í kjölfar hrunsins. Landsbankinn leysti til sín húsið óklárað. Bankinn setti húsið á sölum árið 2012 en það var þá verðlagt á 93 milljónir. Seinna var það lækkað niður í 69 milljónir og loks 60 milljónir. Það er svo af Landsbankanum sem Halldór keypti húsið en að sögn DV eru engin þinglýst gögn til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið þá. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór fluttur búferlum til Sviss þó hann sé með annan fótinn á Íslandi. Fasteignamarkaður Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Garðabær Hús og heimili Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
DV greindi frá þessu en meðal annars sjá má húsið auglýst á fasteignavef Vísis. Um er að ræða 932 fermetra glæsihús, eitt hið stærsta landsins, sem á sínum tíma var hannað af dönsku arkítektastofunni Gassa. Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali hjá Remax segir að verðhugmyndir séu ekki fyrirliggjandi en uppgefið brunabótamat nemur 350.700.000 krónum. Ekkert er áhvílandi á eigninni. Húsið sem áður var eitt tákna fjármálahrunsins er nú orðin að einu glæsilegustu höll landsins. Má fastlega reikna með því að ef einhver getur mátað sig inn í höllina og veit ekki aura sinna tal, þá muni húsið fara á óheyrilegar fjárhæðir. En þar mun markaðurinn ráða.fasteignaljósmyndun Gunnar Sverrir segir húsið, sem steypt var 2008 en var svo fullklárað 2016, einstaklega vandað og á frábærum stað. Ekki verði birtar myndir af eigninni nema af húsinu utanverðu. En þeir sem sýna þessu húsi raunverulegan áhuga geta hitt Gunnar, fengið sér kaffi og skoðað möppu, myndir og teikningar af húsinu. Ef þeim líst vel á geta þeir fengið að skoða eignina. Þegar liggur fyrir mikill áhugi á eigninni, þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist. „Auðvitað vekur þetta athygli enda um einstaka eign að ræða.“ Húsið á sér sögu en eigandi þess, Halldór, lenti upp á kant við Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen en Vísir hefur greint ítarlega frá þeim væringum öllum. Frásagnir uppljóstrara sem seinna kom á daginn að var Halldór sjálfur, af ófremdarástandi innan Alvogen, olli verulegu uppnámi fyrr á árinu. Höllina umræddu keypti Halldór árið 2014 þá ókláraða. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Í frásögn DV kemur fram að það hafi í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gengið undir nafninu „2007 martröðin.“ Íris Björk Jónsdóttir athafnakona keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og lét rífa það. Íris seldi húsið auk teikninga á 70 milljónir. Sá kaupandi er ónefndur í umfjöllun DV en hann lýsti því seinna í Séð og heyrt að kaupin hafi reynst sér martröð í kjölfar hrunsins. Landsbankinn leysti til sín húsið óklárað. Bankinn setti húsið á sölum árið 2012 en það var þá verðlagt á 93 milljónir. Seinna var það lækkað niður í 69 milljónir og loks 60 milljónir. Það er svo af Landsbankanum sem Halldór keypti húsið en að sögn DV eru engin þinglýst gögn til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið þá. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór fluttur búferlum til Sviss þó hann sé með annan fótinn á Íslandi.
Fasteignamarkaður Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Garðabær Hús og heimili Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira