Suni Lee er bandarísk en varð sú fyrsta af Hmong ættum til að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum.
American gymnast and Olympic gold medalist Suni Lee said she was pepper-sprayed in a racist attack last month while out with a group of friends in Los Angeles. https://t.co/JW44ZwMVLP pic.twitter.com/W5eJnGFoGs
— SportsCenter (@SportsCenter) November 12, 2021
Lee var í Los Angeles að bíða eftir bíl ásamt vinum sínum, sem voru öll af asísku ætterni, þegar bíll kom að þar sem farþegarnir kölluðu kynþáttaníð að þeim. Einn farþeginn spreyjaði hana síðan með piparúða á handlegginn.
„Ég var svo reið en það var ekkert sem ég gat gert eða stjórnað því þau brunuðu strax í burtu,“ sagði Suni Lee í viðtali við PopSugar.
American gymnast Suni Lee, an Olympic gold medal winner and the first Hmong American to compete in the Olympics, said she was pepper-sprayed in a racist incident while in Los Angeles for her stint on "Dancing with the Stars." https://t.co/FaRLtHVw7w
— CNN (@CNN) November 12, 2021
„Ég gerði þeim ekkert en til að passa upp á orðsporið mitt þá vildi ég ekki gera neitt sem kæmi mér í vandræði. Það var samt svo erfitt,“ sagði Lee.
Fólk af asísku bergi brotið hefur orðið fyrir mun meira áreiti síðan að kórónuveiran heltók heiminn en hún átti upptök sín í Kína. Það hafa verið skráð yfir níu þúsund slík atvik frá 19.mars til og með júní á þessu ári hjá samtökum á móti hatri gegn fólki af asískum uppruna.
Suni Lee er átján ára gömul og vann gullverðlaun í fjölþraut í fimleikum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún vann einnig silfurverðlaun í liðakeppni og bronsverðlaun á tvíslá.