Sakar „höfuðpaur í Moskvu“ um að standa að baki flóttamannakrísunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 23:15 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, ávarpaði landamæraverði við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Varnarmálaráðuneyti Póllands/Getty Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, hefur sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að vera á bak við flóttamannakrísuna sem hefur myndast á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“ Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Morawiecki að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ráði förinni hvað krísuna varðar en að ástandið megi þó rekja til „höfuðpaurs í Moskvu.“ Minnst tvö þúsund manns eru nú við landamæri Hvíta-Rússlands og Póllands en Pólverjar hafa kallað út fjölda hermanna til að verja landamærin. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sakað Lúkasjenka um að laða flótta- og farandfólk til Hvíta-Rússlands og nota það í pólitískum tilgangi. Rússnesk stjórnvöld hafa lagt til að Evrópusambandið greiði Hvítrússum fyrir að stöðva flæði fólks inn um landamæri sambandsins í Póllandi. Sjálfur hefur Lúkasjenka hafnað því að hann hafi fyrirskipað að flóttafólk yrði sent yfir landamærin til Póllands, í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana gegn Hvíta-Rússlandi. Meirihluti flóttafólksins eru ungir menn, en í hópi þeirra er einnig að finna konur og börn. Fólkið er að meginstefnu til frá Mið-Asíu og Mið-Austurlöndum. Fólkið hefur tjaldað upp við landamærin, rétt innan Hvíta-Rússlands, og er í raun fast milli pólskra og hvítrússneskra landamæravarða. Hitastigið við landamærin hefur farið niður fyrir frostmark að undanförnu og nokkur fjöldi flóttafólks hefur þegar látið lífið á svæðinu. Segir leikþátt settan á svið Á neyðarfundi pólska þingsins í dag sagði forsætisráðherrann Morawiecki að árás Lúkasjenka ætti sér höfuðpaur í Moskvu. „Sá höfuðpaur er Pútín Rússlandsforseti.“ Forsætisráðherrann sakaði þá Lúkasjenka og Pútín um að ógna stöðugleika Evrópusambandsins með því að hleypa flóttafólki inn um landamæri sambandsins og lýsti ástandinu sem „nýrri tegund af stríði, þar sem fólk er notað sem skildir.“ Eins sakaði hann leiðtogana tvo um að setja á svið leikþátt, sem væri ætlað að skapa ringulreið innan sambandsins. Þá sagði forsætisráðherrann að landamæraöryggi Póllands hefði ekki verið ógnað jafn grimmilega í 30 ár. Lúkasjenka (t.v.) og Pútín eru bandamenn miklir.Mikhail Svetlov/Getty Pólsk stjórnvöld einnig sökuð um misgjörðir Pólsk stjórnvöld hafa þá verið sökuð um að vísa flóttafólki sem komist hefur til Póllands aftur yfir til Hvíta-Rússlands, þvert á alþjóðlegar reglur um hælisleitendur. Þá hefur fréttariturum og fulltrúum alþjóðasamtaka verið meinaður aðgangur að svæðinu þar sem flóttafólkið hefur haldið til. „Enginn hleypir okkur neitt,“ hefur breska ríkisútvarpið eftir Shwan Kurd, írökskum flóttamanni sem reynt hefur að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Hann sagði frá því hvernig hann hefði komið til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, frá Baghdad í Írak í upphafi nóvember. Nú væri hann staddur í bráðabirgðabúðum aðeins nokkrum metrum frá gaddavírsgirðingum á landamærum Póllands. „Það er engin leið að sleppa. Pólland vill ekki hleypa okkur inn. Á hverju kvöldi fljúga þyrlur yfir. Þeir leyfa okkur ekki að sofa. Það er hvorki matur né drykkur hérna. Hér eru lítil börn, gamalmenni og konur, og fjölskyldur.“
Hvíta-Rússland Pólland Rússland Evrópusambandið Tengdar fréttir Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Óttast vopnuð átök á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands Pólverjar vara við því að til vopnaðra átaka gæti komið á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands, þar sem fjöldi flóttamanna freistar þess að komast yfir landamærin. 9. nóvember 2021 06:52