Fótbolti

Pogba gæti verið frá út árið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba gæti verið frá keppni í allt að átta vikur.
Franski landsliðsmaðurinn Paul Pogba gæti verið frá keppni í allt að átta vikur. Jonathan Moscrop/Getty Images

Paul Pogba, miðjumaður Manchester United, gæti verið frá út árið vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með franska landsliðinu í gær. 

Pogba gæti verið frá í sex til átta vikur, en fari það svo að þessi 28 ára miðjumaður verði frá í átta vikur spilar hann ekki meira á þessu ári.

Hann gæti því misst af tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu og allt að tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinni.



Samningur Pogba við United rennur út næsta sumar, en þegar nýja árið gengur í garð getur Frakkinn hafið viðræður við önnur lið verði hann ekki búinn að endurnýja samning sinn við United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×