„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 14:26 Alma segir bann við lausagöngu katta hafa fengið meiri athygli í vikunni en kæra til lögreglu vegna innilokunar barna í skólum. Vísir „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ Þetta skrifar Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Segir hún fréttir um bann á lausagöngu katta á Akureyri hafa fengið meiri athygli í vikunni en fréttir af því að kennari og þrír aðrir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kærðir til lögreglu vegna gruns um að þeir hafi lokað barn inni. „Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftslagsráðstefna og lausaganga katta mest upp úr að mati viðmælenda í Bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu,“ skrifar Alma. Hún furðar sig á því að innilokunarkæran hafi ekki fengið meiri athygli. „Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við...“ Sér eftir að hafa ekki kært innilokun barns síns til lögreglu Vísir greindi frá því í gær að tvær ábendingar hafi borist fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um svokallað Gult herbergi í Varmárskóla. Samkvæmt frásögnum foreldra barna í skólanum og fyrrverandi starfsmanns var herbergið notað í þeim tilgangi að loka börn, sem áttu við hegðunarvanda að stríða, inni. Foreldrarnir lýstu því að börn þeirra hafi lengi glímt við vanlíðan eftir að hafa verið lokuð inni í herberginu og önnur fjölskyldan sá ekki annað í stöðunni en að flytja úr Mosfellsbæ. Síðan umfjöllun Vísis um notkun herbergisins birtist í gær hafa foreldrar tveggja barna til viðbótar haft samband við fréttastofu og lýst því að börn þeirra hafi verið lokuð inni. Annað foreldrið sagði í samtali við fréttastofu að það sæi mikið eftir því að hafa ekki kært málið til lögreglu. Þá hafði samband kennaranemi sem hafði verið í vettvangsnámi í skólanum árið 2019 og varð vitni að því að barn hafi verið lokað inni í herberginu. Segir neminn að atvikið hafi haft mikil áhrif á hann og hafi það enn í dag og sjái hann eftir því að hafa ekkert gert í málinu. Segir börn með hegðunarvanda skrímslavædd Alma veltir fyrir sér í pistli sínum hvers vegna ekki sé meiri vitundarvakning í samfélaginu um ofbeldi sem eigi sér stað inni í skólum. „Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni?“ Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Hún segir það ekkert annað en gerendameðvirkni þegar fólk segir stundum ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni. Aldrei sé í lagi að læsa barn inni. Það sé eina hliðin á málinu. Hún segir kveikjuna að hugleiðingum sínum viðtal við þolanda kynferðisofbeldis sem birtist á Vísi í vikunni. Í viðtalinu segir þolandinn að hún sé orðin langþreytt á umræðu um kynferðisbrot hér á landi. Gerendum sé hampað og þolendur skrímslavæddir. Þolendur séu sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjái alveg um það sjálfir með eigin gjörðum og skorti á iðrun. „Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessa tilfinningu yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn séu vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið.“ Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum „góðu“ börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru „erfiðir“ foreldrar. Hún bendir á að sum börn þroskist ekki eðlilega og eigi erfiðara með að passa inn í þau form sem samfélagið vilji að þau passi í. Þau eigi þrátt fyrir það ekki að vera úrhrök sem læsa megi inni í herbergi þegar fólkið í kring um þau vilji ekki hjálpa þeim. „Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og er ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað,“ skrifar Alma. „Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd.“ Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. 2. nóvember 2021 12:31 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Þetta skrifar Alma Björk Ástþórsdóttir, stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. Segir hún fréttir um bann á lausagöngu katta á Akureyri hafa fengið meiri athygli í vikunni en fréttir af því að kennari og þrír aðrir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafi verið kærðir til lögreglu vegna gruns um að þeir hafi lokað barn inni. „Í fréttum vikunnar stóð kynbundið ofbeldi, loftslagsráðstefna og lausaganga katta mest upp úr að mati viðmælenda í Bítinu. „Það voru tvö hitamál í þessari viku, annars vegar drottningarviðtalið í Kveik og hins vegar bann við lausagöngu katta,“ var svo haft eftir Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur í Fréttablaðinu,“ skrifar Alma. Hún furðar sig á því að innilokunarkæran hafi ekki fengið meiri athygli. „Hafið þið tekið eftir því að Umboðsmaður Alþingis, einn æðsti eftirlitsaðili stjórnsýslu og ríkis er að bregðast við ábendingum foreldra um einangrun barna? Að það sé til vitnis um að málið sé tekið alvarlega og þörf á að bregðast við. Það er þó ekki nóg til þess að ráðamenn eða menntastofnanir bregðist við...“ Sér eftir að hafa ekki kært innilokun barns síns til lögreglu Vísir greindi frá því í gær að tvær ábendingar hafi borist fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um svokallað Gult herbergi í Varmárskóla. Samkvæmt frásögnum foreldra barna í skólanum og fyrrverandi starfsmanns var herbergið notað í þeim tilgangi að loka börn, sem áttu við hegðunarvanda að stríða, inni. Foreldrarnir lýstu því að börn þeirra hafi lengi glímt við vanlíðan eftir að hafa verið lokuð inni í herberginu og önnur fjölskyldan sá ekki annað í stöðunni en að flytja úr Mosfellsbæ. Síðan umfjöllun Vísis um notkun herbergisins birtist í gær hafa foreldrar tveggja barna til viðbótar haft samband við fréttastofu og lýst því að börn þeirra hafi verið lokuð inni. Annað foreldrið sagði í samtali við fréttastofu að það sæi mikið eftir því að hafa ekki kært málið til lögreglu. Þá hafði samband kennaranemi sem hafði verið í vettvangsnámi í skólanum árið 2019 og varð vitni að því að barn hafi verið lokað inni í herberginu. Segir neminn að atvikið hafi haft mikil áhrif á hann og hafi það enn í dag og sjái hann eftir því að hafa ekkert gert í málinu. Segir börn með hegðunarvanda skrímslavædd Alma veltir fyrir sér í pistli sínum hvers vegna ekki sé meiri vitundarvakning í samfélaginu um ofbeldi sem eigi sér stað inni í skólum. „Hvers vegna geta sumir kennarar til dæmis fordæmt kynferðisofbeldi en réttlætt að loka barn inni?“ Þegar einhver segir að barn hljóti að hafa gert eitthvað sem olli því að það var lokað inni þá jafngildir það í mínum huga að segja að einhver hafi kallað yfir sig kynferðisofbeldi með hegðun eða klæðaburði. Hún segir það ekkert annað en gerendameðvirkni þegar fólk segir stundum ekkert annað í stöðunni en að loka barn eitt inni. Aldrei sé í lagi að læsa barn inni. Það sé eina hliðin á málinu. Hún segir kveikjuna að hugleiðingum sínum viðtal við þolanda kynferðisofbeldis sem birtist á Vísi í vikunni. Í viðtalinu segir þolandinn að hún sé orðin langþreytt á umræðu um kynferðisbrot hér á landi. Gerendum sé hampað og þolendur skrímslavæddir. Þolendur séu sakaðir um að eyðileggja líf og frama gerenda sinna með því að stíga fram, meðan þeir sjái alveg um það sjálfir með eigin gjörðum og skorti á iðrun. „Ég get nefnilega svo auðveldlega yfirfært þessa tilfinningu yfir á okkar baráttu. Ég er orðin langþreytt á því að þessi börn séu vanrækt í skólakerfinu sem leiðir af sér enn verri hegðun og svo eru ÞAU vandamálið.“ Börnunum sem líður virkilega illa og sýna þá vanlíðan með óásættanlegri hegðun eru í hugum margra skrímslavædd. Þessi börn eru sökuð um að eyðileggja fyrir öllum hinum „góðu“ börnunum sem bara vilja vera í skólanum og læra. Foreldrar sem tjá sig um þessi mál eru „erfiðir“ foreldrar. Hún bendir á að sum börn þroskist ekki eðlilega og eigi erfiðara með að passa inn í þau form sem samfélagið vilji að þau passi í. Þau eigi þrátt fyrir það ekki að vera úrhrök sem læsa megi inni í herbergi þegar fólkið í kring um þau vilji ekki hjálpa þeim. „Getum við verið sammála um að barn sem líður illa og sýnir það með óæskilegri hegðun er alltaf þolandi? Að barnið er þolandi sem fer í vörn í aðstæðum sem það er sett í og ræður ekki við? Barnið fæddist lítið og er ósjálfbjarga. Við lofuðum að passa það og gera það vel, hvort sem við erum foreldrar, ættingjar, kennarar, læknar eða hvað annað,“ skrifar Alma. „Ofbeldi er ofbeldi og það á aldrei að líðast. Hættum að fordæma ofbeldi í einni mynd en hunsa það í annarri mynd.“
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00 Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. 2. nóvember 2021 12:31 Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Sjá meira
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6. nóvember 2021 09:00
Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. 2. nóvember 2021 12:31
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06