Þetta kemur fram á vef Landspítalans þar sem segir að tekin verða sýni hjá öllum sjúklingum og starfsmönnum dildarinnar, rakning standi yfir.
Sjúklingurinn var færður á smitsjúkdómadeild og stofufélagi hans settur í sóttkví. Aðrir sjúklingar eru í úrvinnslusóttkví.
Sextán sjúklingar liggja inn í á Landspítalanum með Covid samkvæmt upplýsingum sem spítalinn birti í morgun, þar af þrír í gjörgæslu á öndunarvél.
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á siglingu hér á landi undanfarna daga og vikur. 1.508 manns eru nú undir eftirliti Covid-göngudeildarinnar ig hefur sú tala aldrei verið hærri.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað inn minnisblaði þar sem hann leggur til hertar aðgerðir til að stemma í stigu við vöxt faraldursins. Ákvörðun um hvort að gripið verður til herta aðgerða verður tekin á ríkisstjórnarfundi á morgun, þar sem minnisblað Þórólfs verður tekið fyrir.