Segir að samtölin við landsliðsmenn verði á óformlegum nótum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 11:01 Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ í byrjun október. vísir/hulda margrét Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanni KSÍ, líst vel á þær tillögur sem starfshópur sambandsins lagði til um breytingar „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“ innan KSÍ. Hún segir að samtöl sín við leikmenn karlalandsliðsins á næstu dögum verði á óformlegu nótunum. Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“ KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Í síðustu viku skilaði starfshópurinn sem KSÍ setti á laggirnar í haust skýrslu sinni um breytingar á störfum sambandsins í ýmsum málum. Í skýrslunni eru lagðar fram fjórar tillögur til að breyta vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ. Einnig eru lagðar fram nokkrar leiðir til að ná markmiði hverrar tillögu. „Við erum mjög þakklátt fyrir þessa vinnu og tillögur. Við í stjórninni ætlum að fara yfir þær og vinna með þær,“ sagði Vanda í samtali við Vísi. Skýrslu starfshópsins má lesa með því að smella hér. Í skýrslunni er lagt til að siðareglur KSÍ verði uppfærðar. Einnig er mælt með því að sér grein um ofbeldi verði bætt við siðareglurnar. Þessi vinna er komin vel á veg. „Þetta er þegar í gangi. Við settum þetta strax í gang. Þetta var eitt af því fyrsta sem við í nýju stjórninni gerðum,“ sagði Vanda og bætti við að gömlu siðareglurnar væru komnar til ára sinna. „Þær eru frá 2010 ef ég man rétt og það var kominn tími á að endurskoða þær.“ Starfshópurinn hvatti til þess að KSÍ léti landsliðsfólk sitt skrifa undir samning sem tekur mið af siðareglum. Starfshópur á vegum ÍSÍ skoðar nú gerð slíkra samninga. „Ég veit að þetta er partur af vinnu þessa starfshóps. Það er verið að gera reglur fyrir alla íþróttahreyfinguna, ekki bara fyrir KSÍ,“ sagði Vanda. Hún fór út til Rúmeníu í morgun til móts við karlalandsliðið. Það mætir Rúmenum í Búkarest annað kvöld og Norður-Makedóníumönnum í Skopje á sunnudaginn. Þetta eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsta landsliðsferð Vöndu og hún hefur sagst ætla að nýta tækifæri og ræða við leikmenn landsliðsins. Þær samræður verða þó frekar á óformlegum nótum og Vanda ítrekar að fótboltinn verði í fyrsta sæti. „Í fyrsta lagi er þetta landsliðsferð. Þeir eru að spila landsleiki og landsliðsþjálfararnir stjórna. En ég ætla bara að fylgjast með, vera á æfingum og fundum. Ég er auðvitað gamall þjálfari og hef svo gaman að þessum hluta. Ég held að þetta verði meira á óformlegum nótum að þessu sinni,“ sagði Vanda. „Ég hef sagt það, og stend við það, að það sé samtal við landsliðsfólkið og það finni að það geti leitað til okkar ef það er eitthvað. Við erum í þessu saman. Það verður svo gaman að fylgjast með þessu efnilega liði á næstu árum.“
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37 Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30 Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Vilja að allir leikmenn í landsliðum og meistaraflokkum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota Starfshópurinn sem vann að breytingum á vinnulagi, viðhorfi og menningu innan KSÍ leggur til að leikmenn í meistaraflokkum og landsliðum upplýsi um kærur vegna kynferðis- og ofbeldisbrota. 5. nóvember 2021 12:37
Starfshópurinn hvetur KSÍ eindregið til að gera samninga við landsliðsfólk Starfshópurinn sem Knattspyrnusamband Íslands setti á laggirnar í storminum í haust hefur nú lokið vinnu sinni og skilað til KSÍ tillögum „varðandi vinnulag, viðhorf og menningu“. 4. nóvember 2021 14:30