Gagnrýnir samkomulag ríkis og kirkju harðlega: „Sannarlega óhagstæðustu samningar sem ríkið hefur gert“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 22:06 Siggeir F. Ævarsson er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Siggeir F. Ævarsson, framkvæmdastjóri lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar, telur að samkomulag ríkis og kirkju frá árinu 1997, iðulega kallað kirkjujarðasamkomulagið, séu óhagstæðustu samningar Íslandssögunnar. Þeir muni að endingu kosta ríkið yfir 100 milljarða og skila litlu sem engu til baka. Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Siggeir gerir samkomulagið, sem fól í sér yfirtöku ríkisins á hundruðum jarða, gegn greiðslu launa presta, að umfjöllunarefni sínu í pistli sem birtist á Vísi í dag. Hann vísar til annarrar greinar sem hann skrifaði um samkomulagið árið 2019, þar sem hann fullyrti líkt og nú að samkomulagið væri afar óhagstætt fyrir ríkið. „Á þeim tímapunkti var um hálfgerðan leynisamning að ræða. Enginn vissi nákvæmlega hvaða jarðir lágu til grundvallar samningnum og því síður hvert virði þeirra er. Í umræðum um greinina sökuðu sumir mig um að ljúga. Það væri alveg ljóst hvaða jarðir væri um að ræða og að virði þeirra væri gífurlegt. Ýktasta talan sem heyrst hefur er 17.000 milljarðar, haldið fram í fullri alvöru. Til samanburðar er heildarfasteignamat allra fasteigna á Íslandi 9.429 milljarðar króna, skv. vefsíðu Þjóðskrár,“ skrifar Siggeir. Í gegnum tíðina hafi ýmsir þingmenn reynt að kalla fram upplýsingar um téðar kirkjujarðir, en með litlum árangri. Hins vegar hafi dregið til tíðinda í haust þegar fjármálaráðuneytið hafi látið Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata, í té upplýsingar um virði jarðanna. „Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart sem hefur kynnt sér þessi mál en virði þeirra reyndist ekki hátt.“ Ríkið fái ekkert til baka Fasteignamat þeirra kirkjujarða sem enn séu í eigu ríkisins séu tæpir 2,8 milljarðar króna. Ófáar jarðir hafi þá verið seldar en uppreiknað söluverð þeirra sé um 4,2 milljarðar króna. Uppreiknað heildarvirði jarðanna sé því sjö milljarðar króna. Eftir standi jarðir í eigu ríkisins sem séu minna virði en árlegar greiðslur ríkisins til kirkjunnar, sem hafi verið tæpir fjórir milljarðar á þessu ári. „Réttlæting kirkjujarðasamkomulagsins er á þá leið að virði kirkjujarðanna og arður af þeim eigi að standa undir þessum háu greiðslum til kirkjunnar. Það þarf engan stærðfræðisnilling til að sjá það í hendi sér að virði þessara jarða þyrfti að hlaupa á tugum, ef ekki hundruðum milljarða, ef samningurinn ætti að vera sjálfbær. Það er morgunljóst að jarðeignir sem eru undir þriggja milljarða virði, geta ekki borið fjögurra milljarða arðgreiðslur á hverju ári. Það er mjög einfalt reikningsdæmi og gengur ekki upp, sama hvernig er reiknað,“ skrifar Siggeir og telur að af þessu megi sjá að samkomulagið sé óhagstæðasti samningur sem ríkið hafi gert. Þegar hafi verið greiddir um 60 milljarðar fyrir jarðirnar, og ríkið sé skuldbundið til að greiða aðra eins upphæð á næstu 13 árum. Þannig muni samkomulagið að endingu kosta ríkið vel yfir 100 milljarða og „skila litlu sem engu til baka.“ „Endurnýjun samkomulagsins var keyrð í gegnum þingið án umræðu og samningarnir undirritaðir af ráðherra óeðlilega langt fram í tímann. Samkvæmt lögum um ríkisfjármál er einungis heimilt að skuldbinda ríkið til fimm ára í senn, og verður þessi samningur því að teljast á mörkum þess að vera löglegur gjörningur,“ skrifar Siggeir, en samkomulagið var árið 2019 framlengt um 15 ár, þó með nokkrum breytingum frá upprunalegu samkomulagi. Ekki fullt trúfrelsi Siggeir bendir þá á að á grundvelli samkomulagsins, sem hann segir hörmulegt, fái Þjóðkirkjan um fjóra milljarða árlega frá ríkinu. Ofan á það bætist sóknargjöld, sem einnig séu greidd af ríkinu og tekin af skattfé landsmanna. Líka þeirra sem standi utan trúfélaga. Þessi fjármunur fari svo meðal annars í að greiða laun presta og starfsfólks biskupsstofu. „En samt eru þeir ekki ríkisstarfsmenn né kirkjan ríkisstofnun, bara á ríkisfjárlögum svo langt fram í tímann sem augað eygir. Það þarf töluverða pólítíska loftfimleika til að leyfa sér að kalla endurnýjun þessara samninga „stórt skref til sjálfstæðis þjóðkirkjunnar“ eins og sumir þingmenn og kirkjunnar fólk hefur gert - Á Íslandi mun einfaldlega ekki ríkja fullt trúfrelsi meðan eitt trúfélag fær 4 milljarða meðgjöf frá ríkinu ár hvert án þess að hafa nokkuð til þess unnið.“ Siggeir ræddi málið einnig við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag en viðtalið við hann má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira