Call of Duty: Vanguard - Sama gamla uppskriftin en kakan góð Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2021 08:46 Call of Duty: Vanguard er guðeinnveithvað-undi leikurinn í einni af vinsælli tölvuleikjaseríum heims. Fyrsti Call of Duty leikurinn kom út árið 2003 og fjallaði um seinni heimsstyrjöldina. Síðan þá hefur serían farið víðsvegar um heiminn og tíma og jafnvel farið út í geim. Nú er serían komin aftur til seinni heimsstyrjaldarinnar, aftur. Vanguard, eða eins og ég kýs að kalla hann: „Skyldan kallar: Framvarðarsveitin“ gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og eru spilarar settir í spor sérsveitar sem elta á upplýsingar um Project Phoenix á síðustu dögum Þriðja ríkisins svokallaða og stöðva upprisu þess fjórða. Áhugaverð saga Það er áhugaverð saga sem Vanguard segir manni og maður spilar sig í gegnum fyrri ævintýri meðlima sérsveitarinnar. Einn þeirra barðist í Normandí, annar í Afríku, ein í St. Pétursborg og einn var flugmaður í Kyrrahafsflota Bandaríkjanna. Borðin hans eru leiðinlegust. Í því fyrra flýgur maður flugvél, sem virkar ekki vel. Það hefur aldrei virkað vel í COD-leik og ég skil ekki af hverju það er sífellt reynt. Síðast þegar COD gerðist í seinni heimsstyrjöldinni var það leiðinlegt en það var reyndar ekki jafn leiðinlegt í Infinity Warfare. Activision Í síðara borði Kyrrahafsins er maður í frumskógi þar sem Japanar sjá mann og skjóta mann í gegnum þoku eða jafnvel í gegnum tré. Þið takið kannski eftir því að ég er í smá fýlu við þetta borð. Þessi sögusköpun í Vanguard er svolítið öðruvísi en maður hefur vanist í COD-leikjum hingað til og mér fannst hún skemmtileg. Einspilunarborð COD-leikja eru líka alltaf stútfull af hasar og spennu en ég hef lengi verið aðdáandi þessara hluta leikjanna. Þó sagan sé sögð öðruvísi er þó fátt nýtt að finna í Vanguard. Nasistar á Íslandi? Saga Vanguard tengist líka bæði Warzone og uppvakningahluta leikjanna, sem mögulega tengist Íslandi á einhvern hátt. Í upphafsmyndbandi uppvakningahluta Vanguard má sjá að Hitler sendi sérstök teymi víðsvegar um heiminn til að finna galdramuni og annað eins til að hjálpa nasistunum í stríðinu. Einn þessara muna gaf nasista drullusokki vald til að vekja hina dauðu upp á nýjan leik. Sjáið sérstaklega 1:06 hér. Nasistar COD virðast hafa fundið kyngimagnaða styttu hér á Íslandi. Það er eins með uppvakningahluta Vanguard og söguna. Það eru smá breytingar þarna frá því síðast en þetta er svo gott sem eins. Allt að fjórir spilarar snúa bökum saman gegn bylgjum uppvakninga og safna stigum. Þessi stig, og annað, notar maður til að gera sig betri en í hverri bylgju verða uppvakingarnir öflugari en áður. Til þess að drepa þá og leysa þau verkefni sem leysa þarf í bylgjunum þarf maður betri byssur, betri brynjur og aðra hæfileika sem maður fær með því að drekka djöfladjús og fórna svörtum hjörtum. Voða eðlilegt allt saman. Mér þykir þetta ekkert skemmtilegasti hluti Vanguard en ég komst að því með honum Óttari vini mínum að þetta er góð leið til að „grænda“ vopn og hermenn, eins og það kallast. Það er að segja að uppfæra vopnin og gera manni kleift að spila sem fleiri hermenn en hver hermaður hefur sýna hæfileika. Ég er ekki að tala um að Óttar væri að nudda sér utan í vopn og hermenn. Það væri skrítið. Activision Breytist lítið sem ekkert Fjölspilun Vanguard er nánast sú sama og hún var í Black Ops Cold War og Modern Warfare þar áður og í leiknum þar áður. Þessi upplifun breytist seint og snýst enn um að tiltölulega fáir spilarar spretta um í tiltölulega smáu borði og skjóta aðra í höfuðið áður en hægt er að bregðast við. Ef eitthvað, þá finnst mér spilunin vera orðin hraðari en áður en mögulega er það bara það að ég er orðinn eldri, ljótari og vitlausari. Það er í raun fullt að gera í fjölspiluninni og mismunandi leikir sem hægt er að spila. Það er auðvitað hægt að keppa í að drepa sem flesta, bæði allir á móti öllum og skipt í lið. Sömuleiðs geta lið keppt um að halda mismunandi svæðum og jafnvel svæðum sem hreyfast um borðið. Líklega mun Sledgehammar fjölga leikjum í framtíðinni en gallinn er sá að þetta er allt það sama. Við spilunina sjálfa er í raun erfitt að sjá einhvern mun á því sem maður er að gera í fjölspiluninni. Sama uppskriftin Það er seint hægt að segja að Sledgehammer og Activision séu að feta ótroðnar slóðir varðandi Vanguard. Einspilunin, fjölspilunin og uppvakningarnir. Þetta fylgir allt sömu gömlu uppskriftinni. Það þarf samt ekkert að vera svo slæmt enda er þetta ekki ein vinsælasta sería heims að ástæðulausu. Þó að Vanguard fari eftir gamalli uppskrift er kakan merkilega góð, ef svo má að orði komast. Sjitt, hvað ég get verið mælskur! Activision Vopn Vanguard eru frábær og hljóma vel. Það gera þau reyndar alltaf og það er í raun merkilegt hve góðir framleiðendur COD-leikjanna eru skotvopnum. Samt ekki, miðað við reynsluna. Það væri merkilegra ef þeir væru ekki góðir í því. Í gegnum einspilunarhluta leiksins (og annarra seinni heimsstyrjaldar-leikja) lifi ég eftir einni reglu. Ef þú finnur STG 44, þá tekur þú hana upp og notar hana til að skjóta nasista. STG 44 er einhver heimsins (tölvuleikjaheimsins) skemmtilegasta og besta byssa. Hikst og taktleysi Ég spilaði leikinn á PS5 og hef yfir fáu að kvarta, tæknilega séð. Það kom reglulega fyrir í einspiluninni að leikurinn stoppaði í tvær til þrjár sekúndur og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þá kom sömuleiðis fyrir að hljóð var ekki í takti við myndböndin á milli borða. Annars hef ég orðið lítið var við einhverskonar galla eða leiðindi. Activision Hitað upp fyrir nýtt borð í Warzone Það stefnir í miklar breytingar í Call of Duty: Warzone (Skyldan kallar: Vígvöllur) í næsta mánuði. Verdansk verður yfirgefið og næstu mánuði munu spilarar berjast á eyju í Kyrrahafinu. Í myndbandi sem finna má í Vanguard má sjá þá Adler og félaga úr Call of Duty: Black Ops Cold War (Skyldan kallar: Myrkraverk kalda stíðsins) finna gamalt neðanjarðarbyrgi í Verdansk. Þetta byrgi var smíðað af nasistum og þar er gamall hermaður sem stofnaði Vanguard á sínum tíma. Hann segir Adler og þeim frá því að hann hafi varið árum í að elta uppi síðustu nasistana og bendir á eyju í Kyrrahafinu, næsta borð Warzone. Samantekt-ish Það er í raun fátt sem mér dettur í hug að setja út á Call of Duty: Vanguard. Þetta er að mestu leyti hefðbundinn COD-leikur en virðist þó vel gerður í alla staði. Einspilunin vakti sérstaklega mikla lukku að þessu sinni, eins og hún gerir reyndar eiginlega alltaf hjá mér. Fjölspilunin er eins og hún er alltaf. Fyrir utan það að að líklegast munu flestir nota hana til að „grænda“ fyrir Warzone. Ég sé Vanguard að miklu leyti bara sem aukapakka við Warzone og það er líklega það sem viðskiptamódel Activision er byrjað að snúast um. Að fæða þá óseðjandi skepnu sem Warzone og spilarar leiksins eru. Nú erum við að fá ný vopn, nýja hermenn og jafnvel nýtt borð. Vanguard er í raun bara fínasti Call of Duty leikur og virkar vel heppnaður í alla staði, þó að hann sé alls ekkert einstakur. Það er í raun lítið um það annað að segja. Samt hefur mér einhvern veginn tekist að skrifa á tólf hundrað orð um hann. Segir það eitthvað? Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty hannar nýtt kerfi til að sporna gegn svindli Activision, útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty, vinnur að gerð nýs kerfis til að sporna gegn svindlurum í leikjunum Call of Duty: Warzone og Call of Duty: Vanguard. 14. október 2021 07:00 Black Ops Cold War: Hin skemmtilegasta rússíbanareið Ég var ekki búinn að spila Call of Duty: Black Ops - Cold War lengi þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði saknað góðrar COD einspilunar 19. nóvember 2020 08:46 Call of Duty: Warzone - Byggir á velgengni annarra leikja Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur og meðal þeirra bestu. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. 1. apríl 2020 10:00 Call of Duty: Modern Warfare - Besti COD í langan tíma Það er ýmislegt sem segja má um nýjasta Call of Duty-leikinn. Það fyrsta er að hann er sá besti í langan tíma. 30. október 2019 10:45 Call of Duty: Góð viðbót við langlífa seríu Call of Duty: Black Ops 4 góð viðbót við þessa langlífu leikjaseríu þó hann sé að mörgu leyti óhefðbundinn COD-leikur. 19. október 2018 10:30 Call of Duty WW2: Sama gamla formúlan Eftir nokkurra ára vandræði hafa forsvarsmenn Call of duty ákveðið að fara aftur að rótum sínum og sækja sækja seinni heimsstyrjöldina heim á ný. 9. nóvember 2017 10:00 Call of Duty: Fastir í gömlum förum IW er skemmtilegur leikur sem virkar eins og um sjö klukkutíma löng hasarmynd en gallinn er sá að þrátt fyrir að leikurinn líti lengra til framtíðarinnar en áður er lítið sem ekkert um framþróun. 11. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Vanguard, eða eins og ég kýs að kalla hann: „Skyldan kallar: Framvarðarsveitin“ gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og eru spilarar settir í spor sérsveitar sem elta á upplýsingar um Project Phoenix á síðustu dögum Þriðja ríkisins svokallaða og stöðva upprisu þess fjórða. Áhugaverð saga Það er áhugaverð saga sem Vanguard segir manni og maður spilar sig í gegnum fyrri ævintýri meðlima sérsveitarinnar. Einn þeirra barðist í Normandí, annar í Afríku, ein í St. Pétursborg og einn var flugmaður í Kyrrahafsflota Bandaríkjanna. Borðin hans eru leiðinlegust. Í því fyrra flýgur maður flugvél, sem virkar ekki vel. Það hefur aldrei virkað vel í COD-leik og ég skil ekki af hverju það er sífellt reynt. Síðast þegar COD gerðist í seinni heimsstyrjöldinni var það leiðinlegt en það var reyndar ekki jafn leiðinlegt í Infinity Warfare. Activision Í síðara borði Kyrrahafsins er maður í frumskógi þar sem Japanar sjá mann og skjóta mann í gegnum þoku eða jafnvel í gegnum tré. Þið takið kannski eftir því að ég er í smá fýlu við þetta borð. Þessi sögusköpun í Vanguard er svolítið öðruvísi en maður hefur vanist í COD-leikjum hingað til og mér fannst hún skemmtileg. Einspilunarborð COD-leikja eru líka alltaf stútfull af hasar og spennu en ég hef lengi verið aðdáandi þessara hluta leikjanna. Þó sagan sé sögð öðruvísi er þó fátt nýtt að finna í Vanguard. Nasistar á Íslandi? Saga Vanguard tengist líka bæði Warzone og uppvakningahluta leikjanna, sem mögulega tengist Íslandi á einhvern hátt. Í upphafsmyndbandi uppvakningahluta Vanguard má sjá að Hitler sendi sérstök teymi víðsvegar um heiminn til að finna galdramuni og annað eins til að hjálpa nasistunum í stríðinu. Einn þessara muna gaf nasista drullusokki vald til að vekja hina dauðu upp á nýjan leik. Sjáið sérstaklega 1:06 hér. Nasistar COD virðast hafa fundið kyngimagnaða styttu hér á Íslandi. Það er eins með uppvakningahluta Vanguard og söguna. Það eru smá breytingar þarna frá því síðast en þetta er svo gott sem eins. Allt að fjórir spilarar snúa bökum saman gegn bylgjum uppvakninga og safna stigum. Þessi stig, og annað, notar maður til að gera sig betri en í hverri bylgju verða uppvakingarnir öflugari en áður. Til þess að drepa þá og leysa þau verkefni sem leysa þarf í bylgjunum þarf maður betri byssur, betri brynjur og aðra hæfileika sem maður fær með því að drekka djöfladjús og fórna svörtum hjörtum. Voða eðlilegt allt saman. Mér þykir þetta ekkert skemmtilegasti hluti Vanguard en ég komst að því með honum Óttari vini mínum að þetta er góð leið til að „grænda“ vopn og hermenn, eins og það kallast. Það er að segja að uppfæra vopnin og gera manni kleift að spila sem fleiri hermenn en hver hermaður hefur sýna hæfileika. Ég er ekki að tala um að Óttar væri að nudda sér utan í vopn og hermenn. Það væri skrítið. Activision Breytist lítið sem ekkert Fjölspilun Vanguard er nánast sú sama og hún var í Black Ops Cold War og Modern Warfare þar áður og í leiknum þar áður. Þessi upplifun breytist seint og snýst enn um að tiltölulega fáir spilarar spretta um í tiltölulega smáu borði og skjóta aðra í höfuðið áður en hægt er að bregðast við. Ef eitthvað, þá finnst mér spilunin vera orðin hraðari en áður en mögulega er það bara það að ég er orðinn eldri, ljótari og vitlausari. Það er í raun fullt að gera í fjölspiluninni og mismunandi leikir sem hægt er að spila. Það er auðvitað hægt að keppa í að drepa sem flesta, bæði allir á móti öllum og skipt í lið. Sömuleiðs geta lið keppt um að halda mismunandi svæðum og jafnvel svæðum sem hreyfast um borðið. Líklega mun Sledgehammar fjölga leikjum í framtíðinni en gallinn er sá að þetta er allt það sama. Við spilunina sjálfa er í raun erfitt að sjá einhvern mun á því sem maður er að gera í fjölspiluninni. Sama uppskriftin Það er seint hægt að segja að Sledgehammer og Activision séu að feta ótroðnar slóðir varðandi Vanguard. Einspilunin, fjölspilunin og uppvakningarnir. Þetta fylgir allt sömu gömlu uppskriftinni. Það þarf samt ekkert að vera svo slæmt enda er þetta ekki ein vinsælasta sería heims að ástæðulausu. Þó að Vanguard fari eftir gamalli uppskrift er kakan merkilega góð, ef svo má að orði komast. Sjitt, hvað ég get verið mælskur! Activision Vopn Vanguard eru frábær og hljóma vel. Það gera þau reyndar alltaf og það er í raun merkilegt hve góðir framleiðendur COD-leikjanna eru skotvopnum. Samt ekki, miðað við reynsluna. Það væri merkilegra ef þeir væru ekki góðir í því. Í gegnum einspilunarhluta leiksins (og annarra seinni heimsstyrjaldar-leikja) lifi ég eftir einni reglu. Ef þú finnur STG 44, þá tekur þú hana upp og notar hana til að skjóta nasista. STG 44 er einhver heimsins (tölvuleikjaheimsins) skemmtilegasta og besta byssa. Hikst og taktleysi Ég spilaði leikinn á PS5 og hef yfir fáu að kvarta, tæknilega séð. Það kom reglulega fyrir í einspiluninni að leikurinn stoppaði í tvær til þrjár sekúndur og hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist. Þá kom sömuleiðis fyrir að hljóð var ekki í takti við myndböndin á milli borða. Annars hef ég orðið lítið var við einhverskonar galla eða leiðindi. Activision Hitað upp fyrir nýtt borð í Warzone Það stefnir í miklar breytingar í Call of Duty: Warzone (Skyldan kallar: Vígvöllur) í næsta mánuði. Verdansk verður yfirgefið og næstu mánuði munu spilarar berjast á eyju í Kyrrahafinu. Í myndbandi sem finna má í Vanguard má sjá þá Adler og félaga úr Call of Duty: Black Ops Cold War (Skyldan kallar: Myrkraverk kalda stíðsins) finna gamalt neðanjarðarbyrgi í Verdansk. Þetta byrgi var smíðað af nasistum og þar er gamall hermaður sem stofnaði Vanguard á sínum tíma. Hann segir Adler og þeim frá því að hann hafi varið árum í að elta uppi síðustu nasistana og bendir á eyju í Kyrrahafinu, næsta borð Warzone. Samantekt-ish Það er í raun fátt sem mér dettur í hug að setja út á Call of Duty: Vanguard. Þetta er að mestu leyti hefðbundinn COD-leikur en virðist þó vel gerður í alla staði. Einspilunin vakti sérstaklega mikla lukku að þessu sinni, eins og hún gerir reyndar eiginlega alltaf hjá mér. Fjölspilunin er eins og hún er alltaf. Fyrir utan það að að líklegast munu flestir nota hana til að „grænda“ fyrir Warzone. Ég sé Vanguard að miklu leyti bara sem aukapakka við Warzone og það er líklega það sem viðskiptamódel Activision er byrjað að snúast um. Að fæða þá óseðjandi skepnu sem Warzone og spilarar leiksins eru. Nú erum við að fá ný vopn, nýja hermenn og jafnvel nýtt borð. Vanguard er í raun bara fínasti Call of Duty leikur og virkar vel heppnaður í alla staði, þó að hann sé alls ekkert einstakur. Það er í raun lítið um það annað að segja. Samt hefur mér einhvern veginn tekist að skrifa á tólf hundrað orð um hann. Segir það eitthvað?
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty hannar nýtt kerfi til að sporna gegn svindli Activision, útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty, vinnur að gerð nýs kerfis til að sporna gegn svindlurum í leikjunum Call of Duty: Warzone og Call of Duty: Vanguard. 14. október 2021 07:00 Black Ops Cold War: Hin skemmtilegasta rússíbanareið Ég var ekki búinn að spila Call of Duty: Black Ops - Cold War lengi þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði saknað góðrar COD einspilunar 19. nóvember 2020 08:46 Call of Duty: Warzone - Byggir á velgengni annarra leikja Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur og meðal þeirra bestu. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. 1. apríl 2020 10:00 Call of Duty: Modern Warfare - Besti COD í langan tíma Það er ýmislegt sem segja má um nýjasta Call of Duty-leikinn. Það fyrsta er að hann er sá besti í langan tíma. 30. október 2019 10:45 Call of Duty: Góð viðbót við langlífa seríu Call of Duty: Black Ops 4 góð viðbót við þessa langlífu leikjaseríu þó hann sé að mörgu leyti óhefðbundinn COD-leikur. 19. október 2018 10:30 Call of Duty WW2: Sama gamla formúlan Eftir nokkurra ára vandræði hafa forsvarsmenn Call of duty ákveðið að fara aftur að rótum sínum og sækja sækja seinni heimsstyrjöldina heim á ný. 9. nóvember 2017 10:00 Call of Duty: Fastir í gömlum förum IW er skemmtilegur leikur sem virkar eins og um sjö klukkutíma löng hasarmynd en gallinn er sá að þrátt fyrir að leikurinn líti lengra til framtíðarinnar en áður er lítið sem ekkert um framþróun. 11. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty hannar nýtt kerfi til að sporna gegn svindli Activision, útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty, vinnur að gerð nýs kerfis til að sporna gegn svindlurum í leikjunum Call of Duty: Warzone og Call of Duty: Vanguard. 14. október 2021 07:00
Black Ops Cold War: Hin skemmtilegasta rússíbanareið Ég var ekki búinn að spila Call of Duty: Black Ops - Cold War lengi þegar ég áttaði mig á því hvað ég hafði saknað góðrar COD einspilunar 19. nóvember 2020 08:46
Call of Duty: Warzone - Byggir á velgengni annarra leikja Call of Duty: Warzone fær margt lánað frá öðrum svokölluðum Battle Royale leikjum. Þrátt fyrir það er leikurinn nokkuð einstakur og meðal þeirra bestu. Hann einkennist helst af einfaldleika og miklum hraða. 1. apríl 2020 10:00
Call of Duty: Modern Warfare - Besti COD í langan tíma Það er ýmislegt sem segja má um nýjasta Call of Duty-leikinn. Það fyrsta er að hann er sá besti í langan tíma. 30. október 2019 10:45
Call of Duty: Góð viðbót við langlífa seríu Call of Duty: Black Ops 4 góð viðbót við þessa langlífu leikjaseríu þó hann sé að mörgu leyti óhefðbundinn COD-leikur. 19. október 2018 10:30
Call of Duty WW2: Sama gamla formúlan Eftir nokkurra ára vandræði hafa forsvarsmenn Call of duty ákveðið að fara aftur að rótum sínum og sækja sækja seinni heimsstyrjöldina heim á ný. 9. nóvember 2017 10:00
Call of Duty: Fastir í gömlum förum IW er skemmtilegur leikur sem virkar eins og um sjö klukkutíma löng hasarmynd en gallinn er sá að þrátt fyrir að leikurinn líti lengra til framtíðarinnar en áður er lítið sem ekkert um framþróun. 11. nóvember 2016 12:00