Viðskipti innlent

Erik, Gunnar og Sig­rún ráðin í stjórnunar­stöður hjá KPMG

Atli Ísleifsson skrifar
Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir.
Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir. KPMG

Erik Christianson Chaillot, Gunnar Kristinn Sigurðsson og Sigrún Kristjánsdóttir hafa verið ráðin í stjórnendastöður hjá KPMG.

Í tilkynningu segir að Erik hafi verið ráðinn mannauðsstjóri, Gunnar Kristinn forstöðumaður viðskiptaþróunar og Sigrún rekstrar- og fjármálastjóri. 

„Erik Christianson Chaillot hefur verið ráðinn mannauðsstjóri KPMG

Síðastliðin sex og hálft ár hefur Erik starfað sem mannauðsstjóri hjá Kearney, alþjóðlegu ráðgjafarfyrirtæki, í Ástralíu þar sem hann var búsettur. Erik starfaði síðast á Íslandi hjá Capacent á ráðningarsviði og var hjá Nýherja þar á undan. Hann er með Bsc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og Msc. í viðskiptafræði með áherslu á mannauðsmál frá UNSW Business School í Ástralíu. Hann situr í framkvæmdastjórn og mun bera ábyrgð á mótun og innleiðingu mannauðsstefnu félagsins og stuðning við rekstur einstakra sviða.

Gunnar Kristinn Sigurðsson hefur verið ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar KPMG

Gunnar hefur yfir 20 ára reynslu í markaðsmálum og viðskiptaþróun. Hann er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóða markaðsfræði frá Strathclyde University í Skotlandi. Gunnar starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Isavia þar sem hann stýrði markaðs og samskiptamálum fyrirtækisins. Áður starfaði hann hjá Íslandsbanka þar sem hann starfaði við viðskiptarþróun, samskipta- og markaðsmál. Þá sat hann í stjórn ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks á Íslandi frá 2017-2020. Gunnar ber ábyrgð á innleiðingu og mótun á stefnu félagsins í viðskiptaþróun og mun styðja við rekstur einstakra sviða.

Sigrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrar- og fjármálastjóri KPMG Sigrún starfaði áður hjá Origo sem Forstöðumaður yfir Reikningshaldi og áður sem Forstöðumaður yfir Fjárstýringu og Hagdeild. Sigrún er með B.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í Iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Karlsruhe, Þýskalandi. Hún hefur einnig lokið MBA gráðu frá Oxford Brookes Háskóla í Englandi. Sigrún ber ábyrgð á rekstri stoðsviðs KPMG og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Hún ber einnig ábyrgð á innleiðingu á stefnu félagsins ásamt því að styðja við rekstur og stefnumótun einstakara sviða,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×