Ábyrgð Ríkissjónvarpsins gagnvart þolendum ofbeldis Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa 9. nóvember 2021 08:00 „Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku. Við þessi orð staldra þolendur ofbeldis í nánum samböndum, konur og uppkomin börn. Mæðrum og börnum þeirra er ekki trúað af kerfinu þegar feður hafa beitt börnin og mæður þeirra ofbeldi og mæðrum er gert ókleift af yfirvöldum að vernda börn sín. Börnum, sem segja frá ofbeldi foreldris, er ekki trúað af yfirvöldum og uppkomin börn þurfa oft að slíta tengsl við stóran hluta ef ekki alla fjölskyldu sína, til þess að geta lifað af, vegna þess að þeim er ekki trúað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem RÚV birtir efni frá einhliða sjónarhorni skaðlegu þolendum ofbeldis sem er til þess fallið að ýta enn frekar undir að þeim sé ekki trúað. Í apríl 2017 var þáttur á dagskrá, auglýstur á Facebook- síðu Kveiks þar sem umfjöllunarefnið var „foreldraútilokun sem alvarlegt ofbeldisbrot“. Þóra Arnórsdóttir stýrði þættinum þar sem burðarbitinn er viðtal við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðing sem titluð var við tilefnið, sérfræðingur í barnarétti. María sem hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi, um að tálmun á umgengni sé foreldraútilokun og jafngildi í sjálfu sér ofbeldi gegn barni. Tilefni umfjöllunar á RÚV var ráðstefna á vegum Félags um foreldrajafnrétti og Börnin okkar, þrýstihópa umgengnisforeldra, sem hafa um árabil hvatt til þess að takmarkanir á umgengni séu skilgreindar sem ofbeldi. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram frumvarp til Alþingis um að brot forsjárforeldris gegn umgengnisrétti ætti að varða við allt að fimm ára fangelsisvist, var haft eftir Maríu Júlíu Rúnarsdóttur þáverandi héraðsdómslögmanni og núverandi sýslumannsfulltrúa: „Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi“. Þetta kaldranalega viðhorf dregur upp ranga mynd af stöðu mála sem langflest varða ofbeldi í fjölskyldum, og gefur í skyn að takmörkun á umgengni sé á einhvern hátt sambærilegt við að beita barn kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ýtir það frekar undir samúð með gerendum ofbeldis og málar þolendur upp sem gerendur. Að kalla það rannsóknarblaðamennsku að fjalla einhliða um foreldraútilokun sem meint ofbeldi mæðra gegn börnum sínum, er eitthvað sem stenst ekki eina leit á google. Framsetning þáttarins var frá sjónarhorni sem kokgleypir við hugmyndafræði sem hefur víðast verið sett í flokk rusl- vísinda af fræðafólki og verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja kenninguna. Viðmælandi þáttarins, María Júlía, hefur engu að síður staðhæft að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði þar sem hún leggur tálmun á umgengni að jöfnu við foreldrafirringu. Hugmyndafræði sem ýtir undir neikvæðar staðalímyndir af konum og er réttnefnd kvenhaturskenning, var framreidd fyrir landsmenn á RÚV sem viðtekin staðreynd. Það sem ekki kom fram í þættinum var, að vissulega hefur hugtakinu verið beitt af meðferðaraðilum og lögmönnum, oftast til fulltingis gerendum og kenningunni til brautargengis sem þungamiðju í ákvörðun fjölskyldu- og barnaréttar. Það kom heldur ekki fram að niðurstaða þess er slóð eyðileggingar og óréttlætis, jafnvel þó að varað sé við notkun þessarar hugmyndafræði í lögskýringum með íslenskum barnalögum. Dagskrárgerðarfólk Kveiks, áður fréttaskýringaþáttar Kastljóss, hefur ekki sýnt áhuga á að skoða sjónarhorn þolenda heimilisofbeldis sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum kvenhaturshugmyndum sem haldið var á lofti sem sannindum, þrátt fyrir að leitað hafi verið til þeirra. Ritstjórn Kveiks virðist til að mynda ekki telja eiga erindi í þáttinn mál barna sem segja frá kynferðisbrotum föður gegn þeim, staðfest í Barnahúsi, en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skikkar í eftirlitslausa umgengni við gerandann og áfellist móðurina sérstaklega fyrir að greina frá ofbeldinu. Skaðinn af vandlætingunni í samfélaginu gagnvart konum sem segja frá ofbeldi er áþreifanlegur í lífi barna og mæðra með ákvörðun sýslumanna og dómstóla eins og samtökin Líf án ofbeldis og talsfólk þeirra hefur reynt með öllum ráðum að koma á framfæri. Gabríela er formaður samtakanna Líf án ofbeldis og Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Ríkisútvarpið Kynferðisofbeldi Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
„Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku. Við þessi orð staldra þolendur ofbeldis í nánum samböndum, konur og uppkomin börn. Mæðrum og börnum þeirra er ekki trúað af kerfinu þegar feður hafa beitt börnin og mæður þeirra ofbeldi og mæðrum er gert ókleift af yfirvöldum að vernda börn sín. Börnum, sem segja frá ofbeldi foreldris, er ekki trúað af yfirvöldum og uppkomin börn þurfa oft að slíta tengsl við stóran hluta ef ekki alla fjölskyldu sína, til þess að geta lifað af, vegna þess að þeim er ekki trúað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem RÚV birtir efni frá einhliða sjónarhorni skaðlegu þolendum ofbeldis sem er til þess fallið að ýta enn frekar undir að þeim sé ekki trúað. Í apríl 2017 var þáttur á dagskrá, auglýstur á Facebook- síðu Kveiks þar sem umfjöllunarefnið var „foreldraútilokun sem alvarlegt ofbeldisbrot“. Þóra Arnórsdóttir stýrði þættinum þar sem burðarbitinn er viðtal við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðing sem titluð var við tilefnið, sérfræðingur í barnarétti. María sem hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi, um að tálmun á umgengni sé foreldraútilokun og jafngildi í sjálfu sér ofbeldi gegn barni. Tilefni umfjöllunar á RÚV var ráðstefna á vegum Félags um foreldrajafnrétti og Börnin okkar, þrýstihópa umgengnisforeldra, sem hafa um árabil hvatt til þess að takmarkanir á umgengni séu skilgreindar sem ofbeldi. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram frumvarp til Alþingis um að brot forsjárforeldris gegn umgengnisrétti ætti að varða við allt að fimm ára fangelsisvist, var haft eftir Maríu Júlíu Rúnarsdóttur þáverandi héraðsdómslögmanni og núverandi sýslumannsfulltrúa: „Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi“. Þetta kaldranalega viðhorf dregur upp ranga mynd af stöðu mála sem langflest varða ofbeldi í fjölskyldum, og gefur í skyn að takmörkun á umgengni sé á einhvern hátt sambærilegt við að beita barn kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ýtir það frekar undir samúð með gerendum ofbeldis og málar þolendur upp sem gerendur. Að kalla það rannsóknarblaðamennsku að fjalla einhliða um foreldraútilokun sem meint ofbeldi mæðra gegn börnum sínum, er eitthvað sem stenst ekki eina leit á google. Framsetning þáttarins var frá sjónarhorni sem kokgleypir við hugmyndafræði sem hefur víðast verið sett í flokk rusl- vísinda af fræðafólki og verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja kenninguna. Viðmælandi þáttarins, María Júlía, hefur engu að síður staðhæft að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði þar sem hún leggur tálmun á umgengni að jöfnu við foreldrafirringu. Hugmyndafræði sem ýtir undir neikvæðar staðalímyndir af konum og er réttnefnd kvenhaturskenning, var framreidd fyrir landsmenn á RÚV sem viðtekin staðreynd. Það sem ekki kom fram í þættinum var, að vissulega hefur hugtakinu verið beitt af meðferðaraðilum og lögmönnum, oftast til fulltingis gerendum og kenningunni til brautargengis sem þungamiðju í ákvörðun fjölskyldu- og barnaréttar. Það kom heldur ekki fram að niðurstaða þess er slóð eyðileggingar og óréttlætis, jafnvel þó að varað sé við notkun þessarar hugmyndafræði í lögskýringum með íslenskum barnalögum. Dagskrárgerðarfólk Kveiks, áður fréttaskýringaþáttar Kastljóss, hefur ekki sýnt áhuga á að skoða sjónarhorn þolenda heimilisofbeldis sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum kvenhaturshugmyndum sem haldið var á lofti sem sannindum, þrátt fyrir að leitað hafi verið til þeirra. Ritstjórn Kveiks virðist til að mynda ekki telja eiga erindi í þáttinn mál barna sem segja frá kynferðisbrotum föður gegn þeim, staðfest í Barnahúsi, en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skikkar í eftirlitslausa umgengni við gerandann og áfellist móðurina sérstaklega fyrir að greina frá ofbeldinu. Skaðinn af vandlætingunni í samfélaginu gagnvart konum sem segja frá ofbeldi er áþreifanlegur í lífi barna og mæðra með ákvörðun sýslumanna og dómstóla eins og samtökin Líf án ofbeldis og talsfólk þeirra hefur reynt með öllum ráðum að koma á framfæri. Gabríela er formaður samtakanna Líf án ofbeldis og Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun