Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að aftur verði boðið upp á sýnatöku á Vopnafirði í dag á milli 17 og 18 og séu íbúar hvattir til að mæta í skimun.
„Í samráði við aðgerðastjórn Austurlands var ákveðið að hafa grunnskóla og leikskóla lokaða á morgun á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr sýnatöku dagsins. Ekki hafa bæst við nein ný smit á Egilsstöðum en opið var í sýnatöku í hádeginu og niðurstöður ættu að liggja fyrir í kvöld.
Önnur tilkynning verður send út um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.