Tísku slökkvitæki? Anna Málfríður Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:00 Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú líður að jólum og þá er sérstaklega mikilvægt að huga að eldvörnum heimilisins eins og að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum, kaupa eldvarnateppi ef það er ekki til staðar í eldhúsinu og athuga hvort komið sé að yfirferð og skoðun slökkvitækis. Talandi um slökkvitæki, erum við að missa sjónar á öryggi heimilisfólks á kostnað fallegrar hönnunar? Það er gaman að eiga fallegt heimili og margir hafa ánægju af því að eiga fallegar hönnunarvörur til að prýða það. En hvað skiptir mestu máli í okkar daglega lífi, eru það veraldlegir hlutir eða fólkið okkar? Ég veit að allir segja að auðvitað gangi fólkið okkar alltaf fyrir og enginn vill viljandi leggja sína nánustu í hættu en það er einmitt inntak þessarar greinar. Vita fagurkerar, áhrifavaldar, vöruhönnuðir, lífstílshönnuðir eða aðrir þeir sem hanna, selja eða mæla með „hönnunarvörum“ sem í tísku eru í það og það skiptið, þegar þeir eru að stofna lífi fólks í hættu? Mér var verulega brugðið þegar ég sá sjónvarpsauglýsingar frá einu af stóru tryggingafélögunum þar sem verið var að auglýsa valfrelsi í því hvernig slökkvitæki fólk gæti valið sér, þ.e. valfrelsi í útliti slökkvitækis. Á heimasíðu tryggingafélagsins eru þessi nýju slökkvitæki einnig auglýst og þar er m.a. þessi setning: Veljum öryggisvörur sem okkur finnst fallegar og pössum að þær séu aðgengilegar. Látum öryggið passa. Er það rétta viðhorfið? Ég tel svo ekki vera. Öll þekkjum við (vonandi) hið hefðbundna rauða slökkvitæki sem á að vera til inni á hverju heimili. Þegar ég var barn, man ég eftir herferð sem fól í sér að koma slökkvitæki og reykskynjurum inn á hvert heimili og held ég að það hafi tekist nokkuð vel. Flestir eru meðvitaðir um nauðsyn þessara litlu tækja sem hafa marg-sannað ágæti sitt við að bjarga mannslífum og eigum fólks. Seinna bættist svo eldvarnateppið við, sem er nauðsyn í hverju eldhúsi. Skv. reglugerð um slökkvitæki [1] skulu þau að lágmarki uppfylla staðalinn ÍST EN 3 [2] og vera CE-merkt. Nánari lýsingu, sem tekur t.d. til útlits og merkinga slökkvitækja má finna í leiðbeiningablaði [3] sem gefið var út af Brunamálastofnun (nú Húsnæðis-og Mannvirkjastofnun). Þar segir: „Slökkvitæki skulu vera rauð á lit (einstök lönd geta þó ákveðið að allt að 5% yfirborðs tækis sé í lit sem einkennir slökkviefnið). Upplýsingar utan á tækinu skulu settar fram í 5 hlutum (nákvæm lýsing er á hvað á að koma fram í hvaða hluta merkingarinnar)“. Í Evrópustaðlinum sem vísað er í hér hér að ofan, segir í kafla 16 að slökkvitæki skuli vera rauð að lit, RAL 3000 skv. litakóða RAL-841-GL. Þar eru einnig fyrirskrifaðar nákvæmar útlistanir á því hvernig merkingum á handslökkvitækjum skuli háttað. Það má ætla að þessi nýju slökkvitæki sem ekki eru rauð, séu aðallega eða eingöngu seld til heimilisnota því fyrirtæki og stofnanir hafa ríkari skyldur til að gæta að öryggi almennings. Það má vera að mörgum finnist ég vera að hnýta í smáatriði hér en þegar eldsvoði verður, þá eru það einmitt smáatriðin sem geta skilið milli lífs og dauða. Leiðin, t.d. frá eldhúsi og út, getur fyllst af eitruðum reyk á aðeins nokkrum sekúndum. Rétt staðsett slökkvitæki, t.d. við útidyr, getur slökkt minni elda og þá komið í veg fyrir stórtjón og jafnvel keypt nokkrar auka sekúndur til þess að komast út heilu og höldnu. Það er líklegt að húsráðendur viti að slökkvitækið þeirra sé gyllt, hvítt, svart eða krómað, í stíl við annað innanhúss og þ.a.l. skipti litur þess engu máli. En hvað um gestkomandi? Það er veisla í gangi og upp kemur eldur í jólaskreytingu, næsti maður ætlar að grípa rauða sívalninginn sem hann þekkir en það tekur hann einhverjar sekúndur eða mínútur að fá upplýsingar frá húsráðanda um hvar slökkvitækið er staðsett og að þetta fína tæki sé í alvörunni fullgilt og nothæft slökkvitæki. Það er hægt að taka fleiri dæmi en mér dettur einnig í hug barnapössun, hvort heldur sem um er að ræða ungling utan úr bæ eða ömmur og afa, er ekki líklegt að það fólk grípi í slökkvitækið sem það þekkir en gangi jafnvel framhjá fína tækinu sem fellur svo agalega vel inn í umhverfið að það sést næstum ekki? Rauði liturinn á slökkvitækjum, brunaslöngum og á merkingum sem vísa á þessi tæki er til þess ætlaður að grípa augað, að falla EKKI inn í umhverfið. Þegar sekúndur skipta máli, ætti innanhússhönnun ekki að vera í öðru sæti? Það er nefnilega góð ástæða fyrir því að slökkvitæki eru rauð. Höfundur er brunaverkfræðingur M.Sc. hjá Lotu verkfræðistofu. [1] Reglugerð um slökkvitæki, 1068/2011 Gefin út af Umhverfistráðuneytinu. [2] ÍST EN 3-7:2004+A1:2007, Portable fire extinguishers - Part 7: Characteristics, performance requirements and test methods [3] Leiðbeiningablað nr. 165.BR1, leiðbeiningar um val og staðsetningu handslökkvitækja, Brunamálastofnun.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun