Hvalaskoðunarrisi þarf að greiða Norðurþingi fimm milljónir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:53 Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants er gert að greiða Hafnasjóði Norðurþings rúmar fimm milljónir króna vegna vangreiddra gjalda. Vísir/Vilhelm Hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants, sem starfrækt er frá Húsavík, hefur verið dæmt til að greiða Hafnasjóði Norðurþings fimm milljónir króna vegna vangreiddra farþegagjalda. Ágreining Hafnasjóðs Norðurþings og Gentle Giants má rekja aftur til ársins 2008. Að sögn Hafnasjóðs hófst þá greiðsludráttur hjá Gentle Giants og síðan þá hafi fyrirtækið verið seint með greiðslur. Um er að ræða mánaðarlega reikninga frá því í september 2008 þar til í nóvember 2019. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra að Hafnasjóður hafi lagt fram alla reikninga á hendur stefnanda sem málið snúist um. Þá hafi öllum greiðslum Gentle Giants verið ráðstafað sem innborgun miðað við fyrsta dag hvers mánaðar jafnvel þó greiðslur hafi borist síðar. Gentle Giants hefur verið annar tveggja helstu rekstraraðila á sviði hvalaskoðunar á Húsavík um langt skeið en helsta starfsemi hafnarinnar á Húsavík snýr að starfsemi hvalaskoðunarbáta. Fram kemur í dómnum að hafnasjóður sveitarfélagsins hafi verið rekinn með tapi frá árinu 2007 til 2015 og sé það í raun enn í dag. Þá fullnýti hafnasjóður almennt ekki gjaldskrárheimildir sínar. Deilur um greiðslur allt frá árinu 2008 Ágreiningur hafnasjóðs og Gentle Giants snúist um farþegagjöldin sem lögð eru á þjónustuaðila hafnarmannvirkjanna. Nemi reikningar hafnasjóðs á hendur Gentle Giants á tímabilinu 2008 til 2019 vegna farþegagjalda rétt tæpum 48 milljónum króna sé tekið tillit til kreditreikninga. Á tímabilinu 2008 til 2018 hafi farþegagjöldin verið rúmar 40 milljónir króna. Farþegagjöld hafi verið lögð á og innheimt í samræmi við gjaldskrár hafnasjóðs árin 2008 til 2011. Árið 2012 hafi hafnasjóður svo gert samkomulag um greiðslu farþegagjalda við fyrirtækið Norðursiglingu en ekki hafi orðið af sambærilegu samkomulagi við Gentle Giants. Þrátt fyrir það hafi hann verið krafinn um farþegagjöld í samræmi við það sem Norðursigling var krafin um. Samkomulagið hafi gilt í eitt ár en árið 2014 hafi farþegagjöld áfram verið innheimt á grundvelli samkomulagsins. Þá hafi árið 2015 gjaldskrár fyrir hafnir Norðurþings verið teknar í gildi þar sem mælt var fyrir um álagningu og innheimtu farþegagjaldanna. Þrátt fyrir það hafi Norðurþing ekki innheimt farþegagjöld það árið. Í lok sumars 2016 hafi það svo verið tilkynnt að upptaka farþegagjalda á höfnum Norðurþings myndi taka til ársins 2015 og 2016 og framvegis eftir það nema annað yrði sérstaklega ákveðið. Var þá óskað eftir upplýsingum um farþegafjölda Gentle Giants vegna áranna 2015 og 2016 og voru reikningar fyrir árin tvö gefnir út þegar þær upplýsingar lágu fyrir. Gentle Giants hafi greitt reikninginn vegna ársins 2016, sem nam um 6,5 milljónum króna, en taldi sig ekki þurfa að greiða reikning vegna ársins 2015. Afþökkuðu að semja um uppgjör útistandandi krafna Málið hafi lítið þokast áfram árin tvö á eftir. Það hafi ekki verið fyrr en árið 2018 þegar fjármálastjóri Norðurþings hafði samband við fyrirsvarsmann Gentle Giants í júlí það ár og fór yfir kröfur vegna farþegagjaldanna sem væru útistandandi sem eitthvað fór að gerast í málinu. Fram kom að útistandandi kröfur næmu um 7,5 milljónum króna og var Gentle Giants boðið að gera samkomulag um uppgjör þeirra. Krafan byggðist á þremur reikningum. Einum frá 2008, sem nam 1,78 milljónum króna, öðrum frá árinu 2010 sem næmi 2,4 milljónum og reikningi frá árinu 2016 sem næmi 5,4 milljónum. Féllst Gentle Giants ekki á boð Norðurþings. Í kjölfarið bauð fjármálastjóri sveitarfélagsins Gentle Giants að ganga aftur til samninga um uppgjör útistandandi krafna, gegn niðurfellingu vaxta og innheimtukostnaðar. Taldi Gentle Giants kröfurnar fyrndar og hafnaði greiðsluskyldu. Var þá send innheimtukrafa á fyrirtækið í desember 2019, sem byggð var á því að innborgunum stefnda, yfir meira en 10 ára tímabil, hefði ávallt verið ráðstafað til greiðslu á elstu skuldum og áföllnum vöxtum hverju sinni. Væri því um að ræða greiðslu á reikningum síðustu sex mánaða en ekki vegna ógreiddra gjalda frá árunum 2008, 2010 og 2015. Var þá gerð krafa um greiðslu höfuðstóls að fjárhæð rúmum 64 milljónum króna að frádregnum innborgunum að fjárhæð tæpum 58 milljónum króna. Þá krafðist sveitarfélagið þess að Gentle Giants myndi greiða dráttarvexti að fjárhæð tæpum 6,5 milljónum króna. Meginkrafa sveitarfélagsins var sú að Gentle Giants greiddi rúmar 64 milljónir króna en til vara að fyrirtækinu væri gert að greiða 5,4 milljónir króna auk dráttarvaxta. Féllst dómurinn á varakröfuna. Dómsmál Norðurþing Ferðamennska á Íslandi Hvalir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ágreining Hafnasjóðs Norðurþings og Gentle Giants má rekja aftur til ársins 2008. Að sögn Hafnasjóðs hófst þá greiðsludráttur hjá Gentle Giants og síðan þá hafi fyrirtækið verið seint með greiðslur. Um er að ræða mánaðarlega reikninga frá því í september 2008 þar til í nóvember 2019. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra að Hafnasjóður hafi lagt fram alla reikninga á hendur stefnanda sem málið snúist um. Þá hafi öllum greiðslum Gentle Giants verið ráðstafað sem innborgun miðað við fyrsta dag hvers mánaðar jafnvel þó greiðslur hafi borist síðar. Gentle Giants hefur verið annar tveggja helstu rekstraraðila á sviði hvalaskoðunar á Húsavík um langt skeið en helsta starfsemi hafnarinnar á Húsavík snýr að starfsemi hvalaskoðunarbáta. Fram kemur í dómnum að hafnasjóður sveitarfélagsins hafi verið rekinn með tapi frá árinu 2007 til 2015 og sé það í raun enn í dag. Þá fullnýti hafnasjóður almennt ekki gjaldskrárheimildir sínar. Deilur um greiðslur allt frá árinu 2008 Ágreiningur hafnasjóðs og Gentle Giants snúist um farþegagjöldin sem lögð eru á þjónustuaðila hafnarmannvirkjanna. Nemi reikningar hafnasjóðs á hendur Gentle Giants á tímabilinu 2008 til 2019 vegna farþegagjalda rétt tæpum 48 milljónum króna sé tekið tillit til kreditreikninga. Á tímabilinu 2008 til 2018 hafi farþegagjöldin verið rúmar 40 milljónir króna. Farþegagjöld hafi verið lögð á og innheimt í samræmi við gjaldskrár hafnasjóðs árin 2008 til 2011. Árið 2012 hafi hafnasjóður svo gert samkomulag um greiðslu farþegagjalda við fyrirtækið Norðursiglingu en ekki hafi orðið af sambærilegu samkomulagi við Gentle Giants. Þrátt fyrir það hafi hann verið krafinn um farþegagjöld í samræmi við það sem Norðursigling var krafin um. Samkomulagið hafi gilt í eitt ár en árið 2014 hafi farþegagjöld áfram verið innheimt á grundvelli samkomulagsins. Þá hafi árið 2015 gjaldskrár fyrir hafnir Norðurþings verið teknar í gildi þar sem mælt var fyrir um álagningu og innheimtu farþegagjaldanna. Þrátt fyrir það hafi Norðurþing ekki innheimt farþegagjöld það árið. Í lok sumars 2016 hafi það svo verið tilkynnt að upptaka farþegagjalda á höfnum Norðurþings myndi taka til ársins 2015 og 2016 og framvegis eftir það nema annað yrði sérstaklega ákveðið. Var þá óskað eftir upplýsingum um farþegafjölda Gentle Giants vegna áranna 2015 og 2016 og voru reikningar fyrir árin tvö gefnir út þegar þær upplýsingar lágu fyrir. Gentle Giants hafi greitt reikninginn vegna ársins 2016, sem nam um 6,5 milljónum króna, en taldi sig ekki þurfa að greiða reikning vegna ársins 2015. Afþökkuðu að semja um uppgjör útistandandi krafna Málið hafi lítið þokast áfram árin tvö á eftir. Það hafi ekki verið fyrr en árið 2018 þegar fjármálastjóri Norðurþings hafði samband við fyrirsvarsmann Gentle Giants í júlí það ár og fór yfir kröfur vegna farþegagjaldanna sem væru útistandandi sem eitthvað fór að gerast í málinu. Fram kom að útistandandi kröfur næmu um 7,5 milljónum króna og var Gentle Giants boðið að gera samkomulag um uppgjör þeirra. Krafan byggðist á þremur reikningum. Einum frá 2008, sem nam 1,78 milljónum króna, öðrum frá árinu 2010 sem næmi 2,4 milljónum og reikningi frá árinu 2016 sem næmi 5,4 milljónum. Féllst Gentle Giants ekki á boð Norðurþings. Í kjölfarið bauð fjármálastjóri sveitarfélagsins Gentle Giants að ganga aftur til samninga um uppgjör útistandandi krafna, gegn niðurfellingu vaxta og innheimtukostnaðar. Taldi Gentle Giants kröfurnar fyrndar og hafnaði greiðsluskyldu. Var þá send innheimtukrafa á fyrirtækið í desember 2019, sem byggð var á því að innborgunum stefnda, yfir meira en 10 ára tímabil, hefði ávallt verið ráðstafað til greiðslu á elstu skuldum og áföllnum vöxtum hverju sinni. Væri því um að ræða greiðslu á reikningum síðustu sex mánaða en ekki vegna ógreiddra gjalda frá árunum 2008, 2010 og 2015. Var þá gerð krafa um greiðslu höfuðstóls að fjárhæð rúmum 64 milljónum króna að frádregnum innborgunum að fjárhæð tæpum 58 milljónum króna. Þá krafðist sveitarfélagið þess að Gentle Giants myndi greiða dráttarvexti að fjárhæð tæpum 6,5 milljónum króna. Meginkrafa sveitarfélagsins var sú að Gentle Giants greiddi rúmar 64 milljónir króna en til vara að fyrirtækinu væri gert að greiða 5,4 milljónir króna auk dráttarvaxta. Féllst dómurinn á varakröfuna.
Dómsmál Norðurþing Ferðamennska á Íslandi Hvalir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira