Innlent

Sagt upp hjá Eflingu eftir 27 ára starf

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að Tryggvi sé sakaður um að hafa haft í hótunum gegn Sólveigu Önnu.
Mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að Tryggvi sé sakaður um að hafa haft í hótunum gegn Sólveigu Önnu.

„Í dag var ég rekinn frá Eflingu. 27 ára starf var virt að vettugi enda kommúnistar við stjórn. Það er mikil reisn yfir þessu félagi og þetta var það fyrsta sem ný stjórn sýndi til að leysa vandann sem Sólveig skapaði.“

Þannig hljóðar færsla sem Tryggvi Marteinsson, sérfræðingur í kjaramálum, setti inn á Facebook í gærkvöldi. „Skömmin er mikil hjá þeim sem eru titlaðir yfirmenn í dag,“ bætir hann við.

Í fyrstu útgáfu færslunnar sagði Tryggvi einnig: „Ég galt þess að vera Íslendingur og karlmaður.“ Færslunni var síðan breytt.

Í frétt mbl.is frá því í gærkvöldi er haft eftir heimildarmönnum að Tryggvi sé sakaður um að hafa hótað að vinna Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Eflingar, mein.

Sólveig Anna hefur greint frá því í fjölmiðlum að sér hafi verið hótað af hálfu starfsmanns.

Agnieszka Ewa Ziółkowskaer nú formaður Eflingar en enginn er titlaður framkvæmdastjóri á heimasíðu félagsins. Ólöf Helga Adolfsdóttir er varaformaður og Ragnar Ólason aðstoðarframkvæmdastjóri.

Stjórnendur Eflingar hafa beðið fjölmiðla um að láta sig í friði.

Fréttin var uppfærð kl. 8.25 með nýjum upplýsingum.


Tengdar fréttir

Stjórn Eflingar biður um frið frá fjöl­miðlum

Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×