Gagnrýnir samkomulag ríkis og kirkju harðlega: „Sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 22:06 Siggeir F. Ævarsson er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, telur að samkomulag ríkis og kirkju frá árinu 1997, iðulega kallað kirkjujarðasamkomulagið, séu óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar. Þeir muni að endingu kosta ríkið yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira