Prófuðu nýjan flugtaxa í Seoul Samúel Karl Ólason skrifar 11. nóvember 2021 12:03 Flugtaxa þýska fyrirtækisins Volocopter 2X flogið á Gimpo-flugvellinum í Seoul í morgun. AP/Lee Jin-man Kerfi til að stjórna smáþyrlum sem yfirvöld í Suður-Kóreu vonast til að verði notaðar sem flugtaxar á næstu árum, var sýnt í Seoul í morgun. Ráðmenn í landinu vonast til þess að fólk verði farið að fljúga um í massavís árið 2025. Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Ríkisstjórn Suður-Kóreu tilkynnti í fyrra áætlun um að hefja almenna notkun smáþyrla fyrir árið 2025. Til stendur að nota þær til að ferja fólk sérstaklega frá mikið notuðum flugvöllum til miðborgar Seoul. Samkvæmt frétt Reuters áætlar samgönguráðuneyti Suður-Kóreu að slík þjónusta gæti stytt ferðatíma úr klukkustund í bíl í um tuttugu mínútur í lofti. Noh Hyeong-ouk, samgönguráðherra, fylgdist með sýningunni í morgun en hann sagði í yfirlýsingu að þar sem búist væri við því að notkun þyrlna eins og þeirrar sem sýnd var muni aukast verulega á næstu árum, sé mjög mikilvægt að gera tilraunir með þær við allar aðstæður. Auk þess að sýna eina smáþyrlu sem flogið var um svæðið, var líkan annarrar frá þarlendu fyrirtæki sýnt í Seoul í morgun. Sú þyrla á að vera fimm sæta og eiga fyrstu flugtilraunirnar að hefjast á næsta ári. Þar að auki var sýnd tækni sem nota á til að fylgjast með og stýra umferð smáþyrlna. Sömuleiðis voru sýnd ljós sem nota á til að merkja flugvelli fyrir smáþyrlur. Hér að neðan má sjá smáþyrlu Volocopter á flugi. Þyrlan er tveggja sæta og getur bæði verið flogið af flugmanni og flogið sjálfvirkt. > Ráðuneytið áætlar að far frá Incheon alþjóðaflugvellinum í Seoul, til miðborgarinnar, muni kosta um 93 Bandaríkjadali þegar ferðirnar hefjast árið 2025. Verðið muni svo lækka þegar árin líða.
Suður-Kórea Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira