Samskiptin skipta öllu máli Sveinn Waage skrifar 11. nóvember 2021 08:01 „Það er ekki hvað þú segir heldur hvernig þú segir það“, er ein af þessum línum sem við könnumst við úr ýmsum áttum. Án þess að eiga langan feril í leiklist, skilst mér að þetta sé einmitt lykilatriði í þeirri mögnuðu listgrein. Í húmor skiptir þetta öllu máli, ekki satt? Saklaus setning getur orðið fyndin, klúr og alls konar, með svipbrigðum, áherslum og látbragði. Eigum við ekki að sannmælast um að við þekkjum þetta flest. Við erum að tala þarna um samskipti, samskipti á milli fólks. Hvernig eru þau meðtekin? Hvaða mynd færðu af viðkomandi sem tjáir sig? „Ekki hvað þú segir, heldur hvernig“, hvað þýðir það? Orðaval, tónn, áherslur, tilfinningar? Já meðal annars. Hvað ætli séu margar útgáfur til af þeim einföldu skilaboðum að barnið þitt þurfi að drífa sig á morgnanna? Allt frá bölvi og hótunum yfir kærleik og húmor. Sálfræðin segir okkur hvor aðferðin virkar betur almennt séð, en látum það liggja á milli hluta. Samskipti stjórnenda En samskiptin eru út um allt. Líka hjá stjórnendum og leiðtogum. Hjá stjórnendum sem hrífa fólk með sér, eflir það og styður. Og líka stjórnendum sem missa vinnuna eða ná ekki kosningu, jafnvel þó að elja, áhugi og hæfni séu til staðar. Dæmi um athyglisverð samskipti koma frá Biskup og co sem nýtur sögulegs vantraust. Ætli það hafi verið traustinu til framdráttar að segja landsmönnum að líf þeirra væri „innihaldslaust án Jesú“ og vöntun á Biblíulestri útskýrði vöntun á siðferði landans? Hvort sem það er augljós fítonskraftur í verkalýðsbaráttu, í baráttu gegn ofbeldi, réttindum barna eða annarra göfugra mála sem við brennum fyrir, þá er hægt skemma fyrir sér með slæmum samskiptum. Dæmin hafa hrannast upp undanfarið. Nú væri vafalítið freystandi að hjóla í þennan miðaldra hvíta karlmann og segja „Aha! Karlmaður að segja okkur að vera þæg(ar)!!“ Ef „þægur“ þýðir að hlusta meira, meðtaka, vanda sig, tala saman, útskýra þá, já. Að vanda sig og hafa hátt. Ekki misskilja. Þegar við ræðum um mikilvægustu siðaskipti seinni tíma, baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þá er það risaslagur sem ekki verður leystur með kurteisi, einni saman. Maður ruggar ekki bátum með því að biðja um það. Við búum við alda gömlu feðraveldi þar sem útpæld trúarbrögðin eru beltin og axlaböndin. Faðir vor, say no mor. Það eru forréttyndi að fá að upplifa að hvort tveggja líða hægt en örugglega undir lok. En þar þarf líka að vanda samskiptin í því ferli. En segjum þau hátt og skýrt! Ég hef svo óbilandi trú á framtíðinni í þessum málum þegar ég tala við börnin mín. Kynbundið ofbeldi, fordómar og trúarbrögð eru þeim álíka framandi og torfbæir og moldargólf. Af hverju er fólk ekki með mér? En hvað er til ráða þegar göfugu samskiptin okkar ná ekki í gegn? Að horfa inná við hljómar eins og klisja nr.1, en á sama tíma er það oftast málið. Við þurfum að horfast í augu við hvað það sem stuðar fólk, það sem virkar ekki. Af hverju stendur fólk ekki með mér, af hverju fæ ég ekki kosningu? Eru þau öll í bullinu eða hugsanlega bara ég? Sjá þau ekki hvað ég er klár, góð(ur) og berst fyrir málstaðinn? Hrokinn tapar 5-0 Að temja sér betri framkomu og samskipti er vinna, stöðug vinna. Sjálfur á ég í stökustu vandræðum með kaldhæðni, sem er kannski fín á afviknum stöðum með fólki sem deilir henni með þér, en fyrir aðra eru skilin á milli kaldhæðni og hroka oft lítil sem engin. Sem dæmi á ég erfitt með að sleppa kaldhæðni þegar ég tala um trúar-brögð, fyrir trúaða eru kaldhæðnin og hrokinn þá líklega nátengd. Fátt brennir þig eins mikið í samskiptum við aðra og ef fólk upplifir hroka, hvort sem hann er meðvitaður eða ekki. Ákveðni, yfirvegun og rökstuðningur sigrar hrokann í hvert sinn. Hvað er til ráða? Og hvað þá? Hvað getum við gert til að vanda okkur betur? Hvernig fáum við fólk til að meðtaka okkar góðu skilaboð? Það þarf ekki að vera flókið. Í mínu starfi og ráðgjöf virka þessi meðöl best; Sýndu auðmýkt, virðingu og einlægni. Segðu satt. Opnaðu huga fólks og flestar dyr með Húmor og gleði. Það virkar. Höfundur er samskipta- og markaðsráðgjafi og höfundur námskeiðanna: „Húmor virkar – í alvöru“ og „Vektu athygli“ hjá Opna Háskólanum í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Waage Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
„Það er ekki hvað þú segir heldur hvernig þú segir það“, er ein af þessum línum sem við könnumst við úr ýmsum áttum. Án þess að eiga langan feril í leiklist, skilst mér að þetta sé einmitt lykilatriði í þeirri mögnuðu listgrein. Í húmor skiptir þetta öllu máli, ekki satt? Saklaus setning getur orðið fyndin, klúr og alls konar, með svipbrigðum, áherslum og látbragði. Eigum við ekki að sannmælast um að við þekkjum þetta flest. Við erum að tala þarna um samskipti, samskipti á milli fólks. Hvernig eru þau meðtekin? Hvaða mynd færðu af viðkomandi sem tjáir sig? „Ekki hvað þú segir, heldur hvernig“, hvað þýðir það? Orðaval, tónn, áherslur, tilfinningar? Já meðal annars. Hvað ætli séu margar útgáfur til af þeim einföldu skilaboðum að barnið þitt þurfi að drífa sig á morgnanna? Allt frá bölvi og hótunum yfir kærleik og húmor. Sálfræðin segir okkur hvor aðferðin virkar betur almennt séð, en látum það liggja á milli hluta. Samskipti stjórnenda En samskiptin eru út um allt. Líka hjá stjórnendum og leiðtogum. Hjá stjórnendum sem hrífa fólk með sér, eflir það og styður. Og líka stjórnendum sem missa vinnuna eða ná ekki kosningu, jafnvel þó að elja, áhugi og hæfni séu til staðar. Dæmi um athyglisverð samskipti koma frá Biskup og co sem nýtur sögulegs vantraust. Ætli það hafi verið traustinu til framdráttar að segja landsmönnum að líf þeirra væri „innihaldslaust án Jesú“ og vöntun á Biblíulestri útskýrði vöntun á siðferði landans? Hvort sem það er augljós fítonskraftur í verkalýðsbaráttu, í baráttu gegn ofbeldi, réttindum barna eða annarra göfugra mála sem við brennum fyrir, þá er hægt skemma fyrir sér með slæmum samskiptum. Dæmin hafa hrannast upp undanfarið. Nú væri vafalítið freystandi að hjóla í þennan miðaldra hvíta karlmann og segja „Aha! Karlmaður að segja okkur að vera þæg(ar)!!“ Ef „þægur“ þýðir að hlusta meira, meðtaka, vanda sig, tala saman, útskýra þá, já. Að vanda sig og hafa hátt. Ekki misskilja. Þegar við ræðum um mikilvægustu siðaskipti seinni tíma, baráttuna gegn kynbundnu ofbeldi, þá er það risaslagur sem ekki verður leystur með kurteisi, einni saman. Maður ruggar ekki bátum með því að biðja um það. Við búum við alda gömlu feðraveldi þar sem útpæld trúarbrögðin eru beltin og axlaböndin. Faðir vor, say no mor. Það eru forréttyndi að fá að upplifa að hvort tveggja líða hægt en örugglega undir lok. En þar þarf líka að vanda samskiptin í því ferli. En segjum þau hátt og skýrt! Ég hef svo óbilandi trú á framtíðinni í þessum málum þegar ég tala við börnin mín. Kynbundið ofbeldi, fordómar og trúarbrögð eru þeim álíka framandi og torfbæir og moldargólf. Af hverju er fólk ekki með mér? En hvað er til ráða þegar göfugu samskiptin okkar ná ekki í gegn? Að horfa inná við hljómar eins og klisja nr.1, en á sama tíma er það oftast málið. Við þurfum að horfast í augu við hvað það sem stuðar fólk, það sem virkar ekki. Af hverju stendur fólk ekki með mér, af hverju fæ ég ekki kosningu? Eru þau öll í bullinu eða hugsanlega bara ég? Sjá þau ekki hvað ég er klár, góð(ur) og berst fyrir málstaðinn? Hrokinn tapar 5-0 Að temja sér betri framkomu og samskipti er vinna, stöðug vinna. Sjálfur á ég í stökustu vandræðum með kaldhæðni, sem er kannski fín á afviknum stöðum með fólki sem deilir henni með þér, en fyrir aðra eru skilin á milli kaldhæðni og hroka oft lítil sem engin. Sem dæmi á ég erfitt með að sleppa kaldhæðni þegar ég tala um trúar-brögð, fyrir trúaða eru kaldhæðnin og hrokinn þá líklega nátengd. Fátt brennir þig eins mikið í samskiptum við aðra og ef fólk upplifir hroka, hvort sem hann er meðvitaður eða ekki. Ákveðni, yfirvegun og rökstuðningur sigrar hrokann í hvert sinn. Hvað er til ráða? Og hvað þá? Hvað getum við gert til að vanda okkur betur? Hvernig fáum við fólk til að meðtaka okkar góðu skilaboð? Það þarf ekki að vera flókið. Í mínu starfi og ráðgjöf virka þessi meðöl best; Sýndu auðmýkt, virðingu og einlægni. Segðu satt. Opnaðu huga fólks og flestar dyr með Húmor og gleði. Það virkar. Höfundur er samskipta- og markaðsráðgjafi og höfundur námskeiðanna: „Húmor virkar – í alvöru“ og „Vektu athygli“ hjá Opna Háskólanum í HR.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun