„Mátti segja hvað sem er um mig“ Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 14:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir að árásir á hana hafi grafið undan henni á skrifstofu félagins. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, segir fáar manneskjur hafa þurft að þola jafn ósvífnar atlögur að persónu sinni og hún. Hún hafi ekki átt neina aðra úrkosti nema að segja af sér eftir að trúverðugleiki hennar skaðaðist. Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“ Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Þetta sagði hún í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á RÚV í dag. „Ég hef verið kölluð þjófur. Að ég hafi verið að ásælast sjóði félagsins til að nota í öðrum tilgangi. Það er bara helber lygi. Hef verið kölluð peð, strengjabrúða og svo framvegis og svo framvegis.“ Hún segir þessar árásir hafi byggt undir ákveðna stemmningu innan skrifstofu Eflingar. „Í vissum hópi starfsfólks ríkti þessi stemmning, að það mætti segja hvað sem er um mig og beita sér gegn mér með grófum hætti. Ég sé eftir því að hafa umborið og látið mig hafa ýmislegt inni á skrifstofunum strax frá fyrsta degi. Vanvirðandi framkomu, ég hef verið hundsuð, persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt og svo mætti lengi telja.“ Hún fullyrðir að þarna hafi verið fámennur hópur sem hafi farið svona fram „með ofsakenndum og öfgakenndum hætti“ gegn henni og Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra. Ásakanirnar sem bornar hafi verið fram í margræddri ályktun frá trúnaðarmönnum starfsfólks hafi skaðað trúverðugleika hennar og án hans gæti hún ekki staðið í þessari baráttu. „Hvernig ætti ég að geta, eins og ég hef gert non-stop mjög lengi farið og staðið við hlið ómissandi láglaunakvenna í umönnunarstörfum í þeirra baráttu, ef það væri alltaf hægt að segja við mig og þessar manneskjur: „Þarna kemur þessi með aftökulistann og ógnarstjórnina. Þessi klikkaða, þessi vonda.“ Það gefur auga leið að þetta myndi ekki ganga upp.“ Atburðarás síðustu viku sýni að hún hafi haft rétt fyrir sér. Aðspurð um framhaldið hjá henni, hvort hún hyggist bjóða sig aftur fram í kosningum í félaginu í mars næstkomandi, gaf hún ekkert út um það. Hún hafi sigrað með yfirburðum síðast og náð góðum árangri fyrir sitt félagsfólk. Hún gæti þó ekkert rætt um framhaldið á þessum tímapunkti. „Ég ætla að fá að vinna mig í gegnum þetta, gefa mér þann tíma sem ég þarf í það og halda áfram að gera það sem ég er að gera, að svara þessum fjölda skilaboða sem ég er að fá frá félagsfólki Eflingar, frá þeim stóra hópi kvenna sem ég hef starfað með.“
Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira