Af ábyrgð stjórnenda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2021 08:30 Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein. Einelti í alls konar myndum virðist því miður lifa góðu lífi á sumum vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda/yfirmanna er mikil því hann hefur allt um það segja hvort tekið verði á eineltismáli með faglegum hætti. Verði það ekki gert eru allar líkur á að eineltishegðun muni lifa góðu lífi á vinnustaðnum. Ekki er öllum gefið að vera góður yfirmaður. Því miður finnast yfirmenn sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Það þýðir samt ekki að allir yfirmenn sem ekki teljast „góðir yfirmenn“ séu gerendur eineltis. Allir geta fundið sig í þeim aðstæðum að vera lagðir í einelti, líka yfirmaðurinn. Dæmi eru um að það sé ekki linnt látum á vinnustaðnum fyrr en búið er að koma yfirmanni frá, kannski vegna þess að hann var ómögulegur yfirmaður að mati einhverra. Þessi mál eru almennt séð ekki einföld og aldrei einsleit. Yfirmaður, gerandi eineltis Það sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er oft „valdafíkn“ í bland við minnimáttarkennd. Þessi yfirmaður misnotar gjarnan vald sitt til að næra laskað sjálf og eigið óöryggi. Svona yfirmaður heldur oft öllu starfsfólkinu í heljargreipum. Finnist honum einhver ógna sér eða skyggja á sig á vinnustaðnum gæti hann gripið til þess ráðs að reyna að koma þeim starfsmanni illa eða gera hann ótrúverðugan í augum annarra. Það sem einnig einkennir þessa tegund af yfirmanni er sveiflukennt skap og pirringur sem bitnar á starfsfólki eftir atvikum. Hann getur jafnframt átt það til að reiðast skyndilega, rjúka upp ef honum mislíkar. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna og að þeir geti átt von á „öllu“. Skilaboðin eru að enginn á vinnustaðnum skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar.Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert af hörku og óbilgirni. Farsæli yfirmaðurinn Sá yfirmaður sem telst góður skartar þveröfugum persónuleikaeinkennum en sá sem lýst er hér að ofan og hefur auk þess góða félagslega færni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður yfirmaður hefur tiltæka stefnu í ofbeldismálum og viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann leggur sig fram um að vera í jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu, leggja sig alla fram og hafa hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Metnaður yfirmannsins er líklegur til að smitast til starfsmannanna. Á vinnustað sem þessum er líklegt að eineltismál séu sjaldgæf. Komi þau upp er tekið á þeim. Eineltismál eru eins ólík og þau eru mörg. Því miður er ekki alltaf hægt að lenda þessum erfiðu málum þannig að aðilar gangi sáttir frá borði. Þau eru flóknari en svo. Hvernig svo sem þeim lyktar skiptir öllu máli að aðilar finni að allt kapp var lagt í að leysa málið með faglegum og manneskjulegum aðferðum. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Geðheilbrigði Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein. Einelti í alls konar myndum virðist því miður lifa góðu lífi á sumum vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda/yfirmanna er mikil því hann hefur allt um það segja hvort tekið verði á eineltismáli með faglegum hætti. Verði það ekki gert eru allar líkur á að eineltishegðun muni lifa góðu lífi á vinnustaðnum. Ekki er öllum gefið að vera góður yfirmaður. Því miður finnast yfirmenn sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Það þýðir samt ekki að allir yfirmenn sem ekki teljast „góðir yfirmenn“ séu gerendur eineltis. Allir geta fundið sig í þeim aðstæðum að vera lagðir í einelti, líka yfirmaðurinn. Dæmi eru um að það sé ekki linnt látum á vinnustaðnum fyrr en búið er að koma yfirmanni frá, kannski vegna þess að hann var ómögulegur yfirmaður að mati einhverra. Þessi mál eru almennt séð ekki einföld og aldrei einsleit. Yfirmaður, gerandi eineltis Það sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er oft „valdafíkn“ í bland við minnimáttarkennd. Þessi yfirmaður misnotar gjarnan vald sitt til að næra laskað sjálf og eigið óöryggi. Svona yfirmaður heldur oft öllu starfsfólkinu í heljargreipum. Finnist honum einhver ógna sér eða skyggja á sig á vinnustaðnum gæti hann gripið til þess ráðs að reyna að koma þeim starfsmanni illa eða gera hann ótrúverðugan í augum annarra. Það sem einnig einkennir þessa tegund af yfirmanni er sveiflukennt skap og pirringur sem bitnar á starfsfólki eftir atvikum. Hann getur jafnframt átt það til að reiðast skyndilega, rjúka upp ef honum mislíkar. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna og að þeir geti átt von á „öllu“. Skilaboðin eru að enginn á vinnustaðnum skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar.Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert af hörku og óbilgirni. Farsæli yfirmaðurinn Sá yfirmaður sem telst góður skartar þveröfugum persónuleikaeinkennum en sá sem lýst er hér að ofan og hefur auk þess góða félagslega færni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður yfirmaður hefur tiltæka stefnu í ofbeldismálum og viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann leggur sig fram um að vera í jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu, leggja sig alla fram og hafa hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Metnaður yfirmannsins er líklegur til að smitast til starfsmannanna. Á vinnustað sem þessum er líklegt að eineltismál séu sjaldgæf. Komi þau upp er tekið á þeim. Eineltismál eru eins ólík og þau eru mörg. Því miður er ekki alltaf hægt að lenda þessum erfiðu málum þannig að aðilar gangi sáttir frá borði. Þau eru flóknari en svo. Hvernig svo sem þeim lyktar skiptir öllu máli að aðilar finni að allt kapp var lagt í að leysa málið með faglegum og manneskjulegum aðferðum. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar