Ástand á geðdeild og hertra aðgerða krafist strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. nóvember 2021 15:59 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs en gegnir starfi forstjóra Landspítalans tímabundið. Hún er formaður farsóttarnefndar. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar og fimm starfsmenn á geðdeild Landspítalans hafa greinst jákvæðir fyrir kórónuveirunni. Ein geðdeild er lokuð fyrir innlagnir og önnur í sóttkví að hluta vegna þessa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. Nefndin segir nauðsynlegt að herða takmarkanir í samfélaginu strax. Metfjöldi greindist smitaður hér á landi í gær eða 200 manns. „Álag á COVID göngudeild og rakningateymi spítalans er orðið gríðarlegt. Farsóttanefnd hefur miklar áhyggjur af stöðunni og álítur að herða þurfi takmarkanir í samfélaginu strax, ef takast eigi að ná utan um þessa bylgju. Þegar smit er jafn útbreitt og raun ber vitni um eru margfaldar líkur á að fá smit inn í starfsemi Landspítala með starfsmönnum, sjúklingum og gestum. Því er nauðsynlegt að takmarka umferð um spítalann eins og hægt er með því að leysa mál í gegnum síma og fjarfundi þar sem því verður við komið,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Fjörutíu í sérstöku eftirliti Í morgun klukkan níu lágu 16 sjúklingar með COVID á Landspítala. 11 eru á smitsjúkdómadeild, þrír á gjörgæslu í öndunarvél og tveir eru á geðdeild þar tveir sjúklingar eru nú með veiruna. Í eftirliti COVID göngudeildar eru nú 1.508 manns sem er mesti fjöldi frá upphafi. Í eftirlitinu felst að fylgst er með fólkinu símleiðis en stór hluti fólks er einkennalaus. Af þessum 1508 eru 350 börn. Ríflega 40 manns eru í sérstöku eftirliti göngudeildar. Nefndin sendir skýr skilaboð til starfsmanna spítalans. „Starfsmenn skulu skipuleggja alla fundi sem mögulegt er sem fjarfundi. Eingöngu skal hafa staðfundi þegar nauðsyn krefur. Áhersla hefur verið á að halda verklegri kennslu óbreyttri og er því beint til skipuleggjenda fræðslu og kennslu að hafa fjarfundi þar sem því verður við komið, a.m.k. fyrir hluta hópsins, auk þess að virða grímuskyldu og fjarlægðamörk.“ Eins metra regla á spítalanum Þá er minnt á að skima þurfi alla sjúklinga sem leggist inn í gegnum bráðamóttökur. Sé það ekki gert á bráðamóttöku þá þurfi viðkomandi legudeild að gera það sem fyrst eftir innlögn. „Vegna anna við úthringingar, rakningar og tengd verkefni eru yfirmenn þeirra sem manna þessa pósta beðnir um að taka öll önnur verkefni af þessum lykilstarfsmönnum svo þeir geti einbeitt sér að þessu brýna og umfangsmikla verkefni sem baráttan við COVID er. Matsalir og kaffistofur eru sérstakt áhyggjuefni núna. Almennt er í gildi á Landspítala eins metra regla NEMA þegar gríma er tekin niður til að matast en þá gildir tveggja metra regla án undantekninga.“ Í fyrradag kom upp smit hjá inniliggjandi sjúklingi í geðþjónustu og hefur verið skimað vítt í kringum viðkomandi. Í gær greindist annar sjúklingur á sömu deild og alls fimm starfsmenn. Í dag eru áframhaldandi skimanir og rakning. Ein geðdeild er því lokuð fyrir innlagnir og önnur er í sóttkví að hluta. „Farsóttanefnd vill eindregið ráðleggja þeim sem eru að ráðgera samkomur samstarfsmanna á aðventu eða í öðru samhengi að bíða með það á meðan við erum að fara í gegnum erfiðasta hjallann í þessari gríðarstóru smitbylgju. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að fólk vandi sig og taki hraðpróf getur samt orðið mikil smitdreifing á slíkum skemmtunum.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum sé í vinnslu. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagt að herða þurfi aðgerðir innanlands. Ríkisstjórnin fundar klukkan 9:30 í fyrramálið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 11. nóvember 2021 11:54 Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30 Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd Landspítalans en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. Nefndin segir nauðsynlegt að herða takmarkanir í samfélaginu strax. Metfjöldi greindist smitaður hér á landi í gær eða 200 manns. „Álag á COVID göngudeild og rakningateymi spítalans er orðið gríðarlegt. Farsóttanefnd hefur miklar áhyggjur af stöðunni og álítur að herða þurfi takmarkanir í samfélaginu strax, ef takast eigi að ná utan um þessa bylgju. Þegar smit er jafn útbreitt og raun ber vitni um eru margfaldar líkur á að fá smit inn í starfsemi Landspítala með starfsmönnum, sjúklingum og gestum. Því er nauðsynlegt að takmarka umferð um spítalann eins og hægt er með því að leysa mál í gegnum síma og fjarfundi þar sem því verður við komið,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Fjörutíu í sérstöku eftirliti Í morgun klukkan níu lágu 16 sjúklingar með COVID á Landspítala. 11 eru á smitsjúkdómadeild, þrír á gjörgæslu í öndunarvél og tveir eru á geðdeild þar tveir sjúklingar eru nú með veiruna. Í eftirliti COVID göngudeildar eru nú 1.508 manns sem er mesti fjöldi frá upphafi. Í eftirlitinu felst að fylgst er með fólkinu símleiðis en stór hluti fólks er einkennalaus. Af þessum 1508 eru 350 börn. Ríflega 40 manns eru í sérstöku eftirliti göngudeildar. Nefndin sendir skýr skilaboð til starfsmanna spítalans. „Starfsmenn skulu skipuleggja alla fundi sem mögulegt er sem fjarfundi. Eingöngu skal hafa staðfundi þegar nauðsyn krefur. Áhersla hefur verið á að halda verklegri kennslu óbreyttri og er því beint til skipuleggjenda fræðslu og kennslu að hafa fjarfundi þar sem því verður við komið, a.m.k. fyrir hluta hópsins, auk þess að virða grímuskyldu og fjarlægðamörk.“ Eins metra regla á spítalanum Þá er minnt á að skima þurfi alla sjúklinga sem leggist inn í gegnum bráðamóttökur. Sé það ekki gert á bráðamóttöku þá þurfi viðkomandi legudeild að gera það sem fyrst eftir innlögn. „Vegna anna við úthringingar, rakningar og tengd verkefni eru yfirmenn þeirra sem manna þessa pósta beðnir um að taka öll önnur verkefni af þessum lykilstarfsmönnum svo þeir geti einbeitt sér að þessu brýna og umfangsmikla verkefni sem baráttan við COVID er. Matsalir og kaffistofur eru sérstakt áhyggjuefni núna. Almennt er í gildi á Landspítala eins metra regla NEMA þegar gríma er tekin niður til að matast en þá gildir tveggja metra regla án undantekninga.“ Í fyrradag kom upp smit hjá inniliggjandi sjúklingi í geðþjónustu og hefur verið skimað vítt í kringum viðkomandi. Í gær greindist annar sjúklingur á sömu deild og alls fimm starfsmenn. Í dag eru áframhaldandi skimanir og rakning. Ein geðdeild er því lokuð fyrir innlagnir og önnur er í sóttkví að hluta. „Farsóttanefnd vill eindregið ráðleggja þeim sem eru að ráðgera samkomur samstarfsmanna á aðventu eða í öðru samhengi að bíða með það á meðan við erum að fara í gegnum erfiðasta hjallann í þessari gríðarstóru smitbylgju. Það hefur sýnt sig að þrátt fyrir að fólk vandi sig og taki hraðpróf getur samt orðið mikil smitdreifing á slíkum skemmtunum.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum sé í vinnslu. Þá hefur Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagt að herða þurfi aðgerðir innanlands. Ríkisstjórnin fundar klukkan 9:30 í fyrramálið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 11. nóvember 2021 11:54 Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30 Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Telur ljóst að grípa þurfi til enn harðari aðgerða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, gerir ráð fyrir að sóttvarnalæknir muni skila henni minnisblaði með tillögum um hertar innanlandsaðgerðir í dag eða á morgun. Býst hún við að hertar aðgerðir verði boðaðar á næstu dögum. 11. nóvember 2021 11:54
Lektor í líftölfræði varar við Garðabæ sem pestarbæli Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknasérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, er ómyrk í máli á Twitter og segir Garðabæ sannkallað pestarbæli. 11. nóvember 2021 10:30
Tvö hundruð greindust innanlands Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þriðja sólarhringinn í röð er met slegið þegar kemur að fjölda smitaðra hér á landi, en 167 greindust á mánudag og 178 í gær. 11. nóvember 2021 10:06