Fjöldi fólks höfðar mál á hendur Travis Scott vegna tónleika þar sem átta létust Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2021 23:37 Scott er hér á tónleikunum örlagaríku um helgina, þar sem átta létu lífið. Rick Kern/Getty Bandaríski rapparinn Travis Scott stendur frammi fyrir fjölda málsókna eftir að minnst átta létu lífið og hundruð slösuðust í örtröð sem varð á tónleikum hans á tónlistarhátíðinni Astroworld í Texas um helgina. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að einn tónleikagesta sem slasaðist saki rapparann um að hafa hvatt til óeirða meðal tónleikagesta. Sá hefur einnig höfðað mál gegn rapparanum Drake sem steig óvænt á svið á tónleikunum og krefst hann einnar milljónar dollara í miskabætur, eða um 130 milljóna íslenskra króna. Svo virðist sem nokkuð óðagot hafi orðið á tónleikunum þegar hópur tónleikagesta ýtti fólki fyrir framan sig nær sviðinu um leið og Scott birtist þar. BBC hefur eftir tónleikagesti að nokkrum mínútum eftir að tónleikarnir hófust hafi hann verið nokkuð viss um að fólk myndi verða undir og deyja í mannhafinu. „Maður gat ekki hreyft sig eða klórað sér í frama, svo þröngt var þarna,“ sagði Lucas Naccarati við BBC. Ástæðan fyrir troðningnum sem myndaðist virðist hafa verið einföld. Of margir hafi verið á tónleikasvæðinu. Sú staðreynd, auk geðshræringarinnar sem greip um sig þegar rapparinn steig á svið, hafi orðið þess valdandi að minnst átta hafi troðist undir og látist. Ítrekuðum hjálparköllum ekki svarað Breska ríkisútvarpið hefur eftir Tony Buzbee, lögmanni í Houston-borg í Texas, að lögmannsstofa hans væri nú með mál 35 einstaklinga á sinni könnu. Þau mál tengdust öll því „vítaverða gáleysi“ sem leitt hefði til ástandsins sem skapaðist við tónleikasviðið. Buzbee segir að mál hafi verið höfðuð á hendur Scott sjálfum, skipuleggjendum tónleikanna og framkvæmdaaðilum sem að þeim komu. Þar á meðal sé fyrirtækið sem sá um öryggisráðstafanir á tónleikastaðnum. Meðal þess sem Buzbee fer fram á fyrir hendur skjólstæðinga sinna er bráðabirgðalögbann sem myndi skylda Scott og aðra sem málshöfðanirnar beinast að til þess að varðveita sönnunargögn tengd málinu, til að mynda smáskilaboð og önnur samskipti tengd tónleikunum. Meðal skjólstæðinga Buzbee er fjölskylda hins 21 árs Axel Acosta, sem lést þegar hann var troðinn undir í mannfjöldanum. „Þegar hann hneig niður tröðkuðu aðrir tónleikagestir, sem sjálfir voru að reyna að ná andanum, á honum eins og rusli,“ sagði Buzbee á fréttamannafundi með fjölskyldu Acosta sér við hlið. Þá segir í gögnum annarrar málsóknar að tónleikagestir hafi ítrekað beðið öryggisverði á svæðinu um hjálp, en þeir hafi verið hundsaðir með öllu. Breska ríkisútvarpið greinir þá frá því að minnst einn annar lögmaður muni fyrir hönd fleiri en eins umbjóðanda höfða mál á hendur Scott vegna þess hvernig staðið var að tónleikunum. Ekki fyrstu tónleikar Scott sem enda illa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Scott hefur legið undir ámæli fyrir hegðun sína á mannmörgum tónleikum. Árið 2018 gekkst hann við ákæru um óspektir á almannafæri þegar honum var gefið að sök að hafa hvatt gesti á tónleikum sínum til þess að fylkja sér eins nálægt sviðinu og hægt var. Þá er hann sagður hafa greitt um sjö þúsund dollara, rúmlega 900 þúsund krónur, í miskabætur til þeirra sem slösuðust í það skiptið. Í yfirlýsingu sem rapparinn gaf út vegna atburða helgarinnar sagðist Scott ætla að vinna með samfélaginu í Houston til þess að láta gróa um heilt og styðja við fjölskyldur sem ættu um sárt að binda vegna þeirra. Eins sagðist hann ætla að greiða fyrir útfarir þeirra átta sem létust á tónleikunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Lögregla rannsakar dauða átta sem tróðust undir á tónleikum Lögreglan í Houston í Texas hefur hafið rannsókn á dauða átta sem tróðust undir á tónleikum á tónleikahátíðinni Astroworld á föstudag. Hinir látnu voru á aldrinum fjórtán til 27 ára. 7. nóvember 2021 09:00